Markverðirnir stórbæta sig í atvinnumennskunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2014 08:00 Ingvar Jónsson var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af leikmönnum deildarinnar og heldur nú út í atvinnumennsku. Fréttablaðið/Vilhelm Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar til síðustu fjögurra ára, samdi við norska úrvalsdeildarliðið Start í gær og heldur í atvinnumennsku á nýju ári. Þar með er íslenska markvarðaþríeykið í landsliðinu, miðað við síðasta hóp, allt spilandi erlendis. Þetta hefur gerst nokkuð hratt, en Hannes Þór Halldórsson fór frá KR til Sandnes síðasta haust, Ögmundur Kristinsson til Randers í sumar og nú Ingvar til Start í Noregi. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst aukin geta. Við erum búnir að vera að sjá þróun á markvörðum hér heima og þeir verða bara betri. Við erum að fá mikið af ungum og efnilegum strákum inn og allri þjálfun er sinnt betur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari KR og íslenska landsliðsins.Mennt er máttur Guðmundur segir árangur íslenska landsliðsins sem og árangur liða á borð við FH, Breiðablik, KR og Stjörnuna í Evrópu á undanförnum árum hafa mikið að segja. „Evrópuglugginn virðist opnari en nokkru sinni fyrr og þannig ná þessir strákar að vekja á sér athygli,“ segir Guðmundur, en bendir þó fyrst og fremst á betri þjálfun. „Markvarðaþjálfarar eru orðnir betur menntaðir en oft áður og það skilar sér í meiri gæðum. Stærsta skrefið hjá KSÍ var að taka menntun þessara þjálfara inn í leyfiskerfið og nú þurfa liðin að vera með einn slíkan í sínum röðum.“ Þessa dagana stendur einmitt yfir námskeið fyrir verðandi markvarðaþjálfara og þar má sjá nokkur kunnugleg andlit. „Það eru einir 14 þjálfarar á námskeiði núna, þar á meðal Þóra Helgadóttir og Stefán Logi Magnússon. Það er rosalega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn í þetta sem hafa haft það að atvinnu. Það er þessi hópur sem við viljum fá inn í þetta,“ segir Guðmundur.Menn verða betri úti Guðmundur, sem haldið hefur utan um markverði landsliðsins í stjórnartíð Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar, segir rosalega mikilvægt fyrir þjálfarana að geta valið úr leikmönnum sem spila í atvinumennsku. „Við erum tilbúnir að gera allt fyrir þessa stráka hérna heima, en þegar allt kemur til alls er þetta ekki atvinnumennska. Ég þekki vel til Ögmundar og Hannesar og hef unnið með þeim í kringum landsliðið og sé alveg hversu mikið þeir hafa bætt sig á að fara í atvinnumennsku. Þeir sem fara út og geta sinnt þessu 100 prósent taka einfaldlega næsta skref. Nú eigum við sex markverði í atvinnumennsku. Þessi staða er alveg æðisleg,“ segir hann.Nú fá aðrir tækifæri Stjörnumenn ætla ekki að sækja sér nýjan markvörð til að leysa Ingvar af heldur munu Arnar Darri Pétursson (1991) og Sveinn Sigurður Jóhannesson (1995) berjast um markvarðarstöðuna hjá Íslandsmeisturunum. „Með þessu finnst mér Stjarnan vera að stíga stórt skref. Nú þarf Arnar Darri að sýna úr hverju hann er gerður og ég vil sjá hann taka risastórt skref. Hann hefur allt sem markvörður þarf að hafa. Sveinn Sigurður sýndi líka hvað hann getur þegar hann kom inn á í sumar og er búinn að vera Íslandsmeistari með Stjörnunni í 2. flokki tvö ár í röð. Það er flott að gefa þessum strákum tækifæri,“ segir Guðmundur, en þessar ferðir landsliðsmarkvarðanna í atvinnumennsku gefa einmitt fleirum tækifæri í Pepsi-deildinni. „Það sem gerist í framhaldinu þegar fleiri fara út, þá fá aðrir tækifæri í efstu deild og kannski ungir markverðir. Svona vindur þetta upp á sig og við getum haldið áfram að framleiða góða markverði fyrir félagsliðin okkar og landsliðið,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins. Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar til síðustu fjögurra ára, samdi við norska úrvalsdeildarliðið Start í gær og heldur í atvinnumennsku á nýju ári. Þar með er íslenska markvarðaþríeykið í landsliðinu, miðað við síðasta hóp, allt spilandi erlendis. Þetta hefur gerst nokkuð hratt, en Hannes Þór Halldórsson fór frá KR til Sandnes síðasta haust, Ögmundur Kristinsson til Randers í sumar og nú Ingvar til Start í Noregi. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst aukin geta. Við erum búnir að vera að sjá þróun á markvörðum hér heima og þeir verða bara betri. Við erum að fá mikið af ungum og efnilegum strákum inn og allri þjálfun er sinnt betur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari KR og íslenska landsliðsins.Mennt er máttur Guðmundur segir árangur íslenska landsliðsins sem og árangur liða á borð við FH, Breiðablik, KR og Stjörnuna í Evrópu á undanförnum árum hafa mikið að segja. „Evrópuglugginn virðist opnari en nokkru sinni fyrr og þannig ná þessir strákar að vekja á sér athygli,“ segir Guðmundur, en bendir þó fyrst og fremst á betri þjálfun. „Markvarðaþjálfarar eru orðnir betur menntaðir en oft áður og það skilar sér í meiri gæðum. Stærsta skrefið hjá KSÍ var að taka menntun þessara þjálfara inn í leyfiskerfið og nú þurfa liðin að vera með einn slíkan í sínum röðum.“ Þessa dagana stendur einmitt yfir námskeið fyrir verðandi markvarðaþjálfara og þar má sjá nokkur kunnugleg andlit. „Það eru einir 14 þjálfarar á námskeiði núna, þar á meðal Þóra Helgadóttir og Stefán Logi Magnússon. Það er rosalega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn í þetta sem hafa haft það að atvinnu. Það er þessi hópur sem við viljum fá inn í þetta,“ segir Guðmundur.Menn verða betri úti Guðmundur, sem haldið hefur utan um markverði landsliðsins í stjórnartíð Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar, segir rosalega mikilvægt fyrir þjálfarana að geta valið úr leikmönnum sem spila í atvinumennsku. „Við erum tilbúnir að gera allt fyrir þessa stráka hérna heima, en þegar allt kemur til alls er þetta ekki atvinnumennska. Ég þekki vel til Ögmundar og Hannesar og hef unnið með þeim í kringum landsliðið og sé alveg hversu mikið þeir hafa bætt sig á að fara í atvinnumennsku. Þeir sem fara út og geta sinnt þessu 100 prósent taka einfaldlega næsta skref. Nú eigum við sex markverði í atvinnumennsku. Þessi staða er alveg æðisleg,“ segir hann.Nú fá aðrir tækifæri Stjörnumenn ætla ekki að sækja sér nýjan markvörð til að leysa Ingvar af heldur munu Arnar Darri Pétursson (1991) og Sveinn Sigurður Jóhannesson (1995) berjast um markvarðarstöðuna hjá Íslandsmeisturunum. „Með þessu finnst mér Stjarnan vera að stíga stórt skref. Nú þarf Arnar Darri að sýna úr hverju hann er gerður og ég vil sjá hann taka risastórt skref. Hann hefur allt sem markvörður þarf að hafa. Sveinn Sigurður sýndi líka hvað hann getur þegar hann kom inn á í sumar og er búinn að vera Íslandsmeistari með Stjörnunni í 2. flokki tvö ár í röð. Það er flott að gefa þessum strákum tækifæri,“ segir Guðmundur, en þessar ferðir landsliðsmarkvarðanna í atvinnumennsku gefa einmitt fleirum tækifæri í Pepsi-deildinni. „Það sem gerist í framhaldinu þegar fleiri fara út, þá fá aðrir tækifæri í efstu deild og kannski ungir markverðir. Svona vindur þetta upp á sig og við getum haldið áfram að framleiða góða markverði fyrir félagsliðin okkar og landsliðið,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira