Smíði draumalestar Elon Musk hafin Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2015 09:32 Hyperloop lestin. Elon Musk forstjóri Tesla er ekki einhamur maður og hann hefur fleira á prjónunum en smíði bíla. Musk er einnig hugmyndasmiður „Hyperloop“-lestarinnar, en hún svífur í röri og fer ógnarhratt á milli staða. Nú hefur verið ákveðið að smíða um 8 kílómetra bút af lest af þessu tagi í Quay Valley, sem er mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Það er Hyperloop Transportation Technologies (HTT) sem sér um smíði hennar, en þar hefur Elon Musk lítil tök. Smíði hennar er ekki bara í tilraunaskyni, heldur á hún að þjóna íbúum á þessu svæði og í framtíðinni má við hana bæta í báðar áttir. Kostnaðurinn við smíði hennar er 13,2 milljarðar króna. Ef slík lest yrði smíðuð á milli Los Angeles og San Francisco myndi það kosta 800 og 1.300 milljarðar króna. Hún á að geta ferðast á 962 km hraða, eða á svipaðri ferð og venjulegr farþegaþotur. Því gæti skilað fólki á milli borganna á um hálftíma, vegna þess ógnarhraða sem hún nær. Þessi stutti bútur sem smíðaður verður nú hamlar að lestin nái þessum mikla hraða, en til þess þarf lengri vegalengd. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent
Elon Musk forstjóri Tesla er ekki einhamur maður og hann hefur fleira á prjónunum en smíði bíla. Musk er einnig hugmyndasmiður „Hyperloop“-lestarinnar, en hún svífur í röri og fer ógnarhratt á milli staða. Nú hefur verið ákveðið að smíða um 8 kílómetra bút af lest af þessu tagi í Quay Valley, sem er mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Það er Hyperloop Transportation Technologies (HTT) sem sér um smíði hennar, en þar hefur Elon Musk lítil tök. Smíði hennar er ekki bara í tilraunaskyni, heldur á hún að þjóna íbúum á þessu svæði og í framtíðinni má við hana bæta í báðar áttir. Kostnaðurinn við smíði hennar er 13,2 milljarðar króna. Ef slík lest yrði smíðuð á milli Los Angeles og San Francisco myndi það kosta 800 og 1.300 milljarðar króna. Hún á að geta ferðast á 962 km hraða, eða á svipaðri ferð og venjulegr farþegaþotur. Því gæti skilað fólki á milli borganna á um hálftíma, vegna þess ógnarhraða sem hún nær. Þessi stutti bútur sem smíðaður verður nú hamlar að lestin nái þessum mikla hraða, en til þess þarf lengri vegalengd.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent