Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Karl Lúðvíksson skrifar 6. janúar 2015 10:29 Hver sá sem heldur því fram að veiðimaður verði góður flugukastari af æfingunni einni saman gleymir einu mikilvægu atriði. Það er nóg að æfa sig vel og lengi, sá partur er réttur, en það þarf líka að gera ráð fyrir litlum óhöppum á vegsemd þeirri sem gerir hvern þann flugukastara færan í flestan sjó. Nokkrir þættir hafa áhrif á flugukastið eins og vindur, en oft á tíðum gerast óhöppin þegar menn eiga síst von á þeim og þá er gott að hafa handlagna veiðifélaga sér við hlið. Eitt af því óþægilegasta sem nokkur fluguveiðimaður getur lent í er að fá fluguna í sig og þá t.d. á óvarða húð. Beittur krókurinn fer oft á kaf í húðina með tilheyrandi óþægindum og það er þess vegna ekki að ástæðulausu að veiðimenn nota hlífðargleraugu því sjónskaðar af völdum þessara slysa eru ekki óþekktir. Sem betur fer eru slysin fátíð og þau geta skeð hvenær sem er, fyrir hvern sem er. Hinir eldhressu veiðimenn Ásmundur og Gunnar Helgasynir hafa ekki farið varhluta af óhöppum eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. Gunnar fékk í einum af veiðitúrum þeirra félaga fluguna í kinnina. Á meðfylgjandi myndbandi sést þetta fræga atvik."Við vorum á Nessvæðinu 2012 í talsverðum vindi og Gunni setur fluguna svona skemmtilega í kinnina á sér. Það var eins og eins og Gunni hefði verið kýldur í andlitið, bæði brá honum svo við þetta og þá var þetta býsna óþægilegt. Þetta var í síðasta kasti dagsins þannig að við fórum bara niður í hús þar sem Hilmar Hansson tók á móti Gunna og sá kunni réttu handtökin. Lykilatriðið er víst að halda auganu niðri, að húðinni, og kippa svo snöggt og ákveðið. Eins og Gunni sagði, þá var miklu óþægilegra að fá fluguna í kinnina en að láta kippa henni úr. Það blæddi sama og ekkert og eftir smá stund sást ekkert á Gunna, engin bólga og engin ummerki. Glöggir lesendur sjá líklega að þarna er flugan Night Hawk á ferðinni." Sagði Ásmundur varðandi þetta atvik. Eins og sést á myndbandinu eru handtökin örugg hjá Hilmari Hanssyni. Veiðimenn ættu að hafa hugfast að nota alltaf veiðigleraugu og vera með smá sjúkrakassa í bílunum þegar á veiðislóð er komið enda gera slysin aldrei boð á undan sér. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Hver sá sem heldur því fram að veiðimaður verði góður flugukastari af æfingunni einni saman gleymir einu mikilvægu atriði. Það er nóg að æfa sig vel og lengi, sá partur er réttur, en það þarf líka að gera ráð fyrir litlum óhöppum á vegsemd þeirri sem gerir hvern þann flugukastara færan í flestan sjó. Nokkrir þættir hafa áhrif á flugukastið eins og vindur, en oft á tíðum gerast óhöppin þegar menn eiga síst von á þeim og þá er gott að hafa handlagna veiðifélaga sér við hlið. Eitt af því óþægilegasta sem nokkur fluguveiðimaður getur lent í er að fá fluguna í sig og þá t.d. á óvarða húð. Beittur krókurinn fer oft á kaf í húðina með tilheyrandi óþægindum og það er þess vegna ekki að ástæðulausu að veiðimenn nota hlífðargleraugu því sjónskaðar af völdum þessara slysa eru ekki óþekktir. Sem betur fer eru slysin fátíð og þau geta skeð hvenær sem er, fyrir hvern sem er. Hinir eldhressu veiðimenn Ásmundur og Gunnar Helgasynir hafa ekki farið varhluta af óhöppum eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. Gunnar fékk í einum af veiðitúrum þeirra félaga fluguna í kinnina. Á meðfylgjandi myndbandi sést þetta fræga atvik."Við vorum á Nessvæðinu 2012 í talsverðum vindi og Gunni setur fluguna svona skemmtilega í kinnina á sér. Það var eins og eins og Gunni hefði verið kýldur í andlitið, bæði brá honum svo við þetta og þá var þetta býsna óþægilegt. Þetta var í síðasta kasti dagsins þannig að við fórum bara niður í hús þar sem Hilmar Hansson tók á móti Gunna og sá kunni réttu handtökin. Lykilatriðið er víst að halda auganu niðri, að húðinni, og kippa svo snöggt og ákveðið. Eins og Gunni sagði, þá var miklu óþægilegra að fá fluguna í kinnina en að láta kippa henni úr. Það blæddi sama og ekkert og eftir smá stund sást ekkert á Gunna, engin bólga og engin ummerki. Glöggir lesendur sjá líklega að þarna er flugan Night Hawk á ferðinni." Sagði Ásmundur varðandi þetta atvik. Eins og sést á myndbandinu eru handtökin örugg hjá Hilmari Hanssyni. Veiðimenn ættu að hafa hugfast að nota alltaf veiðigleraugu og vera með smá sjúkrakassa í bílunum þegar á veiðislóð er komið enda gera slysin aldrei boð á undan sér.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði