Bentley sakar Lincoln um hönnunarstuld Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2015 15:11 Lincoln Continental og Bentley Continental. Lincoln er nú að kynna nýjan Continental bíl á bílasýningunni í New York og hann hefur ekki glatt forsvarsmenn Bentley í Bretlandi. Þeir vilja meina að margt í hönnun þessa nýja bíls eigi skylt við einn bíl Bentley og svo einkennilega vill til að sá bíll er Bentley Continental. Bentley menn vilja meina að öll hönnunin kringum hliðarrúður bílsins séu stolnar og á myndum af bílunum tveimur má sjá að Bentley menn hafa sitthvað til síns máls. Bentley hefur framleitt Continental bíl sinn frá árinu 2002, en Lincoln Continental kom fyrst á markað árið 1939, svo saga Lincoln bílsins spannar reyndar mun lengri tíma. Þessir bílar eru ekki ósvipaðir á stærð og keppa í sama flokki bíla, þ.e. stórra lúxusbíla, þó svo Bentley bíllinn sé mun dýrari og vandaðri. Það er kannski í því ljósi sem Bentley er ekki skemmt. Lincoln er í eigu Ford og Bentley er í eigu Volkswagen. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Ford er vænt um hönnunarstuld en árið 2011 sakaði Aston Martin Ford um að stela útliti grillsins á Aston Martin bílum en Fiesta, Focus og Mondeo bílar Ford eru síðan þá með sláandi líkt grill og bílar Aston Martin. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent
Lincoln er nú að kynna nýjan Continental bíl á bílasýningunni í New York og hann hefur ekki glatt forsvarsmenn Bentley í Bretlandi. Þeir vilja meina að margt í hönnun þessa nýja bíls eigi skylt við einn bíl Bentley og svo einkennilega vill til að sá bíll er Bentley Continental. Bentley menn vilja meina að öll hönnunin kringum hliðarrúður bílsins séu stolnar og á myndum af bílunum tveimur má sjá að Bentley menn hafa sitthvað til síns máls. Bentley hefur framleitt Continental bíl sinn frá árinu 2002, en Lincoln Continental kom fyrst á markað árið 1939, svo saga Lincoln bílsins spannar reyndar mun lengri tíma. Þessir bílar eru ekki ósvipaðir á stærð og keppa í sama flokki bíla, þ.e. stórra lúxusbíla, þó svo Bentley bíllinn sé mun dýrari og vandaðri. Það er kannski í því ljósi sem Bentley er ekki skemmt. Lincoln er í eigu Ford og Bentley er í eigu Volkswagen. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Ford er vænt um hönnunarstuld en árið 2011 sakaði Aston Martin Ford um að stela útliti grillsins á Aston Martin bílum en Fiesta, Focus og Mondeo bílar Ford eru síðan þá með sláandi líkt grill og bílar Aston Martin.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent