800 miðar á Bræðsluna seldust upp á nokkrum mínútum Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2015 10:37 Hljómsveitin Mammút á Bræðslunni í fyrra. Vísir/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir Miðasala fyrir tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgfirði eystra hófst í gær og má segja að það sé mikill áhugi fyrir henni í ár. Átta hundruð miðar seldust upp á nokkrum mínútum. Heiðar Ásgeirsson er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar en hann segir hátíðina eiga sér tryggan kúnnahóp sem er í startholunum á hverju ári fyrir miðasöluna til að endurupplifa stemninguna. Einhverjir gætu metið það svo að eftirspurnin á hátíðina sé svo mikil að aðstandendur hennar þurfi að íhuga að auka framboð á miðum en Heiðar segir ekki vilja til þess. „Við getum ekki og viljum ekki fjölga miðunum því húsið og samfélagið bjóða ekki upp á fleiri gesti. Við viljum að fólk upplifi þarna skemmtilega helgi, það er það sem vakir fyrir okkur, segir Heiðar en þó nokkuð margir leggja leið sína til Borgarfjarðar þó svo að þeir séu ekki með miða á hátíðina. „Það er þó nokkuð mikið af fólki sem kemur bara til að upplifa stemninguna og vera með. Kannski einn í fjölskyldunni eða vinahópnum sem á miða og þeir koma saman og upplifa góða helgi. Það er mikil stemning þarna í kring og alveg hægt að segja að rúmlega annað eins sé þarna af gestum sem ekki eru með miða.“ Bræðslan var fyrst haldin árið 2005 og komu þá fram Emilíana Torrini og Magni Ásgeirsson en síðan þá hefur henni vaxið fiskur um hrygg og varð ákveðin sprenging í fjölda gesta þegar Damien Rice kom fram á hátíðinni árið 2008 og hefur aðsóknin haldist stöðug síðan að sögn Heiðars. Hátíðin í ár verður haldin 25. júlí og koma fram hljómsveitirnar Valdimar, Ensími, Prins Pólí, Bubbi og Dimma, Prins Póló og Lára Rúnars. Tónlist Tengdar fréttir Bræðslan haldin í tíunda sinn Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfirði eystra 26. júlí. Þar kemur Emilíana Torrini meðal annars fram. 9. apríl 2014 09:30 Brjálæðisleg Bræðsla Mikil hátíðarhöld fara fram á Borgarfirði eystra um helgina þegar að Bræðslan fer þar fram í tíunda skiptið. Bræðslustjórinn Magni er miklu meira en spenntur. 25. júlí 2014 11:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Miðasala fyrir tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgfirði eystra hófst í gær og má segja að það sé mikill áhugi fyrir henni í ár. Átta hundruð miðar seldust upp á nokkrum mínútum. Heiðar Ásgeirsson er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar en hann segir hátíðina eiga sér tryggan kúnnahóp sem er í startholunum á hverju ári fyrir miðasöluna til að endurupplifa stemninguna. Einhverjir gætu metið það svo að eftirspurnin á hátíðina sé svo mikil að aðstandendur hennar þurfi að íhuga að auka framboð á miðum en Heiðar segir ekki vilja til þess. „Við getum ekki og viljum ekki fjölga miðunum því húsið og samfélagið bjóða ekki upp á fleiri gesti. Við viljum að fólk upplifi þarna skemmtilega helgi, það er það sem vakir fyrir okkur, segir Heiðar en þó nokkuð margir leggja leið sína til Borgarfjarðar þó svo að þeir séu ekki með miða á hátíðina. „Það er þó nokkuð mikið af fólki sem kemur bara til að upplifa stemninguna og vera með. Kannski einn í fjölskyldunni eða vinahópnum sem á miða og þeir koma saman og upplifa góða helgi. Það er mikil stemning þarna í kring og alveg hægt að segja að rúmlega annað eins sé þarna af gestum sem ekki eru með miða.“ Bræðslan var fyrst haldin árið 2005 og komu þá fram Emilíana Torrini og Magni Ásgeirsson en síðan þá hefur henni vaxið fiskur um hrygg og varð ákveðin sprenging í fjölda gesta þegar Damien Rice kom fram á hátíðinni árið 2008 og hefur aðsóknin haldist stöðug síðan að sögn Heiðars. Hátíðin í ár verður haldin 25. júlí og koma fram hljómsveitirnar Valdimar, Ensími, Prins Pólí, Bubbi og Dimma, Prins Póló og Lára Rúnars.
Tónlist Tengdar fréttir Bræðslan haldin í tíunda sinn Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfirði eystra 26. júlí. Þar kemur Emilíana Torrini meðal annars fram. 9. apríl 2014 09:30 Brjálæðisleg Bræðsla Mikil hátíðarhöld fara fram á Borgarfirði eystra um helgina þegar að Bræðslan fer þar fram í tíunda skiptið. Bræðslustjórinn Magni er miklu meira en spenntur. 25. júlí 2014 11:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bræðslan haldin í tíunda sinn Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfirði eystra 26. júlí. Þar kemur Emilíana Torrini meðal annars fram. 9. apríl 2014 09:30
Brjálæðisleg Bræðsla Mikil hátíðarhöld fara fram á Borgarfirði eystra um helgina þegar að Bræðslan fer þar fram í tíunda skiptið. Bræðslustjórinn Magni er miklu meira en spenntur. 25. júlí 2014 11:30