Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2015 13:45 Vísir/Eva Björk Ein allra óvæntustu úrslitin á HM til þessa var jafntefli Danmerkur gegn Argentínu í D-riðli í gær. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Dana og stýrði liðinu í gær í sínum fyrsta stórmótsleik. Thomas Kristensen starfar á TV2 og hefur fylgt danska landsliðinu eftir á stórmót í langan tíma. „Þetta kom öllum á óvart enda hefur Danmörk aldrei misst stig í leik gegn Argentínu á stórmóti. Einhverjir hafa vaknað í morgun og velt því fyrir sér hvort þetta hafi gerst í alvörunni en þetta er satt,“ sagði hann. Kristensen telur þó að það sé þolinmæði fyrir því að gefa Guðmundi tíma með liðið enda rétt svo nýbyrjaður í sínu starfi. „Ég er 100 prósent viss um að þetta er bara byrjunin á löngu ferðalagi hans með danska landsliðinu. Það hendir öll lið á öllum stórmótum að spila illa í 1-2 leikjum.“ „Ég vona því að Danir séu búnir að taka út sinn slæma leik en ég held að það hafi komið leikmönnunum - og jafnvel Guðmundi líka - á óvart hversu ákafir Argentínumennirnir voru í sínum leik.“ Kristensen hefur ekki orðið var við miklar umræður eða háværar kröfur þess efnis að þjálfari danska landsliðsins eigi að vera danskur. Þvert á móti telur hann að það hafi verið stórgóð ákvörðun að ráða Guðmund. „Handboltinn á sér langa og ríka sögu í Danmörku en það yrði erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fótspor Ulrik Wilbæk.“ „Ég tel að það sé gott að leita út fyrir landið með reglulegu millibili. Við vorum með sænskan þjálfara á miðjum tíunda áratugnum og kannski verður næsti þjálfari danskur.“ Hann segist enn vongóður um vonir danska landsliðsins sem stefnir að minnsta kosti í undanúrslit á mótinu. „Ég er 100 prósent viss um að við vinnum Sádí-Arabíu (á morgun) en það verður svo afar áhugavert að sjá Dani spila gegn Pólverjum, Rússum og Þjóðverjum.“ „En við skulum vera hreinskilin. Enginn í Danmörku bjóst við að Danmörk myndi tapa stigi gegn Argentínu. Okkur er því nokkuð brugðið.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Ein allra óvæntustu úrslitin á HM til þessa var jafntefli Danmerkur gegn Argentínu í D-riðli í gær. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Dana og stýrði liðinu í gær í sínum fyrsta stórmótsleik. Thomas Kristensen starfar á TV2 og hefur fylgt danska landsliðinu eftir á stórmót í langan tíma. „Þetta kom öllum á óvart enda hefur Danmörk aldrei misst stig í leik gegn Argentínu á stórmóti. Einhverjir hafa vaknað í morgun og velt því fyrir sér hvort þetta hafi gerst í alvörunni en þetta er satt,“ sagði hann. Kristensen telur þó að það sé þolinmæði fyrir því að gefa Guðmundi tíma með liðið enda rétt svo nýbyrjaður í sínu starfi. „Ég er 100 prósent viss um að þetta er bara byrjunin á löngu ferðalagi hans með danska landsliðinu. Það hendir öll lið á öllum stórmótum að spila illa í 1-2 leikjum.“ „Ég vona því að Danir séu búnir að taka út sinn slæma leik en ég held að það hafi komið leikmönnunum - og jafnvel Guðmundi líka - á óvart hversu ákafir Argentínumennirnir voru í sínum leik.“ Kristensen hefur ekki orðið var við miklar umræður eða háværar kröfur þess efnis að þjálfari danska landsliðsins eigi að vera danskur. Þvert á móti telur hann að það hafi verið stórgóð ákvörðun að ráða Guðmund. „Handboltinn á sér langa og ríka sögu í Danmörku en það yrði erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fótspor Ulrik Wilbæk.“ „Ég tel að það sé gott að leita út fyrir landið með reglulegu millibili. Við vorum með sænskan þjálfara á miðjum tíunda áratugnum og kannski verður næsti þjálfari danskur.“ Hann segist enn vongóður um vonir danska landsliðsins sem stefnir að minnsta kosti í undanúrslit á mótinu. „Ég er 100 prósent viss um að við vinnum Sádí-Arabíu (á morgun) en það verður svo afar áhugavert að sjá Dani spila gegn Pólverjum, Rússum og Þjóðverjum.“ „En við skulum vera hreinskilin. Enginn í Danmörku bjóst við að Danmörk myndi tapa stigi gegn Argentínu. Okkur er því nokkuð brugðið.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00
Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30