Meiri líkur á góðu vatni í ánum í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 7. maí 2015 14:13 Veiðistaðurinn Krókódíll í Langá á Mýrum Mynd: KL Það er vissulega lítið mál að bölva köldu vori sem hefur fylgt eftir löngum og vindasömum vetri en allt hefur sínar björtu hliðar. Sérstaklega eru veiðimenn frekar kátir en hitt með þetta kalda vor, mikin snjó í vetur og hægar leysingar. Ástæðan liggur helst í því að miðað við snjóalög á landinu er frekar góðar líkur á að allar árnar verði í góðu vatni, þá sér í lagi á suður og vesturlandi en á norðurlandi gæti aftur á móti borið á því annað árið í röð að árnar verða vatnsmeiri en góðu hófi gegnir. Dragárnar á vesturlandi eru sérstaklega erfiðar þegar það er þurrt ár sem fylgir litlum snjóalögum og vel flestir veiðimenn hafa lent í því að veiða t.d. Norðurá, Grímsá í Laxá í Dölum þegar þær renna varla milli hylja og slíkur veiðiskapur er leiðingjarn og sér í lagi ef það fylgir sólríkur dagur með hita. Ef það er nóg vatn í ánum aftur á móti er takan betri, meiri hreyfing á laxinum og almennt fylgir því þá betra geð veiðimanna. Það er nóg að horfa á fjallahringinn frá Borgarnesi og sjá hvað það er ennþá mikill snjór í fjöllum og þeir sem hafa ekið t.d. Holtavörðuheiði nýlega sjá glögglega að það er af nægu að taka því mikill snjór hefur safnast saman á heiðinni í vetur. Ef laxagöngur verða góðar og árið kannski undir meðalári í úrkomu eru allar líkur á góðu vatni í öllum ánum og þar af leiðandi ætlar Veiðivísir að gefa sér það að gott veiðisumar sé í vændum. Stangveiði Mest lesið Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði
Það er vissulega lítið mál að bölva köldu vori sem hefur fylgt eftir löngum og vindasömum vetri en allt hefur sínar björtu hliðar. Sérstaklega eru veiðimenn frekar kátir en hitt með þetta kalda vor, mikin snjó í vetur og hægar leysingar. Ástæðan liggur helst í því að miðað við snjóalög á landinu er frekar góðar líkur á að allar árnar verði í góðu vatni, þá sér í lagi á suður og vesturlandi en á norðurlandi gæti aftur á móti borið á því annað árið í röð að árnar verða vatnsmeiri en góðu hófi gegnir. Dragárnar á vesturlandi eru sérstaklega erfiðar þegar það er þurrt ár sem fylgir litlum snjóalögum og vel flestir veiðimenn hafa lent í því að veiða t.d. Norðurá, Grímsá í Laxá í Dölum þegar þær renna varla milli hylja og slíkur veiðiskapur er leiðingjarn og sér í lagi ef það fylgir sólríkur dagur með hita. Ef það er nóg vatn í ánum aftur á móti er takan betri, meiri hreyfing á laxinum og almennt fylgir því þá betra geð veiðimanna. Það er nóg að horfa á fjallahringinn frá Borgarnesi og sjá hvað það er ennþá mikill snjór í fjöllum og þeir sem hafa ekið t.d. Holtavörðuheiði nýlega sjá glögglega að það er af nægu að taka því mikill snjór hefur safnast saman á heiðinni í vetur. Ef laxagöngur verða góðar og árið kannski undir meðalári í úrkomu eru allar líkur á góðu vatni í öllum ánum og þar af leiðandi ætlar Veiðivísir að gefa sér það að gott veiðisumar sé í vændum.
Stangveiði Mest lesið Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði