Toyota nær sér niðri á veðurfréttamönnum Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2015 10:54 Slæmt veður í Evrópu í vetur hefur ekki farið framhjá neinum og oftsinnis hefur það reyndar gerst að afar slæmt veður hefur skollið á þrátt fyrir spá um annað. Í auglýsingaherferð Toyota á Aygo X-Wave sem útbúinn er opnanlegu þaki, ákvað Toyota að ná sér niðri á nokkrum veðurfréttamönnum í Evrópu. Toyota lánaði þeim Aygo X-Wave bíl í einn mánuð og bílarnir voru þannig útbúnir að ef spáð var góðu veðri opnaðist þak bílsins en var lokað þá daga sem spáin var slæm. Ekki var að spyrja að því að spár veðurfréttamannanna var stundum langt frá því að vera rétt og fengu þeir aldeilis að finna fyrir því og þurftu oftsinnis að aka bílunum með opið þakið í rigningu og jafnvel snjókomu. Myndskeiðið sem fylgir sýnir hvernig þetta virkaði og fyrir þá sem skemmt geta sér yfir röngum spám veðurfréttamanna er það reyndar mjög skondið. Bílar video Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent
Slæmt veður í Evrópu í vetur hefur ekki farið framhjá neinum og oftsinnis hefur það reyndar gerst að afar slæmt veður hefur skollið á þrátt fyrir spá um annað. Í auglýsingaherferð Toyota á Aygo X-Wave sem útbúinn er opnanlegu þaki, ákvað Toyota að ná sér niðri á nokkrum veðurfréttamönnum í Evrópu. Toyota lánaði þeim Aygo X-Wave bíl í einn mánuð og bílarnir voru þannig útbúnir að ef spáð var góðu veðri opnaðist þak bílsins en var lokað þá daga sem spáin var slæm. Ekki var að spyrja að því að spár veðurfréttamannanna var stundum langt frá því að vera rétt og fengu þeir aldeilis að finna fyrir því og þurftu oftsinnis að aka bílunum með opið þakið í rigningu og jafnvel snjókomu. Myndskeiðið sem fylgir sýnir hvernig þetta virkaði og fyrir þá sem skemmt geta sér yfir röngum spám veðurfréttamanna er það reyndar mjög skondið.
Bílar video Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent