Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 09:02 Guðmundur íhugull á fundinum í gær. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson breytti út af venjunni og gaf ekki kost á einstökum viðtölum við fjölmiðla eftir blaðamannafund danska liðsins á Hilton-hótelinu í Doha í morgun. Hingað til hafa blaðamannafundirnir sjálfir verið stuttir og Guðmundur svo gefið kost á sér í viðtöl við þá fjölmiðla sem þess óska. „Við spiluðum seint í gærkvöldi og ég var að vinna til fjögur í nótt. Við höfum knappan tíma í undirbúninginn og það er fundur síðdegis með liðinu sem ég þarf nú að undirbúa,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður um málið í morgun. Danmörk mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta annað kvöld en Guðmundur mætir því mörgum af sínum gömlu lærisveinum úr íslenska landsliðinu, sem hann stýrði síðast á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012. Hann segir þó að það verði ekki erfitt fyrir sig að spila gegn Íslandi á morgun. „Þetta er handboltaleikur. Ég einbeiti mér að handboltanum og því að undirbúa liðið fyrir erfiðan leik. Það geri ég óháð því hver andstæðingurinn er.“ „Við erum að fara að spila við erfiðan andstæðing. Ísland er gott lið og við berum virðingu fyrir því og undirbúum okkur fyrir leikinn eins vel og kostur er.“ Ísland vann Danmörku á æfingaleik í Álaborg í upphafi mánaðarins en Guðmundur sagði að það hafi gefið mönnum efni til umhugsunar. „Við spiluðum ekki vel í þeim leik - hvorki í vörn né sókn. Við höfum síðan þá bætt okkur sem lið og erum betri nú en í byrjun janúar.“ Guðmundur var spurður um Aron Pálmarsson sem missti af leik Íslands gegn Egyptalandi í gær þar sem hann var með einkenni heilahristings eftir höfuðhögg sem hann fékk í leiknum gegn Tékklandi fyrr í vikunni. „Ég fæ ekkert meira að vita en aðrir um Aron,“ sagði hann og brosti. „En við gerum ráð fyrir því að hann muni spila leikinn og undirbúum okkur í samræmi við það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30 Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson breytti út af venjunni og gaf ekki kost á einstökum viðtölum við fjölmiðla eftir blaðamannafund danska liðsins á Hilton-hótelinu í Doha í morgun. Hingað til hafa blaðamannafundirnir sjálfir verið stuttir og Guðmundur svo gefið kost á sér í viðtöl við þá fjölmiðla sem þess óska. „Við spiluðum seint í gærkvöldi og ég var að vinna til fjögur í nótt. Við höfum knappan tíma í undirbúninginn og það er fundur síðdegis með liðinu sem ég þarf nú að undirbúa,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður um málið í morgun. Danmörk mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta annað kvöld en Guðmundur mætir því mörgum af sínum gömlu lærisveinum úr íslenska landsliðinu, sem hann stýrði síðast á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012. Hann segir þó að það verði ekki erfitt fyrir sig að spila gegn Íslandi á morgun. „Þetta er handboltaleikur. Ég einbeiti mér að handboltanum og því að undirbúa liðið fyrir erfiðan leik. Það geri ég óháð því hver andstæðingurinn er.“ „Við erum að fara að spila við erfiðan andstæðing. Ísland er gott lið og við berum virðingu fyrir því og undirbúum okkur fyrir leikinn eins vel og kostur er.“ Ísland vann Danmörku á æfingaleik í Álaborg í upphafi mánaðarins en Guðmundur sagði að það hafi gefið mönnum efni til umhugsunar. „Við spiluðum ekki vel í þeim leik - hvorki í vörn né sókn. Við höfum síðan þá bætt okkur sem lið og erum betri nú en í byrjun janúar.“ Guðmundur var spurður um Aron Pálmarsson sem missti af leik Íslands gegn Egyptalandi í gær þar sem hann var með einkenni heilahristings eftir höfuðhögg sem hann fékk í leiknum gegn Tékklandi fyrr í vikunni. „Ég fæ ekkert meira að vita en aðrir um Aron,“ sagði hann og brosti. „En við gerum ráð fyrir því að hann muni spila leikinn og undirbúum okkur í samræmi við það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30 Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30
Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56
Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43
Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15