Perrakarlar í skugga nafnleyndar Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Ung kona sem ég þekki sendi fyrrverandi kærastanum sínum einu sinni nektarmynd af sér. Saklausa nektarmynd ætlaða honum einum, kærasta sínum til nokkurra ára. Stuttu seinna hættu þau saman og illdeilur voru á milli þeirra. Kærastinn fyrrverandi notaði nektarmyndina gegn henni og sagðist ætla senda hana á vini sína til þess að hefna sín á henni. Sem og hann gerði. Vinirnir sendu áfram á sína vini og einhver þeirra setti myndina inna á vefsíðu þar sem perrakarlar deila nektarmyndum sín á milli af stúlkum sem yfirleitt tengjast þeim ekki neitt. Fjölmargar svona íslenskar vefsíður eru til og oft hefur verið fjallað um þær í fjölmiðlum. Þar skiptast íslenskir perrakarlar á myndum af nafngreindum íslenskum stelpum. Myndir sem þeir fá í leyfisleysi eða hreinlega stela. Þeim finnst það svo lítið mál að þeir meira segja óska eftir myndum af stelpum undir lögaldri. Inni á einni svona síðu er óskað eftir mynd af stelpu sem ég þekki og er fimmtán ára gömul. Ég veit ekki hvað þeir sem óskuðu eftir henni eru gamlir en þeim þykir akkúrat ekkert að því að biðja um myndir af stúlku sem þekkir þá ekki neitt, hefur aldrei samþykkt það að þeir sjái hana nakta, hvað þá skoði eða dreifi myndum af henni. Ef síðunni er lokað þá kemur bara upp önnur í staðinn og litlu perrakarlarnir halda áfram í skugga nafnleyndar að dreifa myndum. Löggan getur ekkert gert því síðurnar eru vistaðar erlendis. Perrakarlarnir fá því að starfa algjörlega óáreittir og skammast sín ekki einu sinni. Ætli þessir perrakarlar staldri einhvern tímann við og hugsi hvernig stelpunum á myndinni líði vitandi af því að persónulegar myndir af þeim séu í dreifingu, perrakarla á milli, á internetinu? Ætli þeir spái í því hvaða áhrif þetta hefur á þær? Að þurfa stöðugt að óttast hverjir hafi séð þessar myndir af þeim? Myndir sem aldrei voru ætlaðar til dreifingar. Eflaust er þeim alveg sama enda bara að svala sínum ógeðsfýsnum og halda áfram að dreifa myndum sem þeir hafa engan rétt á að eiga né dreifa. Óskandi væri að þessir menn myndu læra að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Ung kona sem ég þekki sendi fyrrverandi kærastanum sínum einu sinni nektarmynd af sér. Saklausa nektarmynd ætlaða honum einum, kærasta sínum til nokkurra ára. Stuttu seinna hættu þau saman og illdeilur voru á milli þeirra. Kærastinn fyrrverandi notaði nektarmyndina gegn henni og sagðist ætla senda hana á vini sína til þess að hefna sín á henni. Sem og hann gerði. Vinirnir sendu áfram á sína vini og einhver þeirra setti myndina inna á vefsíðu þar sem perrakarlar deila nektarmyndum sín á milli af stúlkum sem yfirleitt tengjast þeim ekki neitt. Fjölmargar svona íslenskar vefsíður eru til og oft hefur verið fjallað um þær í fjölmiðlum. Þar skiptast íslenskir perrakarlar á myndum af nafngreindum íslenskum stelpum. Myndir sem þeir fá í leyfisleysi eða hreinlega stela. Þeim finnst það svo lítið mál að þeir meira segja óska eftir myndum af stelpum undir lögaldri. Inni á einni svona síðu er óskað eftir mynd af stelpu sem ég þekki og er fimmtán ára gömul. Ég veit ekki hvað þeir sem óskuðu eftir henni eru gamlir en þeim þykir akkúrat ekkert að því að biðja um myndir af stúlku sem þekkir þá ekki neitt, hefur aldrei samþykkt það að þeir sjái hana nakta, hvað þá skoði eða dreifi myndum af henni. Ef síðunni er lokað þá kemur bara upp önnur í staðinn og litlu perrakarlarnir halda áfram í skugga nafnleyndar að dreifa myndum. Löggan getur ekkert gert því síðurnar eru vistaðar erlendis. Perrakarlarnir fá því að starfa algjörlega óáreittir og skammast sín ekki einu sinni. Ætli þessir perrakarlar staldri einhvern tímann við og hugsi hvernig stelpunum á myndinni líði vitandi af því að persónulegar myndir af þeim séu í dreifingu, perrakarla á milli, á internetinu? Ætli þeir spái í því hvaða áhrif þetta hefur á þær? Að þurfa stöðugt að óttast hverjir hafi séð þessar myndir af þeim? Myndir sem aldrei voru ætlaðar til dreifingar. Eflaust er þeim alveg sama enda bara að svala sínum ógeðsfýsnum og halda áfram að dreifa myndum sem þeir hafa engan rétt á að eiga né dreifa. Óskandi væri að þessir menn myndu læra að skammast sín.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun