Lokafrestur á umsóknum hjá SVFR er á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 15. janúar 2015 10:11 Það komast færri en vilja til veiða í Elliðaárnar Mynd: www.svfr.is Lokafrestur félagsmanna SVFR til að sækja um ársvæði hjá félaginu rennur út á morgun.Nú er frestur til þess að skila inn umsóknum í úthlutun SVFR fyrir sumarið 2015 alveg að renna út. SVFR hvetur félagsmenn sína til þess að vera ekki að bíða fram á síðustu stundu með það að senda inn umsóknir heldur að drífa í því fyrir miðnætti á föstudaginn. Það má gera ráð fyrir því að umsóknarþunginn verði sem fyrr mestur í Elliðaárnar en svo er alveg óljóst með annað. Léleg veiði síðasta árs gæti minnkað umsóknir í einhverjar árnar en það er samt alls ekki víst. Sogið gaf til að mynda ekki góða veiði í fyrra en það er ákveðinn hópur veiðimanna sem heldur tryggð við ánna sama hvað gengur á í henni. Það sem verður líklegast fróðlegt að sjá er hvernig salan á Langá verður núna þegar eingöngu má veiða með flugu í ánni. Vinsælustu dagarnir í ánni eru þó alltaf fyrstu 10 dagarnir frá opnun. Það má líklega reikna með góðum fjölda umsókna í Haukadalsá sem er nýtt ársvæði hjá félaginu eins er Minnivallalækur nýr í söluskrá SVFR. Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði
Lokafrestur félagsmanna SVFR til að sækja um ársvæði hjá félaginu rennur út á morgun.Nú er frestur til þess að skila inn umsóknum í úthlutun SVFR fyrir sumarið 2015 alveg að renna út. SVFR hvetur félagsmenn sína til þess að vera ekki að bíða fram á síðustu stundu með það að senda inn umsóknir heldur að drífa í því fyrir miðnætti á föstudaginn. Það má gera ráð fyrir því að umsóknarþunginn verði sem fyrr mestur í Elliðaárnar en svo er alveg óljóst með annað. Léleg veiði síðasta árs gæti minnkað umsóknir í einhverjar árnar en það er samt alls ekki víst. Sogið gaf til að mynda ekki góða veiði í fyrra en það er ákveðinn hópur veiðimanna sem heldur tryggð við ánna sama hvað gengur á í henni. Það sem verður líklegast fróðlegt að sjá er hvernig salan á Langá verður núna þegar eingöngu má veiða með flugu í ánni. Vinsælustu dagarnir í ánni eru þó alltaf fyrstu 10 dagarnir frá opnun. Það má líklega reikna með góðum fjölda umsókna í Haukadalsá sem er nýtt ársvæði hjá félaginu eins er Minnivallalækur nýr í söluskrá SVFR.
Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði