Horfin sumarblíða Sara McMahon skrifar 2. september 2014 07:00 Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Þannig hefst ljóð Kristjáns Jónssonar „Haust“. Ólíkt skáldinu, sem síðar í ljóðinu segir allt kalt og dautt, er haustið mín uppáhaldsárstíð; litadýrðin, ferskur andblærinn og bláleitt rökkrið sem einkennir síðkvöldin fylla mig notalegri tilfinningu ár hvert. Burtu er kæruleysið sem einkennir íslenskt sumar og við er tekin alvara lífsins. Ég er í flokki þeirra sem hafa aldrei vanist því að setja sér áramótaheit, heldur eru mín heit sett 1. september ár hvert, einmitt þegar lífið kemst aftur í fastar skorður. Nú hætti ég að missa úr í ræktinni vegna ferðalaga eða veisluhalda, mataræðið verður tekið í gegn, áfenginu úthýst tímabundið og loks ætla ég að læra að prjóna. Og ykkur að segja, þá hlakka ég brjálæðislega til! Ég átta mig á því að það eru ekki allir sem deila þessu dálæti mínu á haustinu – margir kveðja sumarið með miklum trega og kvíða kuldanum og skammdeginu sem bíða hlakkandi handan við hornið. En við ykkur segi ég: Óttist ekki, því það er svo margt sem haustið (og veturinn) hefur upp á að bjóða. Til að mynda verður brátt nógu kalt til að klæðast uppáhaldsprjónapeysu sinni aftur og notalegt kertaljós mun lýsa upp dimm haustkvöld. Löngunin í matarmiklar og gómsætar súpur sem ylja manni niður í tær kemur einnig með haustinu – sér í lagi eftir frískandi göngutúr þar sem allra dásamlegu haustlitanna er notið. Haustið er einnig tími uppskerunnar – ímyndið ykkur bara nýupptekið smælki löðrandi í (íslensku) smjöri og með svolitlu fersku dilli ofan á! Svo er orðið sjálft líka svo afskaplega fallegt og rómantískt. Segið það með mér: „Haust.“ Já, haustið er svo sannarlega tíminn! Svo skemmir ekki fyrir að ég á afmæli að hausti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Þannig hefst ljóð Kristjáns Jónssonar „Haust“. Ólíkt skáldinu, sem síðar í ljóðinu segir allt kalt og dautt, er haustið mín uppáhaldsárstíð; litadýrðin, ferskur andblærinn og bláleitt rökkrið sem einkennir síðkvöldin fylla mig notalegri tilfinningu ár hvert. Burtu er kæruleysið sem einkennir íslenskt sumar og við er tekin alvara lífsins. Ég er í flokki þeirra sem hafa aldrei vanist því að setja sér áramótaheit, heldur eru mín heit sett 1. september ár hvert, einmitt þegar lífið kemst aftur í fastar skorður. Nú hætti ég að missa úr í ræktinni vegna ferðalaga eða veisluhalda, mataræðið verður tekið í gegn, áfenginu úthýst tímabundið og loks ætla ég að læra að prjóna. Og ykkur að segja, þá hlakka ég brjálæðislega til! Ég átta mig á því að það eru ekki allir sem deila þessu dálæti mínu á haustinu – margir kveðja sumarið með miklum trega og kvíða kuldanum og skammdeginu sem bíða hlakkandi handan við hornið. En við ykkur segi ég: Óttist ekki, því það er svo margt sem haustið (og veturinn) hefur upp á að bjóða. Til að mynda verður brátt nógu kalt til að klæðast uppáhaldsprjónapeysu sinni aftur og notalegt kertaljós mun lýsa upp dimm haustkvöld. Löngunin í matarmiklar og gómsætar súpur sem ylja manni niður í tær kemur einnig með haustinu – sér í lagi eftir frískandi göngutúr þar sem allra dásamlegu haustlitanna er notið. Haustið er einnig tími uppskerunnar – ímyndið ykkur bara nýupptekið smælki löðrandi í (íslensku) smjöri og með svolitlu fersku dilli ofan á! Svo er orðið sjálft líka svo afskaplega fallegt og rómantískt. Segið það með mér: „Haust.“ Já, haustið er svo sannarlega tíminn! Svo skemmir ekki fyrir að ég á afmæli að hausti.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun