Sölu Chrysler og Lancia bíla hætt í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 10:52 Lancia Ypsilon. Fiat, eigandi Chrysler og Lancia, hefur ákveðið að hætta sölu bíla frá báðum merkjunum í Bretlandi og einbeita sér þess í stað að Jeep bílum þar. Fiat Chrysler Automobiles (FCA) hefur haft bílana Chrysler 300C og Voyager, auk Lancia Delta og Ypsilon í Bretlandi en sala þeirra hefur verið dræm. Sala þessara bíla minnkaði í fyrra um 21% og endaði aðeins í 1.982 seldum bílum. Langflestir þeirra voru Lancia Ypsilon. FCA áætlar að selja 10.000 Jeep bíla í Bretlandi í ár, en sala Jeep bíla þar tók risastökk í fyrra og óx um 75%. Sergio Marchionne forstjóri FCA segir reyndar að Lancia bílar verði teknir úr sölu í öllum löndum Evrópu nema í heimalandinu Ítalíu. Lancia seldi 61.483 Ypsilon bíla í fyrra og voru langflestir þeirra seldir á Ítalíu. Það er því ekki bjart yfir Lancia merkinu um þessar mundir. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent
Fiat, eigandi Chrysler og Lancia, hefur ákveðið að hætta sölu bíla frá báðum merkjunum í Bretlandi og einbeita sér þess í stað að Jeep bílum þar. Fiat Chrysler Automobiles (FCA) hefur haft bílana Chrysler 300C og Voyager, auk Lancia Delta og Ypsilon í Bretlandi en sala þeirra hefur verið dræm. Sala þessara bíla minnkaði í fyrra um 21% og endaði aðeins í 1.982 seldum bílum. Langflestir þeirra voru Lancia Ypsilon. FCA áætlar að selja 10.000 Jeep bíla í Bretlandi í ár, en sala Jeep bíla þar tók risastökk í fyrra og óx um 75%. Sergio Marchionne forstjóri FCA segir reyndar að Lancia bílar verði teknir úr sölu í öllum löndum Evrópu nema í heimalandinu Ítalíu. Lancia seldi 61.483 Ypsilon bíla í fyrra og voru langflestir þeirra seldir á Ítalíu. Það er því ekki bjart yfir Lancia merkinu um þessar mundir.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent