Búdda í hverju horni á heimilinu Marín Manda skrifar 6. júní 2014 16:30 Inga Dóra Gunnarsdóttir. "Lampinn til hliðar er uppáhaldið á heimilinu og birtan er svo falleg og þægileg. Heimilið mitt er ekki heimili fyrr en hann er kominn á góðan stað." „Ég er mjög hrifin af hvítu, stílhreinu og skandinavískri hönnun í bland við persónulega hluti sem skapa heimilið. Þú getur til dæmis hvergi verið í íbúðinni án þess að sjá Búdda,“ segir Inga Dóra A. Gunnarsdóttir en hún starfar sem framkvæmdastjóri Sif Jakobs Jewellery og býr í Garðabænum. Inga Dóra hefur ferðast töluvert í gegnum tíðina og búið víða um heim. Meðal annars í Kína, Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku. Hjartað er þó ætíð á Íslandi. Stofan Stólarnir eru frá Ikea og ég ákvað að hafa þá þægilega og munstrið passar vel við svo margt. Málverkið er eftir Húbert Nóa Jóhannesson en ég fæ að geyma það fyrir hann. Sófaborðið er úr Ikea og á borðinu stendur kínverskur antíkdrykkjarbrúsi. Hönnunarstóllinn Stóllinn er frá Cassina og heitir LC4 Chaise Lounge. Það er æðislegt að slappa af í honum og spjalla í símann, fletta tímaritum eða lesa góða bók. Borðið er frá Ikea og stóra kertastjakann fann ég á genbrugssölu í Köben. Hillan Þessa hillu bjó pabbi minn til. Ég er búin að eiga hana síðan ég man eftir mér. Allt dótið í henni er eitthvað sem ég hef safnað að mér á ferðalögum því ég vil ekki kaupa stóra muni. Þarna er að finna ýmislegt frá Róm, Kína og fleiri spennandi stöðum. Körfurnar Þennan stól fékk ég í genbrugsverslun í Danmörku. Málverkið fékk ég í stúdentsgjöf en það er eftir Húbert Nóa. Karfan á gólfinu eru frá Kína. Púðinn Púðann fékk ég í fertugsafmælisgjöf og er einstaklega ánægð með hann. Svefnherbergið Guðný Helga vinkona mín gaf mér myndina í svefnherberginu. Hún fékk hana í Kína og lét ramma inn. Rúmið er gamalt en ég lakkaði það hvítt og það sama á við um náttborðin. Lamparnir eru eldgamlir en ég fékk þá í Ikea og hef reglulega skipt um skerm á þeim. Hús og heimili Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Ég er mjög hrifin af hvítu, stílhreinu og skandinavískri hönnun í bland við persónulega hluti sem skapa heimilið. Þú getur til dæmis hvergi verið í íbúðinni án þess að sjá Búdda,“ segir Inga Dóra A. Gunnarsdóttir en hún starfar sem framkvæmdastjóri Sif Jakobs Jewellery og býr í Garðabænum. Inga Dóra hefur ferðast töluvert í gegnum tíðina og búið víða um heim. Meðal annars í Kína, Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku. Hjartað er þó ætíð á Íslandi. Stofan Stólarnir eru frá Ikea og ég ákvað að hafa þá þægilega og munstrið passar vel við svo margt. Málverkið er eftir Húbert Nóa Jóhannesson en ég fæ að geyma það fyrir hann. Sófaborðið er úr Ikea og á borðinu stendur kínverskur antíkdrykkjarbrúsi. Hönnunarstóllinn Stóllinn er frá Cassina og heitir LC4 Chaise Lounge. Það er æðislegt að slappa af í honum og spjalla í símann, fletta tímaritum eða lesa góða bók. Borðið er frá Ikea og stóra kertastjakann fann ég á genbrugssölu í Köben. Hillan Þessa hillu bjó pabbi minn til. Ég er búin að eiga hana síðan ég man eftir mér. Allt dótið í henni er eitthvað sem ég hef safnað að mér á ferðalögum því ég vil ekki kaupa stóra muni. Þarna er að finna ýmislegt frá Róm, Kína og fleiri spennandi stöðum. Körfurnar Þennan stól fékk ég í genbrugsverslun í Danmörku. Málverkið fékk ég í stúdentsgjöf en það er eftir Húbert Nóa. Karfan á gólfinu eru frá Kína. Púðinn Púðann fékk ég í fertugsafmælisgjöf og er einstaklega ánægð með hann. Svefnherbergið Guðný Helga vinkona mín gaf mér myndina í svefnherberginu. Hún fékk hana í Kína og lét ramma inn. Rúmið er gamalt en ég lakkaði það hvítt og það sama á við um náttborðin. Lamparnir eru eldgamlir en ég fékk þá í Ikea og hef reglulega skipt um skerm á þeim.
Hús og heimili Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira