Al-Attiyah með forystuna í París-Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 09:45 Al-Attiyah á fullri ferð á Mini bíl sínum. Hin árlega þolaksturskeppni París-Dakar er hafin og fer hún fram í þremur löndum í S-Ameríku eins og undanfarin ár vegna þeirra rósta sem forsvarsmenn keppninnar hræðast í Afríku. Sigurvegari fyrstu dagleiðarinnar í flokki bíla var Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Hann er með 22 sekúndna forystu á helstu von Argentínumanna, Orlando Terranova eftir þess fyrstu dagleið sem var 175 km löng. Þessi fyrst dagleið hófst í Buenos Aires og endaði í Villa Carlos Paz í Argentínu. Í þriðja sæti kom svo bandaríski ökumaðurinn Robby Gordon, einni mínútu og 4 sekúndum á eftir Al-Attiyah. Stærstu fréttir þess fyrsta dags voru hinsvegar ófarir sigurvegarans frá því í fyrra, Nani Roma, en bíll hans bilaði eftir aðeins fáeina kílómetra akstur og tapaði hann ekki nokkrum mínútum á þessari fyrstu dagleið, heldur nokkrum klukkutímum. Það er því orðið nokkuð ljóst að hann mun ekki verja titil sinn þetta árið. Í flokki mótorhjóla tók breski ökuþórinn Sam Sunderland forystuna í gær á KTM hjóli og er með nokkurra sekúndna forystu á Paulo Goncalves á Honda hjóli. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent
Hin árlega þolaksturskeppni París-Dakar er hafin og fer hún fram í þremur löndum í S-Ameríku eins og undanfarin ár vegna þeirra rósta sem forsvarsmenn keppninnar hræðast í Afríku. Sigurvegari fyrstu dagleiðarinnar í flokki bíla var Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Hann er með 22 sekúndna forystu á helstu von Argentínumanna, Orlando Terranova eftir þess fyrstu dagleið sem var 175 km löng. Þessi fyrst dagleið hófst í Buenos Aires og endaði í Villa Carlos Paz í Argentínu. Í þriðja sæti kom svo bandaríski ökumaðurinn Robby Gordon, einni mínútu og 4 sekúndum á eftir Al-Attiyah. Stærstu fréttir þess fyrsta dags voru hinsvegar ófarir sigurvegarans frá því í fyrra, Nani Roma, en bíll hans bilaði eftir aðeins fáeina kílómetra akstur og tapaði hann ekki nokkrum mínútum á þessari fyrstu dagleið, heldur nokkrum klukkutímum. Það er því orðið nokkuð ljóst að hann mun ekki verja titil sinn þetta árið. Í flokki mótorhjóla tók breski ökuþórinn Sam Sunderland forystuna í gær á KTM hjóli og er með nokkurra sekúndna forystu á Paulo Goncalves á Honda hjóli.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent