Er Samsung hæfara til smíði rafbíls en Apple? Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2015 14:22 Skildu þessir tveir raftækjaframleiðendur halla sér brátt að smíði bíla? Nú þegar sögur fara af hugsanlegri smíði Apple á rafmagnsbíl hefur verið bent á að ef skoðuð eru einkaleyfi sem tengjast tækni í bíla þá hefur Samsung skráð mun fleiri slík en Apple. Apple er skráð fyrir 275 einkaleyfum er tengjast bílum en Samsung 3.094. Mörg þessara leyfa Samsung tengjast rafhlöðum, sem bæði geta nýst við smíði síma, annarra raftækja og rafmagnsbíla. Apple hefur skráð afar fá leyfi er tengjast rafhlöðum og því er ef til vill ekkert skrítið að Apple hafi nálgast Tesla varðandi rafhlöður. Einnig hefur heyrst af hugsanlegum kaupum Apple á Tesla, en engar slíkar fréttir hafa verið staðfestar. Þegar skoðuð voru 5.036 einkaleyfi sem fyrirtækin Samsung, Apple, Google, Tesla og Uber hafa skráð og tengjast bílum sést að Samsung á 61% þeirra, eða 3.094. Því ætti Samsung að standa betur að vígi en Apple ef áhugi væri fyrir því að smíða bíla, og þá helst rafmagnsbíla. Tækni Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent
Nú þegar sögur fara af hugsanlegri smíði Apple á rafmagnsbíl hefur verið bent á að ef skoðuð eru einkaleyfi sem tengjast tækni í bíla þá hefur Samsung skráð mun fleiri slík en Apple. Apple er skráð fyrir 275 einkaleyfum er tengjast bílum en Samsung 3.094. Mörg þessara leyfa Samsung tengjast rafhlöðum, sem bæði geta nýst við smíði síma, annarra raftækja og rafmagnsbíla. Apple hefur skráð afar fá leyfi er tengjast rafhlöðum og því er ef til vill ekkert skrítið að Apple hafi nálgast Tesla varðandi rafhlöður. Einnig hefur heyrst af hugsanlegum kaupum Apple á Tesla, en engar slíkar fréttir hafa verið staðfestar. Þegar skoðuð voru 5.036 einkaleyfi sem fyrirtækin Samsung, Apple, Google, Tesla og Uber hafa skráð og tengjast bílum sést að Samsung á 61% þeirra, eða 3.094. Því ætti Samsung að standa betur að vígi en Apple ef áhugi væri fyrir því að smíða bíla, og þá helst rafmagnsbíla.
Tækni Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent