500.000 Toyota Corolla á 4 árum Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 14:45 Tilbúin Toyota Corolla í Blue Springs. Toyota Corolla hélt titlinum mest seldi bíll heims til margra ára og í dag er hann framleiddur í mörgum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku, Tyrklandi, Pakistan, Kína, Taiwan og í Tælandi. Í Bandaríkjunum er Corolla nú framleidd í Blue Springs í Mississippi fylki og þar hefur bílinn verið framleiddur frá árinu 2011, en þar áður í Kaliforníu. Á þeim tæplega 4 árum sem hann hefur verið framleiddur þar hefur verksmiðjan nú skilað frá sér 500.000 eintökum af bílnum og var því fagnað í síðasta mánuði. Í fyrra framleiddi verksmiðjan í Blue Springs 180.000 Corolla bíla, en í verksmiðjunni starfa 2.000 manns. Alls hafa verið seldir 10 milljón Toyota Corolla bíla í Bandaríkjunum frá upphafi, en sala hans hófst árið 1968. Toyota hefur alls framleitt 21 milljón Toyota bíla í Bandaríkjunum frá því fyrsta verksmiðja Toyota var opnuð þar vestanhafs. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent
Toyota Corolla hélt titlinum mest seldi bíll heims til margra ára og í dag er hann framleiddur í mörgum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku, Tyrklandi, Pakistan, Kína, Taiwan og í Tælandi. Í Bandaríkjunum er Corolla nú framleidd í Blue Springs í Mississippi fylki og þar hefur bílinn verið framleiddur frá árinu 2011, en þar áður í Kaliforníu. Á þeim tæplega 4 árum sem hann hefur verið framleiddur þar hefur verksmiðjan nú skilað frá sér 500.000 eintökum af bílnum og var því fagnað í síðasta mánuði. Í fyrra framleiddi verksmiðjan í Blue Springs 180.000 Corolla bíla, en í verksmiðjunni starfa 2.000 manns. Alls hafa verið seldir 10 milljón Toyota Corolla bíla í Bandaríkjunum frá upphafi, en sala hans hófst árið 1968. Toyota hefur alls framleitt 21 milljón Toyota bíla í Bandaríkjunum frá því fyrsta verksmiðja Toyota var opnuð þar vestanhafs.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent