Top Gear þríeykið átti hvort sem er að hætta eftir 3 ár Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2015 10:35 Top Gear þríeykið á góðri stundu. Nú þegar bílaáhugamenn gráta endalok Top Gear þáttanna í þeirri mynd sem þeir hafa notið síðustu ár hefur James May, einn þriggja þáttastjórnandanna, upplýst að síðasti samningur sem þeir gerðu við BBC, sem var til þriggja ára, hafi átt að vera sá síðasti með þríeykinu. Eftir það áttu yngri og ferskari þáttastjórnendur að taka við þættinum. James May hefur samt ekki útilokað endurkomu þeirra þriggja til BBC í ljósi þess að Jeremy Clarkson var ekki rekinn frá BBC, heldur var hann rekinn úr Top Gear þáttunum, að minnsta kosti í bili. Einhver leiði virðist hafa verið kominn upp á meðal þáttastjórnendann þriggja, aðallega hversu mikið var haldið sig við handrit þeirra og sagði May að það besta sem komið hefði fyrir þáttinn undanfarið hafi verið þegar farið var út fyrir handritið. Þá hafi skemmtilegasta efnið verið framleitt. Ef einhverjir eru færir um að fara út fyrir handrit eru það líklega þessir þrír húmoristar og ef til vill væri best að handrit væri sem mest af skornum skammti við framleiðslu þeirra. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent
Nú þegar bílaáhugamenn gráta endalok Top Gear þáttanna í þeirri mynd sem þeir hafa notið síðustu ár hefur James May, einn þriggja þáttastjórnandanna, upplýst að síðasti samningur sem þeir gerðu við BBC, sem var til þriggja ára, hafi átt að vera sá síðasti með þríeykinu. Eftir það áttu yngri og ferskari þáttastjórnendur að taka við þættinum. James May hefur samt ekki útilokað endurkomu þeirra þriggja til BBC í ljósi þess að Jeremy Clarkson var ekki rekinn frá BBC, heldur var hann rekinn úr Top Gear þáttunum, að minnsta kosti í bili. Einhver leiði virðist hafa verið kominn upp á meðal þáttastjórnendann þriggja, aðallega hversu mikið var haldið sig við handrit þeirra og sagði May að það besta sem komið hefði fyrir þáttinn undanfarið hafi verið þegar farið var út fyrir handritið. Þá hafi skemmtilegasta efnið verið framleitt. Ef einhverjir eru færir um að fara út fyrir handrit eru það líklega þessir þrír húmoristar og ef til vill væri best að handrit væri sem mest af skornum skammti við framleiðslu þeirra.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent