101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Karl Lúðvíksson skrifar 28. apríl 2015 10:48 Hörður Hafsteinsson og 101 sjóbirtingurinn úr Húseyjakvísl Mynd: www.veiðimenn.com Veiðin í Húseyjakvísl hefur verið góð í vor þá daga sem hægt er að standa við ánna og meðalþyngdin í ánni fer sífellt hækkandi. Þetta er því að þakka að í ánni var tekin upp skylduslepping (Veitt og Sleppt) á öllum afla og er það greinilega að skila sér því bæði veiðist meira og fiskurinn er stærri en aflabækur áranna áður en þetta fyrirkomulag upp gefa til kynna. Einn er sá vinahópur sem sérstaklega fagnar því að komast í stóra sjóbirtinga en það er félagsskapur sem Veiðivísir hefur sagt reglulega frá. Þeir kalla sig Mokveiðifélagið en eru miklir talsmenn V&S og umgengni þeirra félaga við þau svæði sem þeir veiða er að allra mati til fyrirmyndar. Fyrir nokkrum dögum voru þeir félagar við veiðar í Húseyjakvísl, sem er hluta úr sumri þeirra annað heimili, og er ekki ofsögum sagt að það hafi gengið vel eins og venjulega. Hörður Hafsteinsson, einn meðlima félagsins, landaði meðal annars 101 sm sjóbirting sem er líklega einn stærsti sjóbirtingur vorsins. Það sem gerir þennan sjóbirting merkilegan er önnur skemmtileg staðreynd. Hann var veiddur áður fyrir tveimur árum þá 96 sm og sleppt aftur. Þá var það erlendur veiðimaður sem landaði honum með Stjána Ben leiðsögumanni. Síðan þá hefur fiskurinn vaxið um 5 sm. Í dag er staðan þannig í Húseyjakvísl að það þykir ekkert tiltökumál að setja í 70-80 sm sjóbirtinga en þeir voru orðnir sjaldséðir þar á bæ. Laxinn er sömuleiðis að sýna að V&S hefur sannarlega reynst ánni vel. Það að veiða og sleppa, eða ganga þannig um árnar að þær séu sjálfbærar er að fá meiri og meiri hljómgrunn meðal íslenskra veiðimanna og er svo komið að í flestum náttúrlegu ánum er komin hóflegur kvóti eða V&S. Ár eins og Rangárnar sem eru bornar uppi af sleppingum þurfa síður eða alls ekki að vera stífir á þessu enda er staðan þannig meðal margra veiðimanna í dag að þeir taka alltaf nokkra daga í Rangánum til að ná sér í soðið en veiða engu að síður líka í ánum þar sem V&S er reglan. Stangveiði Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði
Veiðin í Húseyjakvísl hefur verið góð í vor þá daga sem hægt er að standa við ánna og meðalþyngdin í ánni fer sífellt hækkandi. Þetta er því að þakka að í ánni var tekin upp skylduslepping (Veitt og Sleppt) á öllum afla og er það greinilega að skila sér því bæði veiðist meira og fiskurinn er stærri en aflabækur áranna áður en þetta fyrirkomulag upp gefa til kynna. Einn er sá vinahópur sem sérstaklega fagnar því að komast í stóra sjóbirtinga en það er félagsskapur sem Veiðivísir hefur sagt reglulega frá. Þeir kalla sig Mokveiðifélagið en eru miklir talsmenn V&S og umgengni þeirra félaga við þau svæði sem þeir veiða er að allra mati til fyrirmyndar. Fyrir nokkrum dögum voru þeir félagar við veiðar í Húseyjakvísl, sem er hluta úr sumri þeirra annað heimili, og er ekki ofsögum sagt að það hafi gengið vel eins og venjulega. Hörður Hafsteinsson, einn meðlima félagsins, landaði meðal annars 101 sm sjóbirting sem er líklega einn stærsti sjóbirtingur vorsins. Það sem gerir þennan sjóbirting merkilegan er önnur skemmtileg staðreynd. Hann var veiddur áður fyrir tveimur árum þá 96 sm og sleppt aftur. Þá var það erlendur veiðimaður sem landaði honum með Stjána Ben leiðsögumanni. Síðan þá hefur fiskurinn vaxið um 5 sm. Í dag er staðan þannig í Húseyjakvísl að það þykir ekkert tiltökumál að setja í 70-80 sm sjóbirtinga en þeir voru orðnir sjaldséðir þar á bæ. Laxinn er sömuleiðis að sýna að V&S hefur sannarlega reynst ánni vel. Það að veiða og sleppa, eða ganga þannig um árnar að þær séu sjálfbærar er að fá meiri og meiri hljómgrunn meðal íslenskra veiðimanna og er svo komið að í flestum náttúrlegu ánum er komin hóflegur kvóti eða V&S. Ár eins og Rangárnar sem eru bornar uppi af sleppingum þurfa síður eða alls ekki að vera stífir á þessu enda er staðan þannig meðal margra veiðimanna í dag að þeir taka alltaf nokkra daga í Rangánum til að ná sér í soðið en veiða engu að síður líka í ánum þar sem V&S er reglan.
Stangveiði Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði