Talið víst að Jóhann hreppi Óskarinn Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2015 11:01 Ef að líkum lætur hreppir Jóhann Jóhannsson Óskarinn að kvöldi sunnudags. Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram á sunnudagskvöld og æsast leikar; Íslendingar eiga nefnilega sinn fulltrúa sem er tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina í myndinni Therory of Everything sem byggð er á ævi vísindamannsins Stephen Hawking. Ef rýnt er í veðmálastuðla eins og þeir birtast á Betsson telja flestir að hann hreppi hnossið. Stuðullinn á hann er 1,45, sem þýðir einfaldlega að vilji einhver veðja 1000 krónum á að Jóhann vinni fær sá 1,450 krónur til baka. Það stefnir í einvígi milli hans og Alexandre Desplat sem á tónlistina í The Grand Budapest Hótel. Desplat er með stuðulinn 2,10. Aðrir koma vart til álita.Jóhann hlýtur að teljast sigurstranglegur. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin í janúar, fyrstur Íslendinga, en sú hátíð og verðlaunaafhendingar þar þykja góð vísbending um hvernig fer með sigur á Óskarshátíðinni. En, þá ber til þess að líta að Jóhann fór tómhentur heim frá BAFTA-kvikmyndahátíðinni, þá var það Desplat sem hafði sigur. Vongóðir Íslendingar hljóta hins vegar að horfa til þess að sex af síðustu sjö sem höfðu sigur á Golden Globe unnu einnig Óskarinn. Og þá má geta þess að ein helsta og virtasta vefsíða á sviði kvikmynda, Indiewire, telur Jóhann sigurstranglegan.Fróðlegt er að skoða hvernig fólk kýs að haga veðmálum sínum. Þannig er talið víst að Birdman verði kosin besta myndin (1,48). Aðeins Boyhood (2,50) getur, samkvæmt þessu, veitt henni keppni. Stuðullinn á Selmu er fáránlega hár, eða 125, sem þýðir að þeir sem leggja undir telja nánast útilokað að hún verði fyrir valinu. Eddie Redmayne í The Theory of Everything) þykir langlíklegastur sem besti leikari í aðalhlutverki (1,22) og þá telst nánast öruggt (1,01) að Julianne More í Still Alice fái Óskar sem besta leikkonan í aðalhlutverki. J.K. Simmons í Whiplash (1,01) fær verðlaunin sem besti karl í aukahlutverki og Patricia Arquette í Boyhood(1,01) sem leikkona í aukahlutverki. Það verður hins vegar leikstjórinn Alejandro Gonzales Inarritu (1,45) sem fær Óskarinn – ef marka má þá sem eru til í að hætta fé sínu í veðmál þar að lútandi. Golden Globes Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram á sunnudagskvöld og æsast leikar; Íslendingar eiga nefnilega sinn fulltrúa sem er tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina í myndinni Therory of Everything sem byggð er á ævi vísindamannsins Stephen Hawking. Ef rýnt er í veðmálastuðla eins og þeir birtast á Betsson telja flestir að hann hreppi hnossið. Stuðullinn á hann er 1,45, sem þýðir einfaldlega að vilji einhver veðja 1000 krónum á að Jóhann vinni fær sá 1,450 krónur til baka. Það stefnir í einvígi milli hans og Alexandre Desplat sem á tónlistina í The Grand Budapest Hótel. Desplat er með stuðulinn 2,10. Aðrir koma vart til álita.Jóhann hlýtur að teljast sigurstranglegur. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin í janúar, fyrstur Íslendinga, en sú hátíð og verðlaunaafhendingar þar þykja góð vísbending um hvernig fer með sigur á Óskarshátíðinni. En, þá ber til þess að líta að Jóhann fór tómhentur heim frá BAFTA-kvikmyndahátíðinni, þá var það Desplat sem hafði sigur. Vongóðir Íslendingar hljóta hins vegar að horfa til þess að sex af síðustu sjö sem höfðu sigur á Golden Globe unnu einnig Óskarinn. Og þá má geta þess að ein helsta og virtasta vefsíða á sviði kvikmynda, Indiewire, telur Jóhann sigurstranglegan.Fróðlegt er að skoða hvernig fólk kýs að haga veðmálum sínum. Þannig er talið víst að Birdman verði kosin besta myndin (1,48). Aðeins Boyhood (2,50) getur, samkvæmt þessu, veitt henni keppni. Stuðullinn á Selmu er fáránlega hár, eða 125, sem þýðir að þeir sem leggja undir telja nánast útilokað að hún verði fyrir valinu. Eddie Redmayne í The Theory of Everything) þykir langlíklegastur sem besti leikari í aðalhlutverki (1,22) og þá telst nánast öruggt (1,01) að Julianne More í Still Alice fái Óskar sem besta leikkonan í aðalhlutverki. J.K. Simmons í Whiplash (1,01) fær verðlaunin sem besti karl í aukahlutverki og Patricia Arquette í Boyhood(1,01) sem leikkona í aukahlutverki. Það verður hins vegar leikstjórinn Alejandro Gonzales Inarritu (1,45) sem fær Óskarinn – ef marka má þá sem eru til í að hætta fé sínu í veðmál þar að lútandi.
Golden Globes Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira