Lewis Hamilton kaupir Ferrari La Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 10:46 Lewis Hamilton brosir nú hringinn á nýja La Ferrari bíl sínum. Lewis Hamilton fagnaði sigrinum í Ástralska Formúlu 1 kappakstrinum með því að kaupa sér Ferrari La Ferrari bíl. Ekki er þar um ódýran bíl að ræða en hann kostar 1,5 milljónir dollara, eða ríflega 200 milljónir króna. Einhverjir hefðu haldið að þar sem Lewis Hamilton ekur fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 þá myndi hann fá sér bíl úr smiðju þeirra og að forsvarsmenn Mercedes Benz væru ekki par hrifnir af þessum kaupum ökuþórsins. Það virðist þó ekki standa í þeim og segjast þeir vera alveg sama um kaup hans á þessum Ferrari bíl, enda þar um að ræða einn öflugasta og hraðskreiðasta bíl sem framleiddur er. Það hæfi slíkum ökumanni. Ferrari La Ferrari er tengiltvinnbíll með aflrás sem samanstendur af öflugri bensínvél og rafmótorum sem samtals skila 963 hestöflum. Hann hefur hámarkshraða yfir 350 km/klst og er sneggri í hundraðið en 3 sekúndur. Af honum verða aðeins smíðuð 499 eintök. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent
Lewis Hamilton fagnaði sigrinum í Ástralska Formúlu 1 kappakstrinum með því að kaupa sér Ferrari La Ferrari bíl. Ekki er þar um ódýran bíl að ræða en hann kostar 1,5 milljónir dollara, eða ríflega 200 milljónir króna. Einhverjir hefðu haldið að þar sem Lewis Hamilton ekur fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 þá myndi hann fá sér bíl úr smiðju þeirra og að forsvarsmenn Mercedes Benz væru ekki par hrifnir af þessum kaupum ökuþórsins. Það virðist þó ekki standa í þeim og segjast þeir vera alveg sama um kaup hans á þessum Ferrari bíl, enda þar um að ræða einn öflugasta og hraðskreiðasta bíl sem framleiddur er. Það hæfi slíkum ökumanni. Ferrari La Ferrari er tengiltvinnbíll með aflrás sem samanstendur af öflugri bensínvél og rafmótorum sem samtals skila 963 hestöflum. Hann hefur hámarkshraða yfir 350 km/klst og er sneggri í hundraðið en 3 sekúndur. Af honum verða aðeins smíðuð 499 eintök.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent