Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áfram Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2015 15:53 Thomas Lundin segir að atriðið hafi minnt á sigurlag Dana frá 2013. Hann segist þó ekki viss um að það sé af hinu góða. Vísir/Þórdís Inga/Jonas Norén Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segist í samtali við Vísi sannfærður um að Ísland komist áfram á undanúrslitakvöldi Eurovision í Vínarborg í maí. Hann segist einnig þora að lofa því að Ísland muni ekki standa uppi sem sigurvegari keppninnar. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir að þrátt fyrir að hann telji að Íslendingar eigi ekki möguleika á sigri þá þýði það ekki að honum þyki lagið Unbroken vera slæmt. „Mér finnst lagið vera nútímalegt og klassískt á sama tíma. Með sterkara viðlagi hefði það getað farið hvað langt sem er. Ég er þó viss um að lagið komist upp úr undanúrslitum.“ Hann segir Maríu Ólafsdóttur vera með stórkostlega rödd og að hún hafi staðið sig mjög vel á sviðinu síðastliðinn laugardag. „Eitthvað í flutningnum á sviðinu fékk mig til að hugsa um framlag Danmerkur sem vann keppnina árið 2013. Ég veit þó ekki hvort það sé af hinu góða. Ég hefði frekar veðjað á sviðsframkomu sem sé meira 2015, það er sleppa söguþemanu.“ Thomas segir að af þeim lögum sem þegar sé ljóst að taki þátt í Vínarborg í maí þá sé hann enn ekki með neitt uppáhaldslag. „Framlag Íslands er þó með þeim allra bestu enn sem komið er. Persónulega fannst mér íslenska lagið betra þegar það var flutt á íslensku, sem er jú fallegasta tungumál þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision. Annars hugsa ég að ítalska lagið verði sterkt í ár. Hljómsveitin sem mun flytja þeirra framlag er mjög góð. Ég vona bara að þeir finni gott lag fyrir þá til að flytja.“ Vísir átti að skila bestu kveðjum til allra vina Thomas hér á landi. Eurovision Tengdar fréttir María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segist í samtali við Vísi sannfærður um að Ísland komist áfram á undanúrslitakvöldi Eurovision í Vínarborg í maí. Hann segist einnig þora að lofa því að Ísland muni ekki standa uppi sem sigurvegari keppninnar. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir að þrátt fyrir að hann telji að Íslendingar eigi ekki möguleika á sigri þá þýði það ekki að honum þyki lagið Unbroken vera slæmt. „Mér finnst lagið vera nútímalegt og klassískt á sama tíma. Með sterkara viðlagi hefði það getað farið hvað langt sem er. Ég er þó viss um að lagið komist upp úr undanúrslitum.“ Hann segir Maríu Ólafsdóttur vera með stórkostlega rödd og að hún hafi staðið sig mjög vel á sviðinu síðastliðinn laugardag. „Eitthvað í flutningnum á sviðinu fékk mig til að hugsa um framlag Danmerkur sem vann keppnina árið 2013. Ég veit þó ekki hvort það sé af hinu góða. Ég hefði frekar veðjað á sviðsframkomu sem sé meira 2015, það er sleppa söguþemanu.“ Thomas segir að af þeim lögum sem þegar sé ljóst að taki þátt í Vínarborg í maí þá sé hann enn ekki með neitt uppáhaldslag. „Framlag Íslands er þó með þeim allra bestu enn sem komið er. Persónulega fannst mér íslenska lagið betra þegar það var flutt á íslensku, sem er jú fallegasta tungumál þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision. Annars hugsa ég að ítalska lagið verði sterkt í ár. Hljómsveitin sem mun flytja þeirra framlag er mjög góð. Ég vona bara að þeir finni gott lag fyrir þá til að flytja.“ Vísir átti að skila bestu kveðjum til allra vina Thomas hér á landi.
Eurovision Tengdar fréttir María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Sjá meira
María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00
Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59
Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30