Fleiri spegla takk Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2014 07:00 Tímaritið Time hefur gefið út sinn árlega lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Svona listar eru gefnir út um hitt og þetta, þá auðugustu, áhrifamestu, fallegustu og svo mætti lengi telja. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessum sið – síðasta tölublað af Séð og heyrt inniheldur einmitt þann forláta lista „Topp tíu – lagleg á lausu“. Öfugt við íslenska afbrigðið þá er listi Time þetta árið nokkuð áhugaverður. Ber þar fyrst að nefna að 41 kona er á listanum og hafa þær aldrei verið fleiri. Það sem vekur ekki síður athygli er að á listanum eru hvorki meira né minna en 27 listamenn. Ekkert annað svið eða atvinnugrein nær jafn mörgum á listann. Viðskiptajöfrar eru aðeins átján en næst listamönnunum komast stjórnmálamenn, sem eru 26. Þar á meðal eru Vladimir Pútín, Hillary Clinton, Angela Merkel og Kim Jong-un. Það hlýtur að segja sína sögu að áhrifamesti einstaki hópur heims sé listamenn. En það ætti kannski ekkert að koma á óvart. Góð list er spegill á samfélagið – gagnrýnin, óvægin og beitt. Og samfélagið okkar getur vissulega verið íhaldssamt, fordómafullt og ljótt í garð ýmissa hópa eða hugmynda – oft án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Þá er spegill nauðsynlegur. Okkur líkar kannski ekki alltaf það sem við sjáum, enda stundum erfitt að sjá og viðurkenna eigin breyskleika. Það breytir því ekki að fyrsta skrefið í átt að jákvæðum breytingum er alltaf að horfast í augu við vandamálin. Það er áhugavert að á sama tíma og listi Time birtist snúist umræðan hér heima nánast eingöngu um réttmæti listamannalauna. Í stað þess að fjalla um þau jákvæðu og gagnrýnu áhrif sem listin hefur í okkar litla samfélagi þá er einblínt á meint sníkjulíferni listamanna. Það er erfitt að lýsa þessu öðruvísi en sem fullkomnu niðurrifi. Með þessu er samfélagið að draga úr kröftum listamanna til að sinna þeirri frumskyldu sinni að veita okkur hinum aðhald og gagnrýni. Kannski vegna þess að við þolum ekki það sem við sjáum í speglinum. Þetta er sorglegt. Í dag þurfum við einmitt færri „topp tíu – liðug á lausu“ lista en fleiri spegla. Miklu fleiri spegla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun
Tímaritið Time hefur gefið út sinn árlega lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Svona listar eru gefnir út um hitt og þetta, þá auðugustu, áhrifamestu, fallegustu og svo mætti lengi telja. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessum sið – síðasta tölublað af Séð og heyrt inniheldur einmitt þann forláta lista „Topp tíu – lagleg á lausu“. Öfugt við íslenska afbrigðið þá er listi Time þetta árið nokkuð áhugaverður. Ber þar fyrst að nefna að 41 kona er á listanum og hafa þær aldrei verið fleiri. Það sem vekur ekki síður athygli er að á listanum eru hvorki meira né minna en 27 listamenn. Ekkert annað svið eða atvinnugrein nær jafn mörgum á listann. Viðskiptajöfrar eru aðeins átján en næst listamönnunum komast stjórnmálamenn, sem eru 26. Þar á meðal eru Vladimir Pútín, Hillary Clinton, Angela Merkel og Kim Jong-un. Það hlýtur að segja sína sögu að áhrifamesti einstaki hópur heims sé listamenn. En það ætti kannski ekkert að koma á óvart. Góð list er spegill á samfélagið – gagnrýnin, óvægin og beitt. Og samfélagið okkar getur vissulega verið íhaldssamt, fordómafullt og ljótt í garð ýmissa hópa eða hugmynda – oft án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Þá er spegill nauðsynlegur. Okkur líkar kannski ekki alltaf það sem við sjáum, enda stundum erfitt að sjá og viðurkenna eigin breyskleika. Það breytir því ekki að fyrsta skrefið í átt að jákvæðum breytingum er alltaf að horfast í augu við vandamálin. Það er áhugavert að á sama tíma og listi Time birtist snúist umræðan hér heima nánast eingöngu um réttmæti listamannalauna. Í stað þess að fjalla um þau jákvæðu og gagnrýnu áhrif sem listin hefur í okkar litla samfélagi þá er einblínt á meint sníkjulíferni listamanna. Það er erfitt að lýsa þessu öðruvísi en sem fullkomnu niðurrifi. Með þessu er samfélagið að draga úr kröftum listamanna til að sinna þeirri frumskyldu sinni að veita okkur hinum aðhald og gagnrýni. Kannski vegna þess að við þolum ekki það sem við sjáum í speglinum. Þetta er sorglegt. Í dag þurfum við einmitt færri „topp tíu – liðug á lausu“ lista en fleiri spegla. Miklu fleiri spegla.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun