Frumflytur lag með maltneskri Eurovision-stjörnu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2014 11:00 Hér eru Valgeir og Chiara í Þýskalandi síðasta sumar. Mynd/úr einkasafni „Við Chiara erum búin að vera að vinna saman síðastliðin tvö ár og þetta er fjórða lagið sem við gerum saman,“ segir Valgeir Magnússon, umboðsmaður maltnesku Eurovision-stjörnunnar Chiara Siracusa. Hann frumflytur nýtt lag ásamt stjörnunni á Euro Fan Café í Kaupmannahöfn á sunnudag sem heitir Mermaid in Love. Örlygur Smári og Pétur Örn sömdu lagið ásamt Valgeiri. „Samstarf okkar kom til þannig að ég var að túra með Heru Björk á milli tónlistarhátíða og Chiara var oft á sömu stöðum og við. Hún tók eftir því að Hera fékk betri þjónustu en flestir og sá að ég var duglegur að passa upp á hlutina. Einn daginn kom hún til mín og spurði hvort ég væri til í að sjá líka um sig,“ segir Valgeir sem var ekki sannfærður um að það gæti gengið upp. „Ég hugsaði mig um í nokkrar vikur því ég sá ekki hvernig þetta myndi ganga upp þar sem Ísland og Malta eru á hvort á sínum endanum á Evrópu. Svo hugsaði ég: Þetta getur allt verið unnið í gegnum netið. Nú erum við búin að taka upp fjögur lög saman, sem við gerum þannig að við Öggi erum á FaceTime í stúdíóinu hennar á Möltu og biðjum hana að gera hitt og þetta. Svo fáum við sendan sönginn og Öggi klárar málið.“ Varðandi nýja lagið, Mermaid in Love, segir Valgeir það hafa orðið til í áföngum. „Hugmyndina fékk ég þegar við vorum að spila saman í Þýskalandi síðasta sumar. Ég skrifaði niður nokkrar línur. Við Öggi hittumst svo nokkrum vikum síðar, töluðum aðeins um hugmyndina og hann kom strax með litla melódíu. Svo skoðuðum við þetta ekki neitt fyrr en fyrir tveimur vikum. Þá tókum við Pétur með okkur í sumarbústað og kláruðum lagið og fleiri lög sem við erum að ákveða hvað við gerum við.“ Eurovision Tengdar fréttir Farnir út að sigra í Eurovision "Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á Selfossi daginn áður en haldið var utan. 28. apríl 2014 07:00 Strákarnir eru stútfullir af ást Sjáðu myndböndin. 29. apríl 2014 12:30 Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00 Fyrsta æfingin á Eurovision-sviðinu Hinn armenski Aram MP3 æfði sig fyrstur allra. 28. apríl 2014 10:36 Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00 Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
„Við Chiara erum búin að vera að vinna saman síðastliðin tvö ár og þetta er fjórða lagið sem við gerum saman,“ segir Valgeir Magnússon, umboðsmaður maltnesku Eurovision-stjörnunnar Chiara Siracusa. Hann frumflytur nýtt lag ásamt stjörnunni á Euro Fan Café í Kaupmannahöfn á sunnudag sem heitir Mermaid in Love. Örlygur Smári og Pétur Örn sömdu lagið ásamt Valgeiri. „Samstarf okkar kom til þannig að ég var að túra með Heru Björk á milli tónlistarhátíða og Chiara var oft á sömu stöðum og við. Hún tók eftir því að Hera fékk betri þjónustu en flestir og sá að ég var duglegur að passa upp á hlutina. Einn daginn kom hún til mín og spurði hvort ég væri til í að sjá líka um sig,“ segir Valgeir sem var ekki sannfærður um að það gæti gengið upp. „Ég hugsaði mig um í nokkrar vikur því ég sá ekki hvernig þetta myndi ganga upp þar sem Ísland og Malta eru á hvort á sínum endanum á Evrópu. Svo hugsaði ég: Þetta getur allt verið unnið í gegnum netið. Nú erum við búin að taka upp fjögur lög saman, sem við gerum þannig að við Öggi erum á FaceTime í stúdíóinu hennar á Möltu og biðjum hana að gera hitt og þetta. Svo fáum við sendan sönginn og Öggi klárar málið.“ Varðandi nýja lagið, Mermaid in Love, segir Valgeir það hafa orðið til í áföngum. „Hugmyndina fékk ég þegar við vorum að spila saman í Þýskalandi síðasta sumar. Ég skrifaði niður nokkrar línur. Við Öggi hittumst svo nokkrum vikum síðar, töluðum aðeins um hugmyndina og hann kom strax með litla melódíu. Svo skoðuðum við þetta ekki neitt fyrr en fyrir tveimur vikum. Þá tókum við Pétur með okkur í sumarbústað og kláruðum lagið og fleiri lög sem við erum að ákveða hvað við gerum við.“
Eurovision Tengdar fréttir Farnir út að sigra í Eurovision "Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á Selfossi daginn áður en haldið var utan. 28. apríl 2014 07:00 Strákarnir eru stútfullir af ást Sjáðu myndböndin. 29. apríl 2014 12:30 Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00 Fyrsta æfingin á Eurovision-sviðinu Hinn armenski Aram MP3 æfði sig fyrstur allra. 28. apríl 2014 10:36 Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00 Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Farnir út að sigra í Eurovision "Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á Selfossi daginn áður en haldið var utan. 28. apríl 2014 07:00
Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00
Fyrsta æfingin á Eurovision-sviðinu Hinn armenski Aram MP3 æfði sig fyrstur allra. 28. apríl 2014 10:36
Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00
Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10