Sýnir brot úr nýju myndinni í Bíó Paradís í kvöld Þórður Ingi Jónsson skrifar 10. október 2014 13:30 Pílagrímsferð - Fox kemur á hverju ári vegna friðarverðlaunanna. „Þetta er eins og pílagrímsferð fyrir mig,“ segir bandaríski leikstjórinn Josh Fox sem staddur er hér á landi með fríðu föruneyti Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúlunni í gær. „Ég kem aftur á hverju ári af því að þetta er stórkostleg leið til að fagna friði.“ Josh hlaut friðarverðlaunin árið 2010 fyrir heimildarmynd sína Gasland, sem fjallar um neikvæð áhrif olíuborana á samfélög í Bandaríkjunum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Fox vinnur nú að annarri heimildarmynd sem fjallar um loftslagsbreytingar. Leikstjórinn mun sýna brot úr myndinni sinni í Bíói Paradís í kvöld en hún er ennþá í vinnslu. Eftir sýninguna verða umræður. „Loftslagsbreytingar eru eitthvað sem við erum að upplifa alls staðar í heiminum – meiri sjávarhæð, meiri veðurhamfarir, súrnun sjávar og eyðilegging umhverfisins sem við stólum á. Á Íslandi er ótrúleg hefð fyrir friði og endurnýjanlegri orku þannig að það er frábær staður til að sýna verkið í vinnslu.“ Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segir 97% loftslagsvísindamanna sammála um að loftslagsbreytingar séu líklega af manna völdum en samt er þetta mikið deilumál í heimalandi Josh, Bandaríkjunum. „Það er olíu- og gasiðnaðurinn sem hefur verið að búa til og dreifa röngum upplýsingum um þetta áratugum saman. Það líkist tóbaksiðnaðinum á þann hátt, að tóbaksfyrirtæki neituðu áratugum saman að sígarettur yllu heilsuvandamálum. Það sem er virkilega illt er að þessi fyrirtæki vita að sígarettur valda heilsuvandamálum líkt og olíu- og gasfyrirtæki vita að þau valda loftslagsbreytingum. Strategía þeirra er að skapa efa í huga fólks.“ „Það er efinn sem lamar menn. Ef þú ert ekki viss þá læturðu ekki til skarar skríða. Við, sem teljum okkur siðmenntuð, erum viss, niðurstöðurnar eru mjög skýrar og allir vita sannleikann. En olíu- og gasiðnaðurinn reynir að villa um fyrir fólki þar sem menn vilja halda í völd sín,“ segir Josh. „Þetta er mikið hættuástand sem við erum stödd í.“ Josh segir að heimildarmyndir hans séu hvatning til aðgerða. „Gasland og Gasland 2 fengu fólk til að leggjast í aðgerðir og nú eru að rísa upp hreyfingar gegn vökvabroti (e. fracking) víðs vegar um heiminn. Ég vona að nýja myndin mín geti bæði hvatt fólk til aðgerða en einnig skemmt þeim, þetta er ekki svartsýn mynd. Þetta er þunglyndislegt umræðuefni en myndin er full af von af því að hún fjallar um fólk í krísu og sýnir hvernig okkar bestu eiginleikar geta birst þegar þannig stendur á.“ Óskarinn Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
„Þetta er eins og pílagrímsferð fyrir mig,“ segir bandaríski leikstjórinn Josh Fox sem staddur er hér á landi með fríðu föruneyti Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúlunni í gær. „Ég kem aftur á hverju ári af því að þetta er stórkostleg leið til að fagna friði.“ Josh hlaut friðarverðlaunin árið 2010 fyrir heimildarmynd sína Gasland, sem fjallar um neikvæð áhrif olíuborana á samfélög í Bandaríkjunum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Fox vinnur nú að annarri heimildarmynd sem fjallar um loftslagsbreytingar. Leikstjórinn mun sýna brot úr myndinni sinni í Bíói Paradís í kvöld en hún er ennþá í vinnslu. Eftir sýninguna verða umræður. „Loftslagsbreytingar eru eitthvað sem við erum að upplifa alls staðar í heiminum – meiri sjávarhæð, meiri veðurhamfarir, súrnun sjávar og eyðilegging umhverfisins sem við stólum á. Á Íslandi er ótrúleg hefð fyrir friði og endurnýjanlegri orku þannig að það er frábær staður til að sýna verkið í vinnslu.“ Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segir 97% loftslagsvísindamanna sammála um að loftslagsbreytingar séu líklega af manna völdum en samt er þetta mikið deilumál í heimalandi Josh, Bandaríkjunum. „Það er olíu- og gasiðnaðurinn sem hefur verið að búa til og dreifa röngum upplýsingum um þetta áratugum saman. Það líkist tóbaksiðnaðinum á þann hátt, að tóbaksfyrirtæki neituðu áratugum saman að sígarettur yllu heilsuvandamálum. Það sem er virkilega illt er að þessi fyrirtæki vita að sígarettur valda heilsuvandamálum líkt og olíu- og gasfyrirtæki vita að þau valda loftslagsbreytingum. Strategía þeirra er að skapa efa í huga fólks.“ „Það er efinn sem lamar menn. Ef þú ert ekki viss þá læturðu ekki til skarar skríða. Við, sem teljum okkur siðmenntuð, erum viss, niðurstöðurnar eru mjög skýrar og allir vita sannleikann. En olíu- og gasiðnaðurinn reynir að villa um fyrir fólki þar sem menn vilja halda í völd sín,“ segir Josh. „Þetta er mikið hættuástand sem við erum stödd í.“ Josh segir að heimildarmyndir hans séu hvatning til aðgerða. „Gasland og Gasland 2 fengu fólk til að leggjast í aðgerðir og nú eru að rísa upp hreyfingar gegn vökvabroti (e. fracking) víðs vegar um heiminn. Ég vona að nýja myndin mín geti bæði hvatt fólk til aðgerða en einnig skemmt þeim, þetta er ekki svartsýn mynd. Þetta er þunglyndislegt umræðuefni en myndin er full af von af því að hún fjallar um fólk í krísu og sýnir hvernig okkar bestu eiginleikar geta birst þegar þannig stendur á.“
Óskarinn Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira