Kristur fer til fjarheilara Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 16. október 2014 09:00 Kolfinna bindur miklar vonir við heilunina. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er svolítið eins og píslarganga Krists, þessi veikindasaga hans,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, ein af Reykjavíkurdætrum, sem er eigandi kattarins Krists, en hann þjáist af áfallastreituröskun á háu stigi. „Ég held að fyrsta áfallið hans hafi verið þegar hann fæddist, en það voru átta aðrir kettlingar í gotinu, sem er mjög mikið,“ segir Kolfinna og bætir við að hann hafi einnig verið lengi hjá móður sinni og þess vegna hafi það verið annað áfall fyrir hann þegar hann var tekinn frá henni. Síðan þá hefur sjúkrasaga Krists bara lengst. „Hann hefur oft verið lagður inn á dýraspítala vegna líkamlegra og andlegra áfalla. Nú síðast var það vegna sára á hálsi sem hann fékk, en hann er smá vandræðaunglingur núna,“ segir Kolfinna. Við þessi áföll segir hún að Kristur sé lengi að jafna sig og sé hræddur. Kolfinna segist hafa reynt allt til þess að hjálpa honum, en ekkert virkað. „Ég vildi leita í annað en þessar hefðbundnu vestrænu aðferðir, svo ég fann kattaheilara, hún heitir Natasha og býr í Danmörku og stundar svokallaða fjarheilun,“ segir Kolfinna. „Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur. Kristur verður svo lagður í bæli og við sitjum hjá honum,“ segir Kolfinna. Á sama tíma verður heilarinn í Danmörku og sendir heilunarorkuna til hans. „Þetta á að græða öll hans andlegu sár, en það fer allt eftir því hvort líkami hans hafnar þessu eða ekki,“ segir hún. Kolfinna segist hafa heyrt margar góðar reynslusögur af meðferðinni, en hún segir að hún sé þekkt í Evrópu. „Við erum bara svo aftarlega í öllum svona málum hérna á Íslandi,“ segir Kolfinna. Ef meðferðin ber einhvern árangur hyggst Kolfinna safna fyrir ferð fyrir sig og Krist til Danmerkur. „Natasha getur líka talað við dýrin og ef þetta gengur vel förum við til hennar. Þetta verður hans andlega ferðalag.“ Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Þetta er svolítið eins og píslarganga Krists, þessi veikindasaga hans,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, ein af Reykjavíkurdætrum, sem er eigandi kattarins Krists, en hann þjáist af áfallastreituröskun á háu stigi. „Ég held að fyrsta áfallið hans hafi verið þegar hann fæddist, en það voru átta aðrir kettlingar í gotinu, sem er mjög mikið,“ segir Kolfinna og bætir við að hann hafi einnig verið lengi hjá móður sinni og þess vegna hafi það verið annað áfall fyrir hann þegar hann var tekinn frá henni. Síðan þá hefur sjúkrasaga Krists bara lengst. „Hann hefur oft verið lagður inn á dýraspítala vegna líkamlegra og andlegra áfalla. Nú síðast var það vegna sára á hálsi sem hann fékk, en hann er smá vandræðaunglingur núna,“ segir Kolfinna. Við þessi áföll segir hún að Kristur sé lengi að jafna sig og sé hræddur. Kolfinna segist hafa reynt allt til þess að hjálpa honum, en ekkert virkað. „Ég vildi leita í annað en þessar hefðbundnu vestrænu aðferðir, svo ég fann kattaheilara, hún heitir Natasha og býr í Danmörku og stundar svokallaða fjarheilun,“ segir Kolfinna. „Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur. Kristur verður svo lagður í bæli og við sitjum hjá honum,“ segir Kolfinna. Á sama tíma verður heilarinn í Danmörku og sendir heilunarorkuna til hans. „Þetta á að græða öll hans andlegu sár, en það fer allt eftir því hvort líkami hans hafnar þessu eða ekki,“ segir hún. Kolfinna segist hafa heyrt margar góðar reynslusögur af meðferðinni, en hún segir að hún sé þekkt í Evrópu. „Við erum bara svo aftarlega í öllum svona málum hérna á Íslandi,“ segir Kolfinna. Ef meðferðin ber einhvern árangur hyggst Kolfinna safna fyrir ferð fyrir sig og Krist til Danmerkur. „Natasha getur líka talað við dýrin og ef þetta gengur vel förum við til hennar. Þetta verður hans andlega ferðalag.“
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira