Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2015 06:12 Guðjón Valur Sigurðsson eftir leikinn í gær. Vísir/Eva Björk Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði lagði spilin á borðin eftir leikinn gegn Egyptalandi - eins og hann hefur reyndar gert eftir hvern leik á HM til þessa. Fyrirliðinn komst loksins almennilega í gang í gær eftir misjafna byrjun í mótinu. Gegn Tékkum á fimmtudag skoraði hann ekki eitt einasta mark þrátt fyrir sex skottilraunir. Stíflan brast svo gegn Egyptalandi í gær - hann skoraði þréttán mörk úr fimmtán skotum og Ísland vann þriggja marka sigur. Sigurinn þýðir að okkar menn þurfa ekki að fara í hinn svokallaða forsetabikar og mæta þess í stað lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í danska landsliðinu í 16-liða úrslitum keppninnar á morgun. „Þangað erum við komnir og það skiptir ekki máli hvernig við komumst þangað. Við erum komnir í 16-liða úrslitin og við viljum fara lengra,“ sagði Guðjón Valur en viðtalið má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni.Sjá einnig: Höddi Magg í HM-kvöldi: Loksins negldi hann það „Það væri hægt að taka allar klisjurnar sem til eru. Það var erfitt að spila gegn Egyptalandi í þessum aðstæðum en ofsalega gaman. Við komumst áfram og þurfum að kíkja fram á veginn - ekki á það sem var.“ Eftir Tékklandsleikinn hörmulega, þar sem Ísland tapaði með ellefu marka mun, talaði Guðjón Valur um að nú þyrftu Íslendingar að skipta um kennitölu - eins og sönnum Íslendingum sæmir. „Við vorum á nýrri kennitölu í dag og ætlum að keyra þessa aðeins áfram. Við erum á plús þremur og ef við getum tekið hana með okkur úr næsta leik líka þá verð ég glaður,“ sagði hann og brosti. „En auðvitað hefur þetta verið mikið upp og niður. Við þurfum þó ekkert að vera að grenja yfir einhverju sem var. Þetta var flott svar hjá liðinu í dag [í gær], ekki síst eftir að hafa misst Aron [Pálmarsson] úr liðinu.“Guðjón Valur og Vignir Svavarsson fara yfir málin.Vísir/Eva BjörkÉg bað Guðjón Val um að líta til baka yfir riðlakeppninna, nú þegar henni er lokið, og gera upp eigin frammistöðu. Það stór ekki á svörunum - nema rétt í fyrstu. „Ég þarf ekki einu sinni að svara þessari spurningu. Þú veist svarið sjálfur og getur skrifað það sem þú vilt. Þú getur rétt ímyndað þér [hvað mér finnst].“ „Ég er síðastur til að fara í vörn eða fela mig, sérstaklega efa illa gengur. Þá kem ég alltaf til með að stilla mér upp fyrir framan liðið, gerist þess þörf.“Sjá einnig: Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð „Það eru margir sem taka eftir því þegar illa gengur. Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni fyrir framan tugi þúsunda - hundruð þúsunda eða hversu marga sem horfa á okkur spila. Það búast allir við allt öðru af þér og manni líður illa ef maður stendur sig illa. Auðvitað líður manni illa.“ „Það er alltaf til fullt af fólki sem er til í að standa við bakið á manni en ofsalega margir sem vilja grafa undan manni. Það er bara hluti af þessum pakka. Það er bara heimurinn sem maður lifir í sem atvinnuíþróttamaður og maður þarf að taka því. Ef ég stend mig illa þá er umfjöllunin slæm og það er bara þannig.“ Hann segir að maður byrji að efast um sjálfan sig þegar illa gengur. „En þá er það þeim mun skemmtilegra ef það er hægt að bæta sig og koma til baka. Það er helvíti gaman. En ef ég geri svo aftur upp á bak í næsta leik þá er ég aftur á sama stað.“Guðjón Valur var valinn maður leiksins gegn Egyptalandi.Vísir/Eva BjörkGuðjón Valur hafði aldrei áhyggjur þó svo að hann hafi klikkað á fyrsta færinu sem hann fékk í leiknum. „Það átti reyndar aldrei að verða skot hjá mér. Ég var að sækja víti því maðurinn ýtti við mér. Ég hélt að ég væri með öruggt víti.“ „Örvæntingin grípur ekki um sig þó svo að maður klikki á einu skoti. Auðvitað var þetta ekki sú byrjun sem við ætluðum okkur en það er munur á því að klúðra góðum færum eða að komast ekki einu sinni í gegnum vörnina.“Sjá einnig: Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa „Það er gott að stíflan brast en mér fannst viðhorfið hjá öllum í liðinu vera gott. Við vorum að henda okkur á boltann og tvöfalda á þeirar bestu menn. Tannhjólin gripu og þetta mjatlaði nokkuð örugglega allan tímann. Þeir náðu einu áhlaupi í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í eitt mark en það var enginn stress sem greip um sig. Við héldum áfram og héldum okkur við það sem virkaði. Við þurfum að gera það áfram.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Aron: Það var enginn morgundagur Landsliðsþjálfaranum létt eftir sigur Íslands á Egyptalandi í kvöld. 24. janúar 2015 20:26 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði lagði spilin á borðin eftir leikinn gegn Egyptalandi - eins og hann hefur reyndar gert eftir hvern leik á HM til þessa. Fyrirliðinn komst loksins almennilega í gang í gær eftir misjafna byrjun í mótinu. Gegn Tékkum á fimmtudag skoraði hann ekki eitt einasta mark þrátt fyrir sex skottilraunir. Stíflan brast svo gegn Egyptalandi í gær - hann skoraði þréttán mörk úr fimmtán skotum og Ísland vann þriggja marka sigur. Sigurinn þýðir að okkar menn þurfa ekki að fara í hinn svokallaða forsetabikar og mæta þess í stað lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í danska landsliðinu í 16-liða úrslitum keppninnar á morgun. „Þangað erum við komnir og það skiptir ekki máli hvernig við komumst þangað. Við erum komnir í 16-liða úrslitin og við viljum fara lengra,“ sagði Guðjón Valur en viðtalið má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni.Sjá einnig: Höddi Magg í HM-kvöldi: Loksins negldi hann það „Það væri hægt að taka allar klisjurnar sem til eru. Það var erfitt að spila gegn Egyptalandi í þessum aðstæðum en ofsalega gaman. Við komumst áfram og þurfum að kíkja fram á veginn - ekki á það sem var.“ Eftir Tékklandsleikinn hörmulega, þar sem Ísland tapaði með ellefu marka mun, talaði Guðjón Valur um að nú þyrftu Íslendingar að skipta um kennitölu - eins og sönnum Íslendingum sæmir. „Við vorum á nýrri kennitölu í dag og ætlum að keyra þessa aðeins áfram. Við erum á plús þremur og ef við getum tekið hana með okkur úr næsta leik líka þá verð ég glaður,“ sagði hann og brosti. „En auðvitað hefur þetta verið mikið upp og niður. Við þurfum þó ekkert að vera að grenja yfir einhverju sem var. Þetta var flott svar hjá liðinu í dag [í gær], ekki síst eftir að hafa misst Aron [Pálmarsson] úr liðinu.“Guðjón Valur og Vignir Svavarsson fara yfir málin.Vísir/Eva BjörkÉg bað Guðjón Val um að líta til baka yfir riðlakeppninna, nú þegar henni er lokið, og gera upp eigin frammistöðu. Það stór ekki á svörunum - nema rétt í fyrstu. „Ég þarf ekki einu sinni að svara þessari spurningu. Þú veist svarið sjálfur og getur skrifað það sem þú vilt. Þú getur rétt ímyndað þér [hvað mér finnst].“ „Ég er síðastur til að fara í vörn eða fela mig, sérstaklega efa illa gengur. Þá kem ég alltaf til með að stilla mér upp fyrir framan liðið, gerist þess þörf.“Sjá einnig: Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð „Það eru margir sem taka eftir því þegar illa gengur. Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni fyrir framan tugi þúsunda - hundruð þúsunda eða hversu marga sem horfa á okkur spila. Það búast allir við allt öðru af þér og manni líður illa ef maður stendur sig illa. Auðvitað líður manni illa.“ „Það er alltaf til fullt af fólki sem er til í að standa við bakið á manni en ofsalega margir sem vilja grafa undan manni. Það er bara hluti af þessum pakka. Það er bara heimurinn sem maður lifir í sem atvinnuíþróttamaður og maður þarf að taka því. Ef ég stend mig illa þá er umfjöllunin slæm og það er bara þannig.“ Hann segir að maður byrji að efast um sjálfan sig þegar illa gengur. „En þá er það þeim mun skemmtilegra ef það er hægt að bæta sig og koma til baka. Það er helvíti gaman. En ef ég geri svo aftur upp á bak í næsta leik þá er ég aftur á sama stað.“Guðjón Valur var valinn maður leiksins gegn Egyptalandi.Vísir/Eva BjörkGuðjón Valur hafði aldrei áhyggjur þó svo að hann hafi klikkað á fyrsta færinu sem hann fékk í leiknum. „Það átti reyndar aldrei að verða skot hjá mér. Ég var að sækja víti því maðurinn ýtti við mér. Ég hélt að ég væri með öruggt víti.“ „Örvæntingin grípur ekki um sig þó svo að maður klikki á einu skoti. Auðvitað var þetta ekki sú byrjun sem við ætluðum okkur en það er munur á því að klúðra góðum færum eða að komast ekki einu sinni í gegnum vörnina.“Sjá einnig: Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa „Það er gott að stíflan brast en mér fannst viðhorfið hjá öllum í liðinu vera gott. Við vorum að henda okkur á boltann og tvöfalda á þeirar bestu menn. Tannhjólin gripu og þetta mjatlaði nokkuð örugglega allan tímann. Þeir náðu einu áhlaupi í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í eitt mark en það var enginn stress sem greip um sig. Við héldum áfram og héldum okkur við það sem virkaði. Við þurfum að gera það áfram.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Aron: Það var enginn morgundagur Landsliðsþjálfaranum létt eftir sigur Íslands á Egyptalandi í kvöld. 24. janúar 2015 20:26 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15
Aron: Það var enginn morgundagur Landsliðsþjálfaranum létt eftir sigur Íslands á Egyptalandi í kvöld. 24. janúar 2015 20:26