Jeremy Clarkson rekinn í dag? Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 09:07 Rekur BBC Clarkson endanlega í dag? Svo virðist sem dagurinn í dag verði dómsdagur þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear þáttum BBC. Breska dagblaðið The Telegraph greinir frá því í morgun að blaðið hafi heimildir fyrir því að Clarkson verði tilkynnt í dag um endanlega ákvörðun BBC að reka hann úr starfi í kjölfar árásar hans á Oisin Tymon, einn leikstjóra þáttanna. Ef að The Telegraph hefur rétt fyrir sér setur það framtíð Top Gear þáttanna í mikla óvissu. Ekki síst fyrir þær sakir að hinir tveir þáttastjórnendurnir, Richard Hammond og James May hafa sagt að þeir ætli ekki að framleiða þættina áfram án Jeremy Clarkson. BBC hefur að undaförnu reynt að fá Chris Evans, sem vinnur fyrir Radio 2 og er þekktur bílaáhugamaður, í stað Clarkson en svo virðist sem hann hafi lítinn áhuga á því. Sú staðreynd að samningar bæði Hammond og May við BBC eru að renna út getur ekki talist æskileg fyrir BBC því ef BBC rekur Jeremy Clarkson er hætt við því að hinir tveir muni fylgja og þá hafa þeir frítt spila að framleiða bílaþætti fyrir hvaða sjónvarpsstöð sem er. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent
Svo virðist sem dagurinn í dag verði dómsdagur þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear þáttum BBC. Breska dagblaðið The Telegraph greinir frá því í morgun að blaðið hafi heimildir fyrir því að Clarkson verði tilkynnt í dag um endanlega ákvörðun BBC að reka hann úr starfi í kjölfar árásar hans á Oisin Tymon, einn leikstjóra þáttanna. Ef að The Telegraph hefur rétt fyrir sér setur það framtíð Top Gear þáttanna í mikla óvissu. Ekki síst fyrir þær sakir að hinir tveir þáttastjórnendurnir, Richard Hammond og James May hafa sagt að þeir ætli ekki að framleiða þættina áfram án Jeremy Clarkson. BBC hefur að undaförnu reynt að fá Chris Evans, sem vinnur fyrir Radio 2 og er þekktur bílaáhugamaður, í stað Clarkson en svo virðist sem hann hafi lítinn áhuga á því. Sú staðreynd að samningar bæði Hammond og May við BBC eru að renna út getur ekki talist æskileg fyrir BBC því ef BBC rekur Jeremy Clarkson er hætt við því að hinir tveir muni fylgja og þá hafa þeir frítt spila að framleiða bílaþætti fyrir hvaða sjónvarpsstöð sem er.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent