Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. febrúar 2015 11:41 Eiríkur segir að Salka Sól hafi ekki verið í viðtali í Séð og Heyrt, bara prýtt forsíðuna. Eiríkur Jónsson, ritsstjóri Séð og Heyrt kallaði Sölku Sól Eyfeld, sjónvarpsstjörnu og söngkonu Amabadama, Séð og Heyrt stúlku í útvapsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var Eiríkur mættur til þess að ræða fréttir vikunnar og fór sérstaklega yfir deilumál sitt og Sölku Sólar, sem var ósátt við að vera á forsíðu Séð og Heyrt þegar hún hafði neitað blaðinu um viðtal. „Salka Sól er manneskja sem skýtur upp kollinum. Hún er dægurstjarna. Hún er á flatskjánum heima að minnsta kosti fjórum sinnum hvert kvöld að rappa Eurovision-texta. Og ég náttúrulega segi, hvað er þetta eiginlega. Það er allt í lagi að sjá þetta einu sinni. Ég er búinn sjá þetta sautján sinnum. Hvað er hún að rappa þetta ennþá? Hún er dáldið góð og ég segi, þetta er nú einhver stjarna, þetta er einhver Séð og Heyrt stúlka.“ Eiríkur segist hafa beðið blaðamann Séð og Heyrt að hringja í Sölku Sól og biðja um myndir af henni. Salka Sól baðst undan viðtali og umfjöllun í blaðinu því henni fannst hún svo mikið í umræðunni. Eiríkur tók þá fram fyrir hendurnar á blaðamanninum sem hringdi í Sölku Sól og talaði sjálfur við hana. Eiríkur spurði hana út í ættartengsl hennar og Péturs Eyfeld, sem rekur verslunina P. Eyfeld og selur stúdentshúfur í Kópavogi, áður á Laugarvegi. Eiríkur segir frá því að hann hafi tekið viðtal við Pétur og hafi viljað tengja Sölku Sól við greinina, „af því að hún er af stúdentshúfuættinni," segir Eiríkur.Sjá einnig: Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Hann er ósáttur með bakmola á baksíðu Fréttablaðsins í morgun, þar sem sagt er frá því að Salka Sól hafi sagst vera göbbuð í viðtal í Séð og Heyrt. „Ég var ekkert að plata hana í viðtal," segir Eiríkur og bætir við: „Þetta er ekkert viðtal við hana." Hann viðurkennir þó síðar í Bítinu að Salka hafi vissulega svarað spurningum um ættartengsl sín og Péturs Eyfeld verslunarrekanda. Þegar Eiríki er bent á að Salka Sól prýði forsíðuna og að hann hafi notað mynd af henni við frétt um frænda hennar segir hann: „Þetta er konan sem er inni í stofunni hjá okkur öllum, öll kvöld. Fréttin er um það. Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er."Sjá einnig:Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur gagnrýnir Fréttablaðið að hafa ekki haft staðreynir á hreinu þegar rætt var við Sölku Sól, en viðurkennir samt að haft hafi verið eftir henni í blaðinu, eftir að hún hafi neitað að ræða við Séð og Heyrt. Hér að neðan má hlusta á innslagið úr Bítinu þar sem Eiríkur Jónsson ræðir fréttir vikunnar og þar á meðal Sölku Sól. Eurovision Tengdar fréttir Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10 Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sjá meira
Eiríkur Jónsson, ritsstjóri Séð og Heyrt kallaði Sölku Sól Eyfeld, sjónvarpsstjörnu og söngkonu Amabadama, Séð og Heyrt stúlku í útvapsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var Eiríkur mættur til þess að ræða fréttir vikunnar og fór sérstaklega yfir deilumál sitt og Sölku Sólar, sem var ósátt við að vera á forsíðu Séð og Heyrt þegar hún hafði neitað blaðinu um viðtal. „Salka Sól er manneskja sem skýtur upp kollinum. Hún er dægurstjarna. Hún er á flatskjánum heima að minnsta kosti fjórum sinnum hvert kvöld að rappa Eurovision-texta. Og ég náttúrulega segi, hvað er þetta eiginlega. Það er allt í lagi að sjá þetta einu sinni. Ég er búinn sjá þetta sautján sinnum. Hvað er hún að rappa þetta ennþá? Hún er dáldið góð og ég segi, þetta er nú einhver stjarna, þetta er einhver Séð og Heyrt stúlka.“ Eiríkur segist hafa beðið blaðamann Séð og Heyrt að hringja í Sölku Sól og biðja um myndir af henni. Salka Sól baðst undan viðtali og umfjöllun í blaðinu því henni fannst hún svo mikið í umræðunni. Eiríkur tók þá fram fyrir hendurnar á blaðamanninum sem hringdi í Sölku Sól og talaði sjálfur við hana. Eiríkur spurði hana út í ættartengsl hennar og Péturs Eyfeld, sem rekur verslunina P. Eyfeld og selur stúdentshúfur í Kópavogi, áður á Laugarvegi. Eiríkur segir frá því að hann hafi tekið viðtal við Pétur og hafi viljað tengja Sölku Sól við greinina, „af því að hún er af stúdentshúfuættinni," segir Eiríkur.Sjá einnig: Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Hann er ósáttur með bakmola á baksíðu Fréttablaðsins í morgun, þar sem sagt er frá því að Salka Sól hafi sagst vera göbbuð í viðtal í Séð og Heyrt. „Ég var ekkert að plata hana í viðtal," segir Eiríkur og bætir við: „Þetta er ekkert viðtal við hana." Hann viðurkennir þó síðar í Bítinu að Salka hafi vissulega svarað spurningum um ættartengsl sín og Péturs Eyfeld verslunarrekanda. Þegar Eiríki er bent á að Salka Sól prýði forsíðuna og að hann hafi notað mynd af henni við frétt um frænda hennar segir hann: „Þetta er konan sem er inni í stofunni hjá okkur öllum, öll kvöld. Fréttin er um það. Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er."Sjá einnig:Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur gagnrýnir Fréttablaðið að hafa ekki haft staðreynir á hreinu þegar rætt var við Sölku Sól, en viðurkennir samt að haft hafi verið eftir henni í blaðinu, eftir að hún hafi neitað að ræða við Séð og Heyrt. Hér að neðan má hlusta á innslagið úr Bítinu þar sem Eiríkur Jónsson ræðir fréttir vikunnar og þar á meðal Sölku Sól.
Eurovision Tengdar fréttir Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10 Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52 Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sjá meira
Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10
Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52