Nyegaard: Guðmundur á eftir að höndla pressuna Arnar Björnsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 19:00 Íslandsvinurinn Bent Nyegaard er sérfræðingur TV2 sjónvarpsstöðvarinnar. Hann þjálfaði bæði Fram og ÍR á sínum tíma. Hann segir pressuna á Guðmund Guðmundsson gríðarlega mikla. Íslenska landsliðið er í hópi 8-10 bestu í heimi að hans mati. „Það hefur verið mikil umræða um dómgæsluna. Þannig voru fáir brottrekstrar í leik Dana og Rússa og maður veltir því fyrir sér hvort leikmenn séu farnir að laga sig að dómgæslunni. Ég veit ekki hvort þetta er gott fyrir íþróttina. Ég vil að menn fái að takast á án þess að vera grófir," segir Nyegaard. Er handboltinn eitthvað að breytast, er hann betri eða verri á þessu móti? „Ég hef fylgst vel með D-riðlinum þar sem Danir spila. Margir leikir þar hafa verið góðir t.d. leikur Dana og Þjóðverja sem var frábær. Pólverjar og Argentínumenn eru sterkir. Við teljum að Evrópa eigi bestu liðin í karlaflokki en svo sjáum við lið eins og Argentínu og Eygptaland. Það verður fróðlegt að sjá hvort handboltalið utan Evrópu eru að verða sterkari." Gæti það orðið erfiðara fyrir lið eins og það íslenska að komast á heimsmeistaramót í framtíðinni? „Ég veit það ekki því ég tel að Íslendingar séu í hópi 8-10 bestu liðanna í dag. En Suður Ameríkuliðin sækja á og ég er einnig hissa á þvi hvað Egyptar eru sterkir." En hvað segir Nygegaard um frammistöðu íslenska liðsins, kemur hún honum á óvart? „Mjög á óvart. Ég var hissa á stórum ósigrum gegn Svíum og Tékkum og hissa á jafntefli við Frakka. Það eru alltof miklar sveiflur í leik liðsins. Við Danir óttumst alltaf Íslendinga því þeir spila alltaf vel gegn okkur. Við sáum það í æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. Þeir eru mótherjar sem við viljum ekki mæta en það bendir margt til þess að svo verði“. Hvað með pressuna á Guðmund Guðmundsson. „Hún er gríðarleg. Við höfum staðið okkur vel á fjórum síðustu mótum og þegar við gerum jafntefli við Argentínu og Þýskaland, sem við teljum að við séum betri og þegar þú spilar vel í fyrri hálfleik en missir taktinn í þeim seinni, þá er pressan mikil. Ég held að Guðmundur eigi eftir að höndla pressuna. En þetta er ný áskorun fyrir hann. Hér er krafan um að komast úr skugganum á hinum sigursæla Ulrik Wilbek. Hann á því mikið verk fyrir höndum."Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Sárt fyrir Ísland að tapa stórt Dagur Sigurðsson var afslappaður á blaðamannafundi í dag enda Þjóðverjar í bílstjórasætinu í D-riðli. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum Sádi-Aröbum í lokaleiknum. 23. janúar 2015 18:00 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30 Guðjón Valur: Í svona krísu tekur enginn síðasta skrefið Fyrirliðinn segir alla í liðinu einhverjum prósentum frá sínu besta á mótinu. 23. janúar 2015 14:30 Kári Kristjáns: Skítur skeður og í gær var þetta ekki gott Línumaðurinn öflugi segir andlegu hliðina ekki í molum hjá liðinu. 23. janúar 2015 16:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Íslandsvinurinn Bent Nyegaard er sérfræðingur TV2 sjónvarpsstöðvarinnar. Hann þjálfaði bæði Fram og ÍR á sínum tíma. Hann segir pressuna á Guðmund Guðmundsson gríðarlega mikla. Íslenska landsliðið er í hópi 8-10 bestu í heimi að hans mati. „Það hefur verið mikil umræða um dómgæsluna. Þannig voru fáir brottrekstrar í leik Dana og Rússa og maður veltir því fyrir sér hvort leikmenn séu farnir að laga sig að dómgæslunni. Ég veit ekki hvort þetta er gott fyrir íþróttina. Ég vil að menn fái að takast á án þess að vera grófir," segir Nyegaard. Er handboltinn eitthvað að breytast, er hann betri eða verri á þessu móti? „Ég hef fylgst vel með D-riðlinum þar sem Danir spila. Margir leikir þar hafa verið góðir t.d. leikur Dana og Þjóðverja sem var frábær. Pólverjar og Argentínumenn eru sterkir. Við teljum að Evrópa eigi bestu liðin í karlaflokki en svo sjáum við lið eins og Argentínu og Eygptaland. Það verður fróðlegt að sjá hvort handboltalið utan Evrópu eru að verða sterkari." Gæti það orðið erfiðara fyrir lið eins og það íslenska að komast á heimsmeistaramót í framtíðinni? „Ég veit það ekki því ég tel að Íslendingar séu í hópi 8-10 bestu liðanna í dag. En Suður Ameríkuliðin sækja á og ég er einnig hissa á þvi hvað Egyptar eru sterkir." En hvað segir Nygegaard um frammistöðu íslenska liðsins, kemur hún honum á óvart? „Mjög á óvart. Ég var hissa á stórum ósigrum gegn Svíum og Tékkum og hissa á jafntefli við Frakka. Það eru alltof miklar sveiflur í leik liðsins. Við Danir óttumst alltaf Íslendinga því þeir spila alltaf vel gegn okkur. Við sáum það í æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. Þeir eru mótherjar sem við viljum ekki mæta en það bendir margt til þess að svo verði“. Hvað með pressuna á Guðmund Guðmundsson. „Hún er gríðarleg. Við höfum staðið okkur vel á fjórum síðustu mótum og þegar við gerum jafntefli við Argentínu og Þýskaland, sem við teljum að við séum betri og þegar þú spilar vel í fyrri hálfleik en missir taktinn í þeim seinni, þá er pressan mikil. Ég held að Guðmundur eigi eftir að höndla pressuna. En þetta er ný áskorun fyrir hann. Hér er krafan um að komast úr skugganum á hinum sigursæla Ulrik Wilbek. Hann á því mikið verk fyrir höndum."Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Sárt fyrir Ísland að tapa stórt Dagur Sigurðsson var afslappaður á blaðamannafundi í dag enda Þjóðverjar í bílstjórasætinu í D-riðli. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum Sádi-Aröbum í lokaleiknum. 23. janúar 2015 18:00 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30 Guðjón Valur: Í svona krísu tekur enginn síðasta skrefið Fyrirliðinn segir alla í liðinu einhverjum prósentum frá sínu besta á mótinu. 23. janúar 2015 14:30 Kári Kristjáns: Skítur skeður og í gær var þetta ekki gott Línumaðurinn öflugi segir andlegu hliðina ekki í molum hjá liðinu. 23. janúar 2015 16:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Dagur: Sárt fyrir Ísland að tapa stórt Dagur Sigurðsson var afslappaður á blaðamannafundi í dag enda Þjóðverjar í bílstjórasætinu í D-riðli. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum Sádi-Aröbum í lokaleiknum. 23. janúar 2015 18:00
Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00
Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30
Guðjón Valur: Í svona krísu tekur enginn síðasta skrefið Fyrirliðinn segir alla í liðinu einhverjum prósentum frá sínu besta á mótinu. 23. janúar 2015 14:30
Kári Kristjáns: Skítur skeður og í gær var þetta ekki gott Línumaðurinn öflugi segir andlegu hliðina ekki í molum hjá liðinu. 23. janúar 2015 16:00