Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. janúar 2015 18:42 Snorri Steinn Guðjónsson Vísir/Valli „Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn. HM 2015 í Katar Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
„Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn