Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2015 00:01 Íslendingar höfðu betur gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu. Vísir/Ernir Ísland vann frábæran eins marks sigur, 29-30, á Danmörku í öðrum leik liðanna á Totalkredit-æfingamótinu í kvöld en leikið var í Álaborg. Það var allt annað að sjá sóknarleik íslenska liðsins í kvöld en í undanförnum leikjum. Aron Pálmarsson lék með liðinu á ný eftir langa fjarveru og innkoma hans hafði heldur betur góð áhrif á íslensku sóknina. Danir byrjuðu framarlega í vörninni, en Íslendingar voru alltaf með svör á reiðum höndum og opnuðu dönsku vörnina hvað eftir annað. Alexander Petersson var magnaður í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Auk Alexanders voru þeir Stefán Rafn Sigurmannsson og Róbert Gunnarsson vel tengdir í sóknarleiknum og skiluðu fimm mörkum hvor í leiknum. Aron Pálmarsson skaut lítið á markið framan af leik, en var duglegur að spila samherja sína uppi og átti fjöldan allan af stoðsendingum. Aron tók oftar af skarið í seinni hálfleik og lauk leik með fjögur mörk og á annan tug stoðsendinga. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar ekki í sama gæðaflokki og sóknin í fyrri hálfleik og markvarslan var lítil sem engin. Danir voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu og skoruðu alls 10 mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og aldrei munaði miklu á liðunum. Íslendingar komust þremur mörkum yfir, 7-10, um miðjan fyrri hálfleik, en Danir unnu þann mun fljótt upp. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks munaði aldrei meira en einu marki á liðunum, en þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 17-18, Íslandi í vil. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega, skoraði fjögur fyrstu mörk hans og komst fimm mörkum yfir. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, setti þá Michael Damgaard inn á í sóknina og hann átti mestan þátt í því að Dönum tókst að jafna í 23-23. Sóknarleikur íslenska liðsins datt niður um miðjan seinni hálfleik þegar Snorri Steinn Guðjónsson var utan vallar, en það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í sókninni án leikstjórnandans snjalla. Liðin héldust í hendur næstu mínútur eða þar til Ísland sleit sig örlítið frá danska liðinu á lokametrunum, þökk sé bættum sóknarleik og góðri markvörslu Arons Rafns Eðvarðssonar. Haukamaðurinn fyrrverandi varði alls 11 skot í leiknum, eða 42% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland landaði að lokum eins marks sigri, 29-30, sem er kærkominn eftir ófarirnar gegn Svíum í gær. Ísland mætir Slóveníu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2015 í Katar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
Ísland vann frábæran eins marks sigur, 29-30, á Danmörku í öðrum leik liðanna á Totalkredit-æfingamótinu í kvöld en leikið var í Álaborg. Það var allt annað að sjá sóknarleik íslenska liðsins í kvöld en í undanförnum leikjum. Aron Pálmarsson lék með liðinu á ný eftir langa fjarveru og innkoma hans hafði heldur betur góð áhrif á íslensku sóknina. Danir byrjuðu framarlega í vörninni, en Íslendingar voru alltaf með svör á reiðum höndum og opnuðu dönsku vörnina hvað eftir annað. Alexander Petersson var magnaður í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Auk Alexanders voru þeir Stefán Rafn Sigurmannsson og Róbert Gunnarsson vel tengdir í sóknarleiknum og skiluðu fimm mörkum hvor í leiknum. Aron Pálmarsson skaut lítið á markið framan af leik, en var duglegur að spila samherja sína uppi og átti fjöldan allan af stoðsendingum. Aron tók oftar af skarið í seinni hálfleik og lauk leik með fjögur mörk og á annan tug stoðsendinga. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar ekki í sama gæðaflokki og sóknin í fyrri hálfleik og markvarslan var lítil sem engin. Danir voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu og skoruðu alls 10 mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og aldrei munaði miklu á liðunum. Íslendingar komust þremur mörkum yfir, 7-10, um miðjan fyrri hálfleik, en Danir unnu þann mun fljótt upp. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks munaði aldrei meira en einu marki á liðunum, en þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 17-18, Íslandi í vil. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega, skoraði fjögur fyrstu mörk hans og komst fimm mörkum yfir. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, setti þá Michael Damgaard inn á í sóknina og hann átti mestan þátt í því að Dönum tókst að jafna í 23-23. Sóknarleikur íslenska liðsins datt niður um miðjan seinni hálfleik þegar Snorri Steinn Guðjónsson var utan vallar, en það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í sókninni án leikstjórnandans snjalla. Liðin héldust í hendur næstu mínútur eða þar til Ísland sleit sig örlítið frá danska liðinu á lokametrunum, þökk sé bættum sóknarleik og góðri markvörslu Arons Rafns Eðvarðssonar. Haukamaðurinn fyrrverandi varði alls 11 skot í leiknum, eða 42% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland landaði að lokum eins marks sigri, 29-30, sem er kærkominn eftir ófarirnar gegn Svíum í gær. Ísland mætir Slóveníu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2015 í Katar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira