Fylgihlutalínan Staka stækkar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. desember 2014 12:00 María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður hefur bætt við fylgihlutalínu sína, Stöku. Opið hús verður á vinnustofu hennar í Gasstöðinni á Hverfisgötu 115, fimmtudaginn 11. desember. mynd/gva Upprunalega hugmyndin á bak við Stöku kemur úr Íslendingasögunum en hefur þróast út í ættbálk sem hefst við á hálendi Íslands. Ættbálkurinn er mitt hugarfóstur, heimur sem ég nota til að vinna út frá en ég bý til hluti fyrir þetta fólk,“ útskýrir María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður en fylgihlutalína hennar, Staka, vakti athygli þegar hún kynnti hana á HönnunarMars fyrir tveimur árum.María Kristín vinnur út frá ímynduðum ættbálki sem hefst við á hálendi Íslands.Síðan þá hefur bæst við línuna sem samanstendur af hálstaui og armböndum úr leðri. „Ég ímynda mér að ættbálkurinn eigi margt skylt við landnámsmennina en lifi í nútímanum. Þetta fólk er í mikilli snertingu við náttúruna, það þarf meðal annars að kljást við náttúruhamfarir og sækja sjálft innblástur í umhverfi sitt. Ég nota leður því það er hráefni sem var mikið notað á öldum áður,“ útskýrir María Kristín en leðrið sem hún notar er unnið á vistvænan hátt. „Ég fæ leðrið hjá litlu framleiðslufyrirtæki í Svíþjóð sem stundar vistvæna framleiðslu. Þau byggja á gömlum hefðum við vinnsluna og allt leður frá þeim er til að mynda krómfrítt. Króm er annars mikið notað í leðurvinnslu en er alls ekki gott fyrir menn né umhverfið.“Nýjar vörur koma á markaðinn fyrir jól, meðal annars í Sparki og í Mýrinnni.Á HönnunarMars í ár sýndi María Kristín nýja hluti sem hún hefur nú þróað enn frekar og er von á þeim á markaðinn fyrir jól. „Ég valdi nokkra hluti sem ég vann áfram, einfaldaði framleiðsluna og útfærði í svart og koníakslitað leður. Þessir hlutir munu fást í Sparki á Klapparstíg, í Mýrinni og fljótlega munu fleiri sölustaðir bætast við,“ segir María Kristín. Leðrið fær María Kristín frá litlum framleiðanda í Svíþjóð sem vinnur hráefnið á vistvænan hátt.Þá verður einnig opið hús á vinnustofu Maríu Kristínar þann 11. desember en hún hefur komið sér fyrir ásamt fleiri hönnuðum í Gasstöðinni, Hverfisgötu 115. „Við fluttum inn í október, í litla húsið fyrir framan lögreglustöðina. Þetta er frábært hús og skemmtileg staðsetning. Hér eru mörg fjölbreytt verkefni í gangi og fólk getur kíkt til okkar frá klukkan 16, þennan fimmtudag.“ Forvitnast má um Stöku á Facebook. HönnunarMars Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Upprunalega hugmyndin á bak við Stöku kemur úr Íslendingasögunum en hefur þróast út í ættbálk sem hefst við á hálendi Íslands. Ættbálkurinn er mitt hugarfóstur, heimur sem ég nota til að vinna út frá en ég bý til hluti fyrir þetta fólk,“ útskýrir María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður en fylgihlutalína hennar, Staka, vakti athygli þegar hún kynnti hana á HönnunarMars fyrir tveimur árum.María Kristín vinnur út frá ímynduðum ættbálki sem hefst við á hálendi Íslands.Síðan þá hefur bæst við línuna sem samanstendur af hálstaui og armböndum úr leðri. „Ég ímynda mér að ættbálkurinn eigi margt skylt við landnámsmennina en lifi í nútímanum. Þetta fólk er í mikilli snertingu við náttúruna, það þarf meðal annars að kljást við náttúruhamfarir og sækja sjálft innblástur í umhverfi sitt. Ég nota leður því það er hráefni sem var mikið notað á öldum áður,“ útskýrir María Kristín en leðrið sem hún notar er unnið á vistvænan hátt. „Ég fæ leðrið hjá litlu framleiðslufyrirtæki í Svíþjóð sem stundar vistvæna framleiðslu. Þau byggja á gömlum hefðum við vinnsluna og allt leður frá þeim er til að mynda krómfrítt. Króm er annars mikið notað í leðurvinnslu en er alls ekki gott fyrir menn né umhverfið.“Nýjar vörur koma á markaðinn fyrir jól, meðal annars í Sparki og í Mýrinnni.Á HönnunarMars í ár sýndi María Kristín nýja hluti sem hún hefur nú þróað enn frekar og er von á þeim á markaðinn fyrir jól. „Ég valdi nokkra hluti sem ég vann áfram, einfaldaði framleiðsluna og útfærði í svart og koníakslitað leður. Þessir hlutir munu fást í Sparki á Klapparstíg, í Mýrinni og fljótlega munu fleiri sölustaðir bætast við,“ segir María Kristín. Leðrið fær María Kristín frá litlum framleiðanda í Svíþjóð sem vinnur hráefnið á vistvænan hátt.Þá verður einnig opið hús á vinnustofu Maríu Kristínar þann 11. desember en hún hefur komið sér fyrir ásamt fleiri hönnuðum í Gasstöðinni, Hverfisgötu 115. „Við fluttum inn í október, í litla húsið fyrir framan lögreglustöðina. Þetta er frábært hús og skemmtileg staðsetning. Hér eru mörg fjölbreytt verkefni í gangi og fólk getur kíkt til okkar frá klukkan 16, þennan fimmtudag.“ Forvitnast má um Stöku á Facebook.
HönnunarMars Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira