Eitt núll fyrir okkkur! Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 9. apríl 2014 07:00 Ég opna sjaldan myndbönd sem fólk er að deila á Facebook. Nenni því ekki. Geri það þó stundum, ef ég held að þau séu sniðug, eða áhugaverð. Opnaði eitt um daginn. Yfirskriftin var eitthvað á þessa leið „kona hrópar óviðeigandi athugasemdir að karlmönnum, sjáðu hvað gerist“. Remban, sem blundar í mér innst inni lyfti brúnum. Ég horfði. Myndbandið sýndi unga breska konu sem ýmist gekk upp að karlmönnum á förnum vegi eða ók fram hjá þeim í bíl með opinn glugga, og lét til dæmis kynferðislegar athugasemdir falla um vaxtarlag þeirra. Spurði til vegar og sagðist í leiðinni gruna að buxur þess sem leiðbeindi henni færu betur á svefnherbergisgólfinu hennar en á honum sjálfum. Hún pantaði drykk á bar, blikkaði barþjóninn og bað hann svona í framhjáhlaupi um „eitthvað meira“. Allt á léttu nótunum, auðvitað. Flestir urðu mennirnir hvumsa, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. „Er allt í lagi með þig?“ spurðu þeir hneykslaðir þegar hún stakk upp á að þeir kæmu með henni heim, bara svona í gríni. „Svona talar þú ekki við okkur góða,“ sögðu iðnaðarmennirnir móðgaðir þegar hún blístraði á þá og fór fram á að þeir sýndu meira hold, eða eitthvað í þá áttina. Þau sem settu myndbandið saman unnu það upp úr raunverulegum upplifunum kvenna sem höfðu sent inn lýsingar á hinu og þessu sem karlar létu flakka við þær. Tilgangurinn með myndbandinu var að sýna fram á hversu asnalegar þessar athugasemdir og óviðeigandi þessi tilboð hljómuðu þegar hlutverkunum var snúið við. En hver urðu viðbrögð mín? Jú, það hlakkaði í rembunni inni í mér yfir því hversu móðgaðir karlarnir urðu. „Já, já, svona er þetta nú elsku karlarnir mínir. Verði ykkur að góðu bara.“ En varla var það ætlunin eða hvað? Að mér liði eins og ég hefði á einhvern hátt náð fram hefndum? Eitt núll fyrir okkur, í hinu eilífa stríði stelpur á móti strákum! Ég sussaði á rembuna inni í mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ég opna sjaldan myndbönd sem fólk er að deila á Facebook. Nenni því ekki. Geri það þó stundum, ef ég held að þau séu sniðug, eða áhugaverð. Opnaði eitt um daginn. Yfirskriftin var eitthvað á þessa leið „kona hrópar óviðeigandi athugasemdir að karlmönnum, sjáðu hvað gerist“. Remban, sem blundar í mér innst inni lyfti brúnum. Ég horfði. Myndbandið sýndi unga breska konu sem ýmist gekk upp að karlmönnum á förnum vegi eða ók fram hjá þeim í bíl með opinn glugga, og lét til dæmis kynferðislegar athugasemdir falla um vaxtarlag þeirra. Spurði til vegar og sagðist í leiðinni gruna að buxur þess sem leiðbeindi henni færu betur á svefnherbergisgólfinu hennar en á honum sjálfum. Hún pantaði drykk á bar, blikkaði barþjóninn og bað hann svona í framhjáhlaupi um „eitthvað meira“. Allt á léttu nótunum, auðvitað. Flestir urðu mennirnir hvumsa, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. „Er allt í lagi með þig?“ spurðu þeir hneykslaðir þegar hún stakk upp á að þeir kæmu með henni heim, bara svona í gríni. „Svona talar þú ekki við okkur góða,“ sögðu iðnaðarmennirnir móðgaðir þegar hún blístraði á þá og fór fram á að þeir sýndu meira hold, eða eitthvað í þá áttina. Þau sem settu myndbandið saman unnu það upp úr raunverulegum upplifunum kvenna sem höfðu sent inn lýsingar á hinu og þessu sem karlar létu flakka við þær. Tilgangurinn með myndbandinu var að sýna fram á hversu asnalegar þessar athugasemdir og óviðeigandi þessi tilboð hljómuðu þegar hlutverkunum var snúið við. En hver urðu viðbrögð mín? Jú, það hlakkaði í rembunni inni í mér yfir því hversu móðgaðir karlarnir urðu. „Já, já, svona er þetta nú elsku karlarnir mínir. Verði ykkur að góðu bara.“ En varla var það ætlunin eða hvað? Að mér liði eins og ég hefði á einhvern hátt náð fram hefndum? Eitt núll fyrir okkur, í hinu eilífa stríði stelpur á móti strákum! Ég sussaði á rembuna inni í mér.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun