Nýr Hyundai i30 frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 10:00 Hyundai i30. Hyundai við Kauptún í Garðabæ frumsýnir nýjan og breyttan Hyundai i30 nk. laugardag, 18. apríl milli kl. 12 og 16. Það sem breyst hefur í i30 er til að mynda endurhannaður framendi með nýju grilli, auk þess sem tíu arma álfelgur og LED skreytingar í þokuljósum er nú staðalbúnaður í Comfort útgáfum i30. Nú eru allar gerðir i30 með upphitað stýri og framsæti og handfrjálsan símabúnað. Auk þess eru sjálfvirk hornljós í aðalljósum staðalbúnaður, en þau kvikna um leið og bílnum er beygt og lýsa ljósin þá inn í það horn sem beygt er í til að auka yfirsýn og öryggi í akstri. Þá er meðal nýjunga tveggja kúplinga 7 þrepa sjálfskipting í Hyundai i30 sem eykur afl- og eldsneytisnýtingu bílsins auk þess að gera hann enn skemmtilegri í akstri. Nýju i30 bílanir eru fáanlegir með 1,4 l bensín- eða dísilvél í Classic útgáfu og 1,6 l bensín- eða dísilvél í Comfort útgáfu. Verð á nýjum Hyundai i30 er frá kr. 3.190.000. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent
Hyundai við Kauptún í Garðabæ frumsýnir nýjan og breyttan Hyundai i30 nk. laugardag, 18. apríl milli kl. 12 og 16. Það sem breyst hefur í i30 er til að mynda endurhannaður framendi með nýju grilli, auk þess sem tíu arma álfelgur og LED skreytingar í þokuljósum er nú staðalbúnaður í Comfort útgáfum i30. Nú eru allar gerðir i30 með upphitað stýri og framsæti og handfrjálsan símabúnað. Auk þess eru sjálfvirk hornljós í aðalljósum staðalbúnaður, en þau kvikna um leið og bílnum er beygt og lýsa ljósin þá inn í það horn sem beygt er í til að auka yfirsýn og öryggi í akstri. Þá er meðal nýjunga tveggja kúplinga 7 þrepa sjálfskipting í Hyundai i30 sem eykur afl- og eldsneytisnýtingu bílsins auk þess að gera hann enn skemmtilegri í akstri. Nýju i30 bílanir eru fáanlegir með 1,4 l bensín- eða dísilvél í Classic útgáfu og 1,6 l bensín- eða dísilvél í Comfort útgáfu. Verð á nýjum Hyundai i30 er frá kr. 3.190.000.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent