Mamma, gefðu boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2014 06:00 Mæðgurnar saman. Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir eftir leik sem þær spiluðu saman í Lengjubikarnum. Mynd/Aðsend Mæðgurnar Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir tóku báðar þátt í fyrsta leik kvennaliðs ÍA í efstu deild í níu ár þegar Skagaliðið tapaði 0-1 á móti Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í fyrrakvöld. Bryndís Rún var í byrjunarliðinu en skipti við mömmu sína á 76. mínútu. Saman skiluðu þær því 90 mínútum á miðju Skagaliðsins. „Þetta var svolítið magnað og mjög skemmtilegt,“ sagði Áslaug Ragna í samtali við Fréttablaðið í gær. Bryndís Rún, sem er 17 ára gömul, var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild en Áslaug Ragna, sem varð 36 ára á dögunum, á að baki 53 mörk í 95 leikjum. Hún varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar árið áður (16 mörk 1996) en Bryndís Rún kom í heiminn. Þetta var aftur á móti fyrsti leikur Áslaugar í úrvalsdeildinni síðan 27. júní 2005. „Ég var ekki alveg klár í að spila í fyrrasumar en ákvað að gefa mig í þetta núna því ég sá að ég ætti möguleika á því að spila með henni,“ segir Áslaug. Næsti leikur ÍA-liðsins er útileikur á móti FH í næstu viku en fá þær mæðgur ekki að spila saman inni á vellinum? „Við vonum að við fáum einhvern tíma að vera saman inni á vellinum í sumar. Þetta átti ekkert að snúast um okkur í þessum leik,“ segir Áslaug. „Við erum dálítið líkir leikmenn. Ég kom ekki inn á í alveg sömu stöðu og hún en kom þarna inn á miðjuna. Ég er gamall senter og er að spila þar í kring,“ segir Áslaug sem kom einnig svona ung inn í meistaraflokk á sínum tíma. Hún tók þátt í að vinna síðasta titil kvennaliðs ÍA sem var bikarmeistaratitillinn árið 1993. Áslaug játar því að sumum finnist það skrítið að heyra einhvern kalla á mömmu sína í miðjum leik. „Í Lengjubikarnum fengum við að spila saman og það var mjög sérstök stund að heyra dóttur sína kalla á sig: Mamma, gefðu boltann eða heyra þjálfarann kalla til hennar: Spilaðu á mömmu þína. Þetta var svolítið skrítið og ég hugsa að stelpurnar inni á vellinum hafi hugsað: Hvað er hún að tala um þessi?“ sagði Áslaug hlæjandi. Hún telur að reynsla hennar muni hjálpa ungu og reynslulitlu liði ÍA í sumar. „Þetta eru allt heimastelpur sem skipa liðið og svona er þetta á Akranesi. Þar hjálpast allir við að gera þetta almennilega. Ég hoppa bara inn í þetta til að hjálpa mínu liði og þá skiptir ekki máli hvort ég er mamma eða eitthvað annað,“ segir Áslaug, en fjölskyldan hafði samt sérstaklega gaman af þessari stund á Akranesi í fyrrakvöld. „Pabbinn var í stúkunni og að sjálfsögðu var hann stoltasti maðurinn á svæðinu sem og öll fjölskyldan,“ sagði Áslaug. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Mæðgurnar Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir tóku báðar þátt í fyrsta leik kvennaliðs ÍA í efstu deild í níu ár þegar Skagaliðið tapaði 0-1 á móti Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í fyrrakvöld. Bryndís Rún var í byrjunarliðinu en skipti við mömmu sína á 76. mínútu. Saman skiluðu þær því 90 mínútum á miðju Skagaliðsins. „Þetta var svolítið magnað og mjög skemmtilegt,“ sagði Áslaug Ragna í samtali við Fréttablaðið í gær. Bryndís Rún, sem er 17 ára gömul, var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild en Áslaug Ragna, sem varð 36 ára á dögunum, á að baki 53 mörk í 95 leikjum. Hún varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar árið áður (16 mörk 1996) en Bryndís Rún kom í heiminn. Þetta var aftur á móti fyrsti leikur Áslaugar í úrvalsdeildinni síðan 27. júní 2005. „Ég var ekki alveg klár í að spila í fyrrasumar en ákvað að gefa mig í þetta núna því ég sá að ég ætti möguleika á því að spila með henni,“ segir Áslaug. Næsti leikur ÍA-liðsins er útileikur á móti FH í næstu viku en fá þær mæðgur ekki að spila saman inni á vellinum? „Við vonum að við fáum einhvern tíma að vera saman inni á vellinum í sumar. Þetta átti ekkert að snúast um okkur í þessum leik,“ segir Áslaug. „Við erum dálítið líkir leikmenn. Ég kom ekki inn á í alveg sömu stöðu og hún en kom þarna inn á miðjuna. Ég er gamall senter og er að spila þar í kring,“ segir Áslaug sem kom einnig svona ung inn í meistaraflokk á sínum tíma. Hún tók þátt í að vinna síðasta titil kvennaliðs ÍA sem var bikarmeistaratitillinn árið 1993. Áslaug játar því að sumum finnist það skrítið að heyra einhvern kalla á mömmu sína í miðjum leik. „Í Lengjubikarnum fengum við að spila saman og það var mjög sérstök stund að heyra dóttur sína kalla á sig: Mamma, gefðu boltann eða heyra þjálfarann kalla til hennar: Spilaðu á mömmu þína. Þetta var svolítið skrítið og ég hugsa að stelpurnar inni á vellinum hafi hugsað: Hvað er hún að tala um þessi?“ sagði Áslaug hlæjandi. Hún telur að reynsla hennar muni hjálpa ungu og reynslulitlu liði ÍA í sumar. „Þetta eru allt heimastelpur sem skipa liðið og svona er þetta á Akranesi. Þar hjálpast allir við að gera þetta almennilega. Ég hoppa bara inn í þetta til að hjálpa mínu liði og þá skiptir ekki máli hvort ég er mamma eða eitthvað annað,“ segir Áslaug, en fjölskyldan hafði samt sérstaklega gaman af þessari stund á Akranesi í fyrrakvöld. „Pabbinn var í stúkunni og að sjálfsögðu var hann stoltasti maðurinn á svæðinu sem og öll fjölskyldan,“ sagði Áslaug.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki