Patrekur: Ég er stoltur af strákunum mínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2015 15:30 Vísir/AFP Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni á blaðamannafundi austurríska landsliðsins á W-hótelinu í Doha í Katar í morgun, þrátt fyrir svekkjandi jafntefli liðsins gegn Túnis í gær. „Leikmenn eru þreyttir eftir leikinn eins og gefur að skilja og ég gaf þeim frí til klukkan 17.00 í dag til að hlaða batteríin,“ sagði Patrekur á fundinum í morgun. „Við erum með þrjú stig í þessum riðli sem er gott. Með eðlilegri dómgæslu í leiknum gegn Króatíu hefðum við átt að fá eitt stig úr þeim leik en við gætum allt eins verið með ekkert stig eftir þessa þrjá leiki. Ég er því sáttur.“Sjá einnig: Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Austurríki er í þriðja sæti síns riðils og á möguleika að koma sér upp í annað sætið með því að vinna síðustu tvo leikina sína - gegn Íran annað kvöld og Makedóníu á föstudaginn. Patrekur verður þó reyndar að treysta á að Króatía vinni Makedóníu á morgun. Íran er enn án stiga í riðlinum en Patrekur varaði við því að menn færu að hugsa um leikinn gegn Makedóníu of fljótt. „Þetta eru snöggir leikmenn sem eru í frábæru líkamlegu formi. Þeir spila á stundum óagaðan handbolta en geta verið hættulegur andstæðingur,“ segir Patrekur og bendir á að Íran hafi veitt Bosníu og Túnis harða samkeppni í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Vissulega þykjum við sigurstranglegri aðilinn í þessum leik og við verðum að taka því hlutverki alvarlega. Við þurfum fyrst og fremst að passa upp á að einbeitingin verði í góðu lagi hjá okkur.“Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið mjög vel saman, bæði innan og utan vallarins. Þeir voru óheppnir gegn Túnis í gær en stundum er það þannig í handbolta.“ Patrekur var einnig spurður hvort það hafi verið skemmtilegra að spila í gær þar sem að það voru mun fleiri áhorfendur á þeim leik en í leikjunum gegn Makedóníu og Bosníu. „Jú, auðvitað. Það var frábært að fá allt þetta fólk á leikinn - loksins. Það er auðveldara fyrir leikmenn að komast í gírinn og áhorfendur heima fá skemmtilegri upplifun. Ég vona bara að það mæti margir Íranar á morgun,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24 Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40 Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni á blaðamannafundi austurríska landsliðsins á W-hótelinu í Doha í Katar í morgun, þrátt fyrir svekkjandi jafntefli liðsins gegn Túnis í gær. „Leikmenn eru þreyttir eftir leikinn eins og gefur að skilja og ég gaf þeim frí til klukkan 17.00 í dag til að hlaða batteríin,“ sagði Patrekur á fundinum í morgun. „Við erum með þrjú stig í þessum riðli sem er gott. Með eðlilegri dómgæslu í leiknum gegn Króatíu hefðum við átt að fá eitt stig úr þeim leik en við gætum allt eins verið með ekkert stig eftir þessa þrjá leiki. Ég er því sáttur.“Sjá einnig: Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Austurríki er í þriðja sæti síns riðils og á möguleika að koma sér upp í annað sætið með því að vinna síðustu tvo leikina sína - gegn Íran annað kvöld og Makedóníu á föstudaginn. Patrekur verður þó reyndar að treysta á að Króatía vinni Makedóníu á morgun. Íran er enn án stiga í riðlinum en Patrekur varaði við því að menn færu að hugsa um leikinn gegn Makedóníu of fljótt. „Þetta eru snöggir leikmenn sem eru í frábæru líkamlegu formi. Þeir spila á stundum óagaðan handbolta en geta verið hættulegur andstæðingur,“ segir Patrekur og bendir á að Íran hafi veitt Bosníu og Túnis harða samkeppni í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Vissulega þykjum við sigurstranglegri aðilinn í þessum leik og við verðum að taka því hlutverki alvarlega. Við þurfum fyrst og fremst að passa upp á að einbeitingin verði í góðu lagi hjá okkur.“Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið mjög vel saman, bæði innan og utan vallarins. Þeir voru óheppnir gegn Túnis í gær en stundum er það þannig í handbolta.“ Patrekur var einnig spurður hvort það hafi verið skemmtilegra að spila í gær þar sem að það voru mun fleiri áhorfendur á þeim leik en í leikjunum gegn Makedóníu og Bosníu. „Jú, auðvitað. Það var frábært að fá allt þetta fólk á leikinn - loksins. Það er auðveldara fyrir leikmenn að komast í gírinn og áhorfendur heima fá skemmtilegri upplifun. Ég vona bara að það mæti margir Íranar á morgun,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24 Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40 Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24
Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50
Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40
Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40