Honda Civic Type R nær Nürburgring metinu Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2015 15:02 Honda Civic Type R í Genf. Sífellt er verið að bæta brautarmet smárra framhjóladrifinna kraftabíla á þýsku kappakstursbrautinni Nürburgring. Fyrir skömmu náðist besti tími slíkra bíla, 7:50,63 mínútur og var það gert á hinum nýja Honda Civic Type R bíl. Metið áður átti Seat Leon Cupra en hefur Honda nú slegið það um 8 sekúndur. Honda lofaði því fyrir nokkru að þessi bíll myndi ná metinu frá Seat bílnum og hefur nú staðið við loforðið. Honda Civic Type R er einmitt verið að kynna heimsbyggðinni á bílasýningunni í Genf sem nú er nýhafin. Núna hefur Honda kreist út 306 hestöfl úr þeirri 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu, sem undir húddi hans er og skilar það honum á 5,7 sekúndum í hundrað kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er 269 km/klst. Nýi Civic Type R er með Brembo bremsur, sportsæti með rúskinnsáklæði og fjöðrunarkerfi sem aðlagar sig aðstæðum. Vindmótsstaða bílsins hefur minnkað og aukið flæði lofts er til kælingar á vélinni og veitir víst ekki af. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent
Sífellt er verið að bæta brautarmet smárra framhjóladrifinna kraftabíla á þýsku kappakstursbrautinni Nürburgring. Fyrir skömmu náðist besti tími slíkra bíla, 7:50,63 mínútur og var það gert á hinum nýja Honda Civic Type R bíl. Metið áður átti Seat Leon Cupra en hefur Honda nú slegið það um 8 sekúndur. Honda lofaði því fyrir nokkru að þessi bíll myndi ná metinu frá Seat bílnum og hefur nú staðið við loforðið. Honda Civic Type R er einmitt verið að kynna heimsbyggðinni á bílasýningunni í Genf sem nú er nýhafin. Núna hefur Honda kreist út 306 hestöfl úr þeirri 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu, sem undir húddi hans er og skilar það honum á 5,7 sekúndum í hundrað kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er 269 km/klst. Nýi Civic Type R er með Brembo bremsur, sportsæti með rúskinnsáklæði og fjöðrunarkerfi sem aðlagar sig aðstæðum. Vindmótsstaða bílsins hefur minnkað og aukið flæði lofts er til kælingar á vélinni og veitir víst ekki af.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent