Línudans Hildur Sverrisdóttir skrifar 13. september 2014 07:00 Hjónin Ingrid og Carl Persson fara í langþráð ferðalag til Kenía ásamt börnum sínum. Þau millilenda í Nígeríu þar sem þau labba um bæinn og skoða allskonar fallegan varning sem þar er í boði. Carl er samt illa við að þau versli við heimamenn því eins og allir vita eru svo margir svindlarar í Nígeríu. Í glensi brýnir hann fyrir börnunum að tala við engan sem gæti hafa verið að missa forríkan ættingja. Við komuna til Kenía tekur á móti þeim bílstjóri sem mun verða þeim innan handar og keyra þau á milli staða. Þau hafa leigt lítið hús og því fylgir bæði öryggisvörður sem gætir þeirra allan sólarhringinn og þjónustustúlka sem þrífur og eldar fyrir þau dýrindis framandi máltíðir. Þjónustustúlkan bauð upp á að vinkonur hennar kæmu á hverjum morgni ef fjölskyldan vildi fá nudd og hand- og fótsnyrtingu. Þau þáðu það því það gerist ekki á hverjum degi að láta stjana svona við sig fyrir nánast engan pening. Hjónin ræða oft hversu mikill lúxus það er að fá svo fína og ódýra þjónustu frá þessu góða fólki. Ingrid hefur orð á hvort það ætti kannski að borga þeim meira þar sem þau hafa örugglega fyrir mörgum svöngum munnum að sjá. Carl telur það óþarfa og í raun bjarnargreiða fyrir þau þar sem það sé betra að halda sig bara innan þess ramma sem þetta fólk er vant. Fjölskyldan fer í ýmsar skoðunarferðir og sér fallega náttúru og ævintýralegt dýralíf. Þau eru þó sammála um að áhrifamest fannst þeim þegar bílstjórinn keyrði hægt framhjá fátækrahverfinu þar sem stóreyg og skítug börn horfðu á eftir þeim. Í flugvélinni á leið heim les Ingrid um það í dagblaðinu að heima í Svíþjóð hafi verið teknar úr sölu gardínur með gamalli teikningu úr bók um Línu Langsokk þar sem teikningin af afrískum börnum að stjana við Línu þótti birtingarmynd kynþáttahyggju. Ingrid er fegin að gardínurnar voru teknar úr umferð því hún vill alls ekki að börnin hennar verði fyrir neinni kynþáttahyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Hjónin Ingrid og Carl Persson fara í langþráð ferðalag til Kenía ásamt börnum sínum. Þau millilenda í Nígeríu þar sem þau labba um bæinn og skoða allskonar fallegan varning sem þar er í boði. Carl er samt illa við að þau versli við heimamenn því eins og allir vita eru svo margir svindlarar í Nígeríu. Í glensi brýnir hann fyrir börnunum að tala við engan sem gæti hafa verið að missa forríkan ættingja. Við komuna til Kenía tekur á móti þeim bílstjóri sem mun verða þeim innan handar og keyra þau á milli staða. Þau hafa leigt lítið hús og því fylgir bæði öryggisvörður sem gætir þeirra allan sólarhringinn og þjónustustúlka sem þrífur og eldar fyrir þau dýrindis framandi máltíðir. Þjónustustúlkan bauð upp á að vinkonur hennar kæmu á hverjum morgni ef fjölskyldan vildi fá nudd og hand- og fótsnyrtingu. Þau þáðu það því það gerist ekki á hverjum degi að láta stjana svona við sig fyrir nánast engan pening. Hjónin ræða oft hversu mikill lúxus það er að fá svo fína og ódýra þjónustu frá þessu góða fólki. Ingrid hefur orð á hvort það ætti kannski að borga þeim meira þar sem þau hafa örugglega fyrir mörgum svöngum munnum að sjá. Carl telur það óþarfa og í raun bjarnargreiða fyrir þau þar sem það sé betra að halda sig bara innan þess ramma sem þetta fólk er vant. Fjölskyldan fer í ýmsar skoðunarferðir og sér fallega náttúru og ævintýralegt dýralíf. Þau eru þó sammála um að áhrifamest fannst þeim þegar bílstjórinn keyrði hægt framhjá fátækrahverfinu þar sem stóreyg og skítug börn horfðu á eftir þeim. Í flugvélinni á leið heim les Ingrid um það í dagblaðinu að heima í Svíþjóð hafi verið teknar úr sölu gardínur með gamalli teikningu úr bók um Línu Langsokk þar sem teikningin af afrískum börnum að stjana við Línu þótti birtingarmynd kynþáttahyggju. Ingrid er fegin að gardínurnar voru teknar úr umferð því hún vill alls ekki að börnin hennar verði fyrir neinni kynþáttahyggju.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun