Eurovísir: Misstu þrjú kíló í Eurovision í Úkraínu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. mars 2015 15:00 „Fyrst byrjaði ég að lesa þetta en það er ekki til neins góðs að lesa þetta. Það hafa allir skoðanir á manni og bara gjöriði svo vel,“ segir Regína Ósk Eurovisionfari um umtalið um sig þegar hún keppti með Eurobandinu árið 2008 í nýjasta þættinum af Eurovísi. Hún og Logi Bergmann rifjuðu upp umræðuna í kringum atriði Selmu Björnsdóttur þegar hún fór út í seinna skiptið, til Úkraínu árið 2005. „Ég man árið 2005 þegar Selma fór, þá fór ég út, og þá bjuggust menn við miklu en hún ákvað að fara út í skrýtnum rauðum galla,“ segir Logi. „Það var mjög vont en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli en það að tók mikla orku frá hópnum að heyra að það væri umræða heima um það að það væru allir brjálaðir yfir því að hún væri í þessum galla.“ Logi er þó alls ekki á því að gallinn hafi skipt höfuðmáli. Um leið og Selma hafi klárað að flytja lagið sitt hafi verið ljóst að hún myndi ekki ná góðum árangri. „Við erum í salnum þegar hún flytur lagið sem okkur hafði fundist bara fínt og töldum okkur eiga góða möguleika og salurinn var algjörlega dauður. Þá vissum við að þetta yrði vesen,“ segir Logi Bergmann um þegar Selma Björnsdóttir fór út í annað sinn til að taka þátt í Eurovision. Logi og Regína Ósk voru bæði í íslenska hópnum sem fór til Úkraínu árið 2005. Regína Ósk var sjálf á sviðinu þó að fáir muni eftir henni þar. „Ég var í bakröddum þar en það vissi engin, það sér mig enginn. Ég var off-stage. Algjörlega bakrödd,“ segir hún. Aðeins sex mega vera í liðinu og ekki er leyfilegt að bæta við röddum, allt þarf að vera flutt á staðnum. Ferðin er þó eftirminnileg í hugum þeirra Loga og Regínu fyrir fleira en rauða samfestinginn hennar Selmu. „Þetta var rosalega skrýtin ferð. Ekki bara út af þessu. Hótelið var ógeðslegt, maturinn var viðbjóður. Ég held að við höfum öll misst svona þrjú kíló þarna úti,“ segir Regína. Logi bætir við að hann hafi bara borðað McDonalds-hamborgara.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Fleiri fréttir Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Sjá meira
„Fyrst byrjaði ég að lesa þetta en það er ekki til neins góðs að lesa þetta. Það hafa allir skoðanir á manni og bara gjöriði svo vel,“ segir Regína Ósk Eurovisionfari um umtalið um sig þegar hún keppti með Eurobandinu árið 2008 í nýjasta þættinum af Eurovísi. Hún og Logi Bergmann rifjuðu upp umræðuna í kringum atriði Selmu Björnsdóttur þegar hún fór út í seinna skiptið, til Úkraínu árið 2005. „Ég man árið 2005 þegar Selma fór, þá fór ég út, og þá bjuggust menn við miklu en hún ákvað að fara út í skrýtnum rauðum galla,“ segir Logi. „Það var mjög vont en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli en það að tók mikla orku frá hópnum að heyra að það væri umræða heima um það að það væru allir brjálaðir yfir því að hún væri í þessum galla.“ Logi er þó alls ekki á því að gallinn hafi skipt höfuðmáli. Um leið og Selma hafi klárað að flytja lagið sitt hafi verið ljóst að hún myndi ekki ná góðum árangri. „Við erum í salnum þegar hún flytur lagið sem okkur hafði fundist bara fínt og töldum okkur eiga góða möguleika og salurinn var algjörlega dauður. Þá vissum við að þetta yrði vesen,“ segir Logi Bergmann um þegar Selma Björnsdóttir fór út í annað sinn til að taka þátt í Eurovision. Logi og Regína Ósk voru bæði í íslenska hópnum sem fór til Úkraínu árið 2005. Regína Ósk var sjálf á sviðinu þó að fáir muni eftir henni þar. „Ég var í bakröddum þar en það vissi engin, það sér mig enginn. Ég var off-stage. Algjörlega bakrödd,“ segir hún. Aðeins sex mega vera í liðinu og ekki er leyfilegt að bæta við röddum, allt þarf að vera flutt á staðnum. Ferðin er þó eftirminnileg í hugum þeirra Loga og Regínu fyrir fleira en rauða samfestinginn hennar Selmu. „Þetta var rosalega skrýtin ferð. Ekki bara út af þessu. Hótelið var ógeðslegt, maturinn var viðbjóður. Ég held að við höfum öll misst svona þrjú kíló þarna úti,“ segir Regína. Logi bætir við að hann hafi bara borðað McDonalds-hamborgara.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Fleiri fréttir Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Sjá meira