Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Karl Lúðvíksson skrifar 6. febrúar 2015 10:41 Síðsumars sjóbleikjur úr Víðidalsá Fyrir nokkrum dögum barst mér tölvupóstur frá ungum veiðimanni sem er að taka sín fyrstu skref í veiðinni og hugur hans liggur í að komast í almennilega sjóbleikju. Þessi ágæti lesandi viðurkenndi strax að vita lítið sem ekkert um þessi helstu veiðisvæði sjóbleikjunnar og það litla sem hann vissi var hann búinn að finna á vefnum. Sjóbleikju er víða að finna á Íslandi en í mismiklu magni þó. Á suðurlandi er bleikja t.d. í Soginu og sum árin getur verið gífurlega mikið af henni. Á svipuðum slóðum má nefna Varmá, svo koma stundum hraustlegar göngur í Stóru Laxá og það eru fleiri ár sem bleikjan gengur á suðurlandi en eins og áður segir í mismiklu magni og það getur sveiflast mikið á milli ára. Hraunsfjörður er mjög skemmtilegt svæði og getur gefið vel en það þarf þolinmæði til að kynnast því svæði. Inní Dölum gengur bleikja í flestar sprænur og ár og heldur sig mest neðarlega í þeim. Hítará átti einu sinni sterkan sjóbleikjustofn en hann hefur eiginlega alveg horfið. Gósenlandið tekur svo við þegar komið er yfir Holtavörðuheiði en ár á Norðurlandi sem fyllast oft af vænni sjóbleikju eru t.d. Hrútafjarðará, Víðidalsá, Vatnsdalsá, neðri hluti Laxá á Ásum, Gljúfurá í Húnaþingi og ekki gleyma Hópinu. Svo má eiginlega segja að allar veiðanlegar ár frá Skagafirði að Breiðdalsá eigi góða stofna af sjóbleikju og sumar þeirra oft í ævintýralegu magni. Eini gallinn er bara sá að fyrir þann sem er að byrja í veiði og er ekki endilega tilbúinn í að greiða háar upphæðir í leyfi þrengist valið nokkuð mikið. Margar af þessum stóru laxveiðiám á fyrrnefndu svæði eru með skilgreind silungasvæði þar sem menn veiða silung með góðri laxavon. Verðin þar eru oft 20.000-45.000 fyrir daginn og það er heldur bratt verð finnst mörgum. En inn á milli eru mun ódýrari svæði og má þar t.d. nefna mörg veiðisvæðin hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar en þeir eru með margar gjöfular bleikjuár innan sinna vébanda. Veiðin í neðsta parti Breiðdalsár er að sama skapi ódýrt og gjöfult, sem og efri hluti Jöklu. Annars er úrvalið mikið af ódýrum svæðum og það er eiginlega ekki annað hægt að en hvetja þá sem eru að byrja að velja sér nokkur svæði eftur því sem veskið leyfir og láta bara slag standa. Besti tíminn fyrir sjóbleikjuna er frá miðjum júlí og alveg fram í september. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði
Fyrir nokkrum dögum barst mér tölvupóstur frá ungum veiðimanni sem er að taka sín fyrstu skref í veiðinni og hugur hans liggur í að komast í almennilega sjóbleikju. Þessi ágæti lesandi viðurkenndi strax að vita lítið sem ekkert um þessi helstu veiðisvæði sjóbleikjunnar og það litla sem hann vissi var hann búinn að finna á vefnum. Sjóbleikju er víða að finna á Íslandi en í mismiklu magni þó. Á suðurlandi er bleikja t.d. í Soginu og sum árin getur verið gífurlega mikið af henni. Á svipuðum slóðum má nefna Varmá, svo koma stundum hraustlegar göngur í Stóru Laxá og það eru fleiri ár sem bleikjan gengur á suðurlandi en eins og áður segir í mismiklu magni og það getur sveiflast mikið á milli ára. Hraunsfjörður er mjög skemmtilegt svæði og getur gefið vel en það þarf þolinmæði til að kynnast því svæði. Inní Dölum gengur bleikja í flestar sprænur og ár og heldur sig mest neðarlega í þeim. Hítará átti einu sinni sterkan sjóbleikjustofn en hann hefur eiginlega alveg horfið. Gósenlandið tekur svo við þegar komið er yfir Holtavörðuheiði en ár á Norðurlandi sem fyllast oft af vænni sjóbleikju eru t.d. Hrútafjarðará, Víðidalsá, Vatnsdalsá, neðri hluti Laxá á Ásum, Gljúfurá í Húnaþingi og ekki gleyma Hópinu. Svo má eiginlega segja að allar veiðanlegar ár frá Skagafirði að Breiðdalsá eigi góða stofna af sjóbleikju og sumar þeirra oft í ævintýralegu magni. Eini gallinn er bara sá að fyrir þann sem er að byrja í veiði og er ekki endilega tilbúinn í að greiða háar upphæðir í leyfi þrengist valið nokkuð mikið. Margar af þessum stóru laxveiðiám á fyrrnefndu svæði eru með skilgreind silungasvæði þar sem menn veiða silung með góðri laxavon. Verðin þar eru oft 20.000-45.000 fyrir daginn og það er heldur bratt verð finnst mörgum. En inn á milli eru mun ódýrari svæði og má þar t.d. nefna mörg veiðisvæðin hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar en þeir eru með margar gjöfular bleikjuár innan sinna vébanda. Veiðin í neðsta parti Breiðdalsár er að sama skapi ódýrt og gjöfult, sem og efri hluti Jöklu. Annars er úrvalið mikið af ódýrum svæðum og það er eiginlega ekki annað hægt að en hvetja þá sem eru að byrja að velja sér nokkur svæði eftur því sem veskið leyfir og láta bara slag standa. Besti tíminn fyrir sjóbleikjuna er frá miðjum júlí og alveg fram í september.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði