Björk grét í viðtali útaf ástarsorg: „Mér finnst mjög erfitt að tala um þetta“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. janúar 2015 11:00 Björk grét í viðtali við Pitchfork. Vísir/Getty Björk Guðmundsdóttir grét í viðtali við blaðamann Pitchfork, þegar hún var spurð út í innblásturinn að nýju plötunni hennar, sem ber titilinn Vulnicura.Í viðtalinu segist Björk hafa verið í ástarsorg þegar hún samdi textana að nýútkominni plötu sinni. Hún segir þá vera táningslega og einfalda. Í textunum fjallar Björk um sambandsslitin við Matthew Barney, en þau munu hafa hætt saman árið 2013.Hér má sjá fjölskylduna árið 2003.Vísir/Getty„Mér finnst mjög erfitt að tala um þetta," segir hún þegar hún er spurð út í setningu sem hún segir í einum textanum. Í einu lagi sínu segir Björk: „Don't remove my pain, it's my chance to heal." Björk biður um að fá að þjást, það sé leiðin að batanum. „Textarnir eru svo táningslegir, svo einfaldir. Ég var mjög snögg að skrifa þá. En ég tók líka langan tíma í laga þá til og hafa þá alveg eins og þeir áttu að vera. Það er erfitt að tala um þetta mál. Ómögulegt...afsakaðu mig," segir hún og fer að tárast. Hún segir flesta textana vera um ástarsorg og segir tónlistina vera miðilinn til að koma þessu öllu frá sér. Ástarsamband Bjarkar og Matthew Barney teygir sig langt aftur í tímann. Árið 2002 eignuðust þau dóttur sem hetiir Ísadóra. Fyrir átti Björk soninn Sindra. Barney er listamaður; hann vinnur með myndlist, höggmyndir, teikningar og gerir myndbönd. Hann var áður fyrirsæta. Platan Vulnicura hefur heldur betur slegið í gegn, eftir að hún kom óvænt inn á tónlistarveituna iTunes í fyrrakvöld. Vulnicura er mest sótta platan í yfir þrjátíu löndum. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Hún hefur einnig fengið lof gagnrýnenda. Björk Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir grét í viðtali við blaðamann Pitchfork, þegar hún var spurð út í innblásturinn að nýju plötunni hennar, sem ber titilinn Vulnicura.Í viðtalinu segist Björk hafa verið í ástarsorg þegar hún samdi textana að nýútkominni plötu sinni. Hún segir þá vera táningslega og einfalda. Í textunum fjallar Björk um sambandsslitin við Matthew Barney, en þau munu hafa hætt saman árið 2013.Hér má sjá fjölskylduna árið 2003.Vísir/Getty„Mér finnst mjög erfitt að tala um þetta," segir hún þegar hún er spurð út í setningu sem hún segir í einum textanum. Í einu lagi sínu segir Björk: „Don't remove my pain, it's my chance to heal." Björk biður um að fá að þjást, það sé leiðin að batanum. „Textarnir eru svo táningslegir, svo einfaldir. Ég var mjög snögg að skrifa þá. En ég tók líka langan tíma í laga þá til og hafa þá alveg eins og þeir áttu að vera. Það er erfitt að tala um þetta mál. Ómögulegt...afsakaðu mig," segir hún og fer að tárast. Hún segir flesta textana vera um ástarsorg og segir tónlistina vera miðilinn til að koma þessu öllu frá sér. Ástarsamband Bjarkar og Matthew Barney teygir sig langt aftur í tímann. Árið 2002 eignuðust þau dóttur sem hetiir Ísadóra. Fyrir átti Björk soninn Sindra. Barney er listamaður; hann vinnur með myndlist, höggmyndir, teikningar og gerir myndbönd. Hann var áður fyrirsæta. Platan Vulnicura hefur heldur betur slegið í gegn, eftir að hún kom óvænt inn á tónlistarveituna iTunes í fyrrakvöld. Vulnicura er mest sótta platan í yfir þrjátíu löndum. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Hún hefur einnig fengið lof gagnrýnenda.
Björk Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“