Stekkur yfir mótorhjól á ferð Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 09:48 Milljónir manns hafa séð sænskan ofurhuga sem kallar sig Al the Jumper stökkva yfir hin ýmsu ökutæki á ferð sem kyrrstæð að undanförnu á Youtube. Síðasta uppátæki hans var að stökkva yfir tvö mótorhjól á ferð og sést það hér. Síðastliðið sumar gerði hann sér lítið fyrir og stökk yfir Lamborghini Gallardo sportbíl sem kom að honum á 130 km hraða og fór heljarstökk í leiðinni. Þar hefði hann eingöngu skaðað sig sjálfan ef eitthvað hefði farið úrskeiðis, en í þessu myndbandi eru mótorhjólamennirnir einnig í hættu. Það er alveg ljóst að stökkkraftur Al the Jumper er mikill og aðeins spurning hverju hann tekur uppá næst. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent
Milljónir manns hafa séð sænskan ofurhuga sem kallar sig Al the Jumper stökkva yfir hin ýmsu ökutæki á ferð sem kyrrstæð að undanförnu á Youtube. Síðasta uppátæki hans var að stökkva yfir tvö mótorhjól á ferð og sést það hér. Síðastliðið sumar gerði hann sér lítið fyrir og stökk yfir Lamborghini Gallardo sportbíl sem kom að honum á 130 km hraða og fór heljarstökk í leiðinni. Þar hefði hann eingöngu skaðað sig sjálfan ef eitthvað hefði farið úrskeiðis, en í þessu myndbandi eru mótorhjólamennirnir einnig í hættu. Það er alveg ljóst að stökkkraftur Al the Jumper er mikill og aðeins spurning hverju hann tekur uppá næst.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent