Skil sátt við landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. september 2014 07:00 Þóra er að kveðja. fréttablaðið/stefán Þrátt fyrir að draumurinn um sæti á Heimsmeistaramótinu 2015 í Kanada sé úti var létt yfir stelpunum okkar á æfingu í gær. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði töluverðar breytingar á leikmannahópnum og gaf yngri leikmönnum tækifæri. Greinilegt að hann er byrjaður að hugsa til framtíðar en leikmennirnir vita að leikirnir gegn Ísrael á morgun og Serbíu á miðvikudag skipta máli. Þrátt fyrir að leikmannahópurinn sé í yngri kantinum má þó sjá reynslumikla leikmenn á borð við Dóru Maríu Lárusdóttur og Þóru B. Helgadóttur sem hafa leikið 106 leiki fyrir Íslands hönd. Þóra segir að stemmingin í hópnum sé mjög góð fyrir leikina. „Stemmingin er mjög góð, við erum að vinna okkur upp úr vonbrigðunum eftir síðasta leik en það gengur vel og einbeiting liðsins er á næsta verkefni sem er undankeppni EM. Markmiðið er að halda áfram að byggja upp leik liðsins og við þurfum sex stig til þess að halda sæti okkar á styrkleikalistanum,“ sagði Þóra sem vonast til þess að næsta kynslóð sé tilbúin að taka við keflinu. „Freyr mun gera breytingar á byrjunarliðinu og það munu koma stelpur inn sem vilja sýna og sanna fyrir næstu verkefni. Það er alltaf hvatning að spila fyrir landsliðið og þær koma með kraft og jákvæðni inn í þetta. Þær eru ekki lengur ungar heldur eru þær tilbúnar að fara að taka við landsliðinu af okkur reynslumeiri leikmönnunum. Ég hef fulla trú á því að þær séu tilbúnar til þess.“fréttablaðið/stefánKaflaskipti hjá liðinu Þóra hefur ákveðið að leggja landsliðshanskana á hilluna en hún gerir ráð fyrir að hætta í fótbolta eftir að íslenska tímabilinu lýkur. „Þetta er ákvörðun sem ég tók og þetta eru síðustu landsleikirnir mínir. Það eru auðvitað blendnar tilfinningar en ég er ánægð að hafa tekið þetta skref. Ég hef átt margar góðar stundir með landsliðinu, kynnst frábæru fólki og skil sátt við þetta,“ sagði Þóra sem bar landsliðsþjálfaranum vel söguna. „Hann spurði mig hvort það væri eitthvað sem gæti breytt skoðun minni en hann virti ákvörðun mína þegar hann sá hversu ákveðin ég var. Hann skilur þetta og ber virðingu fyrir þessari ákvörðun.“ Þóra átti erfitt með að velja hápunkt landsliðsferilsins eftir sextán ár með landsliðinu. „Stórmótin standa upp úr, þau voru frábær og bæði á sinn hátt. Svo er gaman að sjá bætinginuna á landsliðinu síðan ég byrjaði. Liðið hefur tekið stöðugum framförum ár eftir ár síðan ég byrjaði og núna er að koma ákveðin kynslóðarskipti. Ég hef fulla trú á því að þessar stelpur taki við keflinu af okkur eldri leikmönnunum,“ sagði Þóra sem gerði ekki ráð fyrir að taka annað tímabil með Fylki. „Ég held ekki en ég útiloka ekki neitt,“ sagði Þóra sem var ekki viss hvort hana myndi klæja í fingurna næsta vor. „Það gæti verið, þá verð ég bara að tækla það þegar að því kemur.“Erum búin að sleikja sárin Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að leikmenn liðsins séu búnir að ná sér eftir tapið gegn Danmörku á dögunum. „Við erum búin að sleikja sárin eftir tapið. Við vildum fá miklu meira út úr leiknum því hann spilaðist bara eins og við vildum. Við þurfum að komast yfir hann og vonandi náum við því með sigri hér á morgun,“ sagði Freyr sem ætlar að gera breytingar á byrjunarliði íslenska liðsins. „Þær sem eru að koma nýjar inn og þær sem eru að koma inn eftir meiðsli eru auðvitað hungraðar. Það verða engar róttækar breytingar en það verða einhverjar.“ Um er að ræða ómetanlegan undirbúning fyrir næstu undankeppni að mati þjálfarans enda leikur liðið sjaldan æfingaleiki. „Við fáum ekki marga æfingaleiki og því er þetta gríðarlega mikilvægt í undirbúningi fyrir undankeppni EM 2017. Þessir leikmenn sem ég tek inn í þennan hóp þurfa að sýna hvað þær geta. Ég veit hvað hinar hafa fram að færa og þetta er kjörið tækifæri til þess að skoða hvað aðrir leikmenn hafa fram að færa til liðsins,“ sagði Freyr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Þrátt fyrir að draumurinn um sæti á Heimsmeistaramótinu 2015 í Kanada sé úti var létt yfir stelpunum okkar á æfingu í gær. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði töluverðar breytingar á leikmannahópnum og gaf yngri leikmönnum tækifæri. Greinilegt að hann er byrjaður að hugsa til framtíðar en leikmennirnir vita að leikirnir gegn Ísrael á morgun og Serbíu á miðvikudag skipta máli. Þrátt fyrir að leikmannahópurinn sé í yngri kantinum má þó sjá reynslumikla leikmenn á borð við Dóru Maríu Lárusdóttur og Þóru B. Helgadóttur sem hafa leikið 106 leiki fyrir Íslands hönd. Þóra segir að stemmingin í hópnum sé mjög góð fyrir leikina. „Stemmingin er mjög góð, við erum að vinna okkur upp úr vonbrigðunum eftir síðasta leik en það gengur vel og einbeiting liðsins er á næsta verkefni sem er undankeppni EM. Markmiðið er að halda áfram að byggja upp leik liðsins og við þurfum sex stig til þess að halda sæti okkar á styrkleikalistanum,“ sagði Þóra sem vonast til þess að næsta kynslóð sé tilbúin að taka við keflinu. „Freyr mun gera breytingar á byrjunarliðinu og það munu koma stelpur inn sem vilja sýna og sanna fyrir næstu verkefni. Það er alltaf hvatning að spila fyrir landsliðið og þær koma með kraft og jákvæðni inn í þetta. Þær eru ekki lengur ungar heldur eru þær tilbúnar að fara að taka við landsliðinu af okkur reynslumeiri leikmönnunum. Ég hef fulla trú á því að þær séu tilbúnar til þess.“fréttablaðið/stefánKaflaskipti hjá liðinu Þóra hefur ákveðið að leggja landsliðshanskana á hilluna en hún gerir ráð fyrir að hætta í fótbolta eftir að íslenska tímabilinu lýkur. „Þetta er ákvörðun sem ég tók og þetta eru síðustu landsleikirnir mínir. Það eru auðvitað blendnar tilfinningar en ég er ánægð að hafa tekið þetta skref. Ég hef átt margar góðar stundir með landsliðinu, kynnst frábæru fólki og skil sátt við þetta,“ sagði Þóra sem bar landsliðsþjálfaranum vel söguna. „Hann spurði mig hvort það væri eitthvað sem gæti breytt skoðun minni en hann virti ákvörðun mína þegar hann sá hversu ákveðin ég var. Hann skilur þetta og ber virðingu fyrir þessari ákvörðun.“ Þóra átti erfitt með að velja hápunkt landsliðsferilsins eftir sextán ár með landsliðinu. „Stórmótin standa upp úr, þau voru frábær og bæði á sinn hátt. Svo er gaman að sjá bætinginuna á landsliðinu síðan ég byrjaði. Liðið hefur tekið stöðugum framförum ár eftir ár síðan ég byrjaði og núna er að koma ákveðin kynslóðarskipti. Ég hef fulla trú á því að þessar stelpur taki við keflinu af okkur eldri leikmönnunum,“ sagði Þóra sem gerði ekki ráð fyrir að taka annað tímabil með Fylki. „Ég held ekki en ég útiloka ekki neitt,“ sagði Þóra sem var ekki viss hvort hana myndi klæja í fingurna næsta vor. „Það gæti verið, þá verð ég bara að tækla það þegar að því kemur.“Erum búin að sleikja sárin Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að leikmenn liðsins séu búnir að ná sér eftir tapið gegn Danmörku á dögunum. „Við erum búin að sleikja sárin eftir tapið. Við vildum fá miklu meira út úr leiknum því hann spilaðist bara eins og við vildum. Við þurfum að komast yfir hann og vonandi náum við því með sigri hér á morgun,“ sagði Freyr sem ætlar að gera breytingar á byrjunarliði íslenska liðsins. „Þær sem eru að koma nýjar inn og þær sem eru að koma inn eftir meiðsli eru auðvitað hungraðar. Það verða engar róttækar breytingar en það verða einhverjar.“ Um er að ræða ómetanlegan undirbúning fyrir næstu undankeppni að mati þjálfarans enda leikur liðið sjaldan æfingaleiki. „Við fáum ekki marga æfingaleiki og því er þetta gríðarlega mikilvægt í undirbúningi fyrir undankeppni EM 2017. Þessir leikmenn sem ég tek inn í þennan hóp þurfa að sýna hvað þær geta. Ég veit hvað hinar hafa fram að færa og þetta er kjörið tækifæri til þess að skoða hvað aðrir leikmenn hafa fram að færa til liðsins,“ sagði Freyr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira