Faðir Eurovision á Íslandi: „Ég hef verið plataður“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. maí 2015 16:34 „Ríkisútvarpið var ekki á þeim buxunum að hleypa þessari lágmenningu að,” segir Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður sem er ábyrgur fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Hann var á þeim tíma útvarpsstjóri á Rás 2 en það tók hann nokkur ár að koma því í gegn að fá að taka þátt. Þorgeir ræddi um hvernig Ísland endaði í Eurovision þegar hann mætti ásamt Siggu Beinteins í hlaðvarpsþáttinn Eurovísi. Þorgeir segir að það hafi verið mikill áhugi á meðal fólks þó að sumir hafi verið neikvæðir. „Það var gríðarleg forvitni hjá ungu fólki en þeir hinir eldri, margir hverjir, leyst ekkert á þetta því þetta kostaði, ég man ekki, eitthvað um 40 milljónir,“ segir hann. Hrafn Gunnlaugsson var á þessum tíma framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og segir Þorgeir að það hafi skipt sköpum. „Það breytti miklu því Hrafn var talsmaður sinnar kynslóðar og var framsækinn og vildi brjóta niður allskonar múra,” segir Þorgeir. „Við komum okkur saman um að fjármagna þetta með því að stela framkvæmdasjóði Sjónvarpsins,” segir hann og bætir við að Rás 2 hafi borgað 15 til 20 prósent af kostnaðinum. Miklar vonir höfðu verið gerðar til íslenska lagsins og segist Þorgeir hafa trúað því að Ísland væri að fara að vera í efstu þremur sætunum. Þegar stigagjöfin hófst segir Þorgeir að tvær grímur hafi verið farnar að renna á hann. „Ég hef verið plataður,“ segist Þorgeir hafa hugsað. „Ég spurði norðmennina, tæknimennina, hvort ég væri með bilaða skjái. Þetta gat bara ekki verið.“ Það kom svo að því að eitthvað smáríki gaf Íslandi átta stig en stigin urðu ekki mikið fleiri. „Ég kleip mig í innanvert lærið svo lítið bæri á og sagði “Héðan í frá Þorgeir læturðu aldrei plata þig“,“ segist hann hafa sagt við sjálfan sig.Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Sjá meira
„Ríkisútvarpið var ekki á þeim buxunum að hleypa þessari lágmenningu að,” segir Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður sem er ábyrgur fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Hann var á þeim tíma útvarpsstjóri á Rás 2 en það tók hann nokkur ár að koma því í gegn að fá að taka þátt. Þorgeir ræddi um hvernig Ísland endaði í Eurovision þegar hann mætti ásamt Siggu Beinteins í hlaðvarpsþáttinn Eurovísi. Þorgeir segir að það hafi verið mikill áhugi á meðal fólks þó að sumir hafi verið neikvæðir. „Það var gríðarleg forvitni hjá ungu fólki en þeir hinir eldri, margir hverjir, leyst ekkert á þetta því þetta kostaði, ég man ekki, eitthvað um 40 milljónir,“ segir hann. Hrafn Gunnlaugsson var á þessum tíma framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og segir Þorgeir að það hafi skipt sköpum. „Það breytti miklu því Hrafn var talsmaður sinnar kynslóðar og var framsækinn og vildi brjóta niður allskonar múra,” segir Þorgeir. „Við komum okkur saman um að fjármagna þetta með því að stela framkvæmdasjóði Sjónvarpsins,” segir hann og bætir við að Rás 2 hafi borgað 15 til 20 prósent af kostnaðinum. Miklar vonir höfðu verið gerðar til íslenska lagsins og segist Þorgeir hafa trúað því að Ísland væri að fara að vera í efstu þremur sætunum. Þegar stigagjöfin hófst segir Þorgeir að tvær grímur hafi verið farnar að renna á hann. „Ég hef verið plataður,“ segist Þorgeir hafa hugsað. „Ég spurði norðmennina, tæknimennina, hvort ég væri með bilaða skjái. Þetta gat bara ekki verið.“ Það kom svo að því að eitthvað smáríki gaf Íslandi átta stig en stigin urðu ekki mikið fleiri. „Ég kleip mig í innanvert lærið svo lítið bæri á og sagði “Héðan í frá Þorgeir læturðu aldrei plata þig“,“ segist hann hafa sagt við sjálfan sig.Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Sjá meira