Sala Volkswagen minnkaði í mars Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 09:20 Afar misjafnt gengi var á hinum ýmsu mörkuðum í sölu Volkswagen bíla. Þrátt fyrir væna aukningu í bílasölu víðast hvar í Evrópu í síðasta mánuði var sala Volkswagen minni en í sama mánuði í fyrra. Volkswagen seldi 558.600 bíla í mars og minnkaði salan um 1% frá 2014. Það sem helst veldur þessari minnkun er snarminnkandi sala í Rússlandi, en einnig í Brasilíu og fleiri löndum S-Ameríku. Í þessum heimshlutum er efnahagsástand bágt og það lýsir sér vel í bílasölu. Í raun gekk Volkswagen vel að selja bíla í stærstum hluta Evrópu í mars, en 5,5% vöxtur var í vesturhluta álfunnar og salan jókst um heil 8,3% í Þýskalandi. Hinsvegar vegur það mikið á móti að salan hrundi um 47% í Rússlandi, 18% í Brasilíu og 9% í Bandaríkjunum. Vega þessir stóru markaðir mikið í heildarsölunni. Á fyrsta ársfjórðungi minnkaði heildarsala Volkswagen um 1,3% og seldi Volkswagen 1,48 milljónir bíla á þessum þremur mánuðum. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent
Þrátt fyrir væna aukningu í bílasölu víðast hvar í Evrópu í síðasta mánuði var sala Volkswagen minni en í sama mánuði í fyrra. Volkswagen seldi 558.600 bíla í mars og minnkaði salan um 1% frá 2014. Það sem helst veldur þessari minnkun er snarminnkandi sala í Rússlandi, en einnig í Brasilíu og fleiri löndum S-Ameríku. Í þessum heimshlutum er efnahagsástand bágt og það lýsir sér vel í bílasölu. Í raun gekk Volkswagen vel að selja bíla í stærstum hluta Evrópu í mars, en 5,5% vöxtur var í vesturhluta álfunnar og salan jókst um heil 8,3% í Þýskalandi. Hinsvegar vegur það mikið á móti að salan hrundi um 47% í Rússlandi, 18% í Brasilíu og 9% í Bandaríkjunum. Vega þessir stóru markaðir mikið í heildarsölunni. Á fyrsta ársfjórðungi minnkaði heildarsala Volkswagen um 1,3% og seldi Volkswagen 1,48 milljónir bíla á þessum þremur mánuðum.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent