Ford framleiðir 400.000 bíla á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 10:36 Ford hefur flutt framleiðslu Mondeo frá Genk til Valencia. Í desember lokaði Ford verksmiðju sinni í Genk í Belgíu og hefur í kjölfarið flutt stóran hluta framleiðslu sinnar í Evrópu til verksmiðju Ford í Valencia á Spáni. Þar ætlar Ford að framleiða 400.000 bíla í ár, en mögulegt verður að framleiða 450.000 bíla í henni. Ford hefur stækkað verksmiðjuna í Valencia og hefur það kostað Ford 347 milljarða króna og er sú fjárfesting sú stærsta í sögu bíliðnaðar á Spáni. Er þessi verksmiðja önnur af tveimur stærstu verksmiðjum Ford, ásamt verksmiðju Ford í Chongqing í Kína. Verksmiðjan er að sögn Ford eins sú fullkomnasta í heiminum. Forsvarsmenn Ford er stoltir að því að taka þátt í endurreisn efnahagslífs Spánar, en þar hefur ríkt mikil stöðnun á undanförnum árum og viðvarandi atvinnuleysi. Verksmiðjan veitir fjölda fólks vinnu og hefur starfsfólki fjölgað úr 5.000 í 8.000 með stækkuninni. Auk þess hefur verksmiðjan skapað 1.500 ný störf á Spáni vegna kaupa á íhlutum þarlendis. Í verksmiðjunni verða framleiddar 6 gerðir Ford bíla, Mondeo, Galaxy, S-Max, Tourneo og Transit sendibílarnir og jepplingurinn Kuga. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent
Í desember lokaði Ford verksmiðju sinni í Genk í Belgíu og hefur í kjölfarið flutt stóran hluta framleiðslu sinnar í Evrópu til verksmiðju Ford í Valencia á Spáni. Þar ætlar Ford að framleiða 400.000 bíla í ár, en mögulegt verður að framleiða 450.000 bíla í henni. Ford hefur stækkað verksmiðjuna í Valencia og hefur það kostað Ford 347 milljarða króna og er sú fjárfesting sú stærsta í sögu bíliðnaðar á Spáni. Er þessi verksmiðja önnur af tveimur stærstu verksmiðjum Ford, ásamt verksmiðju Ford í Chongqing í Kína. Verksmiðjan er að sögn Ford eins sú fullkomnasta í heiminum. Forsvarsmenn Ford er stoltir að því að taka þátt í endurreisn efnahagslífs Spánar, en þar hefur ríkt mikil stöðnun á undanförnum árum og viðvarandi atvinnuleysi. Verksmiðjan veitir fjölda fólks vinnu og hefur starfsfólki fjölgað úr 5.000 í 8.000 með stækkuninni. Auk þess hefur verksmiðjan skapað 1.500 ný störf á Spáni vegna kaupa á íhlutum þarlendis. Í verksmiðjunni verða framleiddar 6 gerðir Ford bíla, Mondeo, Galaxy, S-Max, Tourneo og Transit sendibílarnir og jepplingurinn Kuga.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent