Kóngurinn í kóngsins Kaupinhafn Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. mars 2014 11:05 Bubbi Morthens kemur fram á Friggjartónlistarhátíðinni í Kaupmannahöfn í maí. fréttablaðið/gva „Jú, jú, ég er að spila á hátíðinni og ætla taka með mér litla hljómsveit,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en hann kemur fram á tónlistarhátíð sem ber nafnið Frigg og fer hún fram í kóngsins Kaupmannahöfn dagana 9. og 10. maí. Hátíðin er ný af nálinni og kemur fram fjöldi tónlistarmanna frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Bubbi er ekki eini íslenski listamaðurinn sem fram kemur á hátíðinni því hljómsveitirnar Kaleo, Vök og Hjálmar spila einnig á Friggjarhátíðinni. Þá koma meðal annars fram danska söngkonan Medina, færeyska söngkona Eivör Pálsdóttir og færeyska rokkhljómsveitin Týr. „Ég veit voða lítið um hátíðina en þetta verður skemmtilegt,“ segir Bubbi en hann hefur alloft komið fram í Kaupmannahöfn. Hugmyndin á bak við hátíðina er að skapa nægtahorn góðrar tónlistar frá Færeyjum og öðrum löndum í Norður-Atlantshafi og krydda hana með forvitnilegum mat og annarri norrænni menningu. Frumkvæðið að hátíðinni áttu þeir Steintór Rasmussen og Hans Petur í Brekkunum. Hans Petur er saxófónleikari og veitir Færeyjahúsinu í Kaupmannahöfn forstöðu en Steintór er stofnandi Sumarhátíðarinnar í Klakksvík. Friggjarhátíðin gæti varla verið meira miðsvæðis því hún fer fram í hjarta Kaupmannahafnar, nánar tiltekið í Kongens Have. Tónlist Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Jú, jú, ég er að spila á hátíðinni og ætla taka með mér litla hljómsveit,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en hann kemur fram á tónlistarhátíð sem ber nafnið Frigg og fer hún fram í kóngsins Kaupmannahöfn dagana 9. og 10. maí. Hátíðin er ný af nálinni og kemur fram fjöldi tónlistarmanna frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Bubbi er ekki eini íslenski listamaðurinn sem fram kemur á hátíðinni því hljómsveitirnar Kaleo, Vök og Hjálmar spila einnig á Friggjarhátíðinni. Þá koma meðal annars fram danska söngkonan Medina, færeyska söngkona Eivör Pálsdóttir og færeyska rokkhljómsveitin Týr. „Ég veit voða lítið um hátíðina en þetta verður skemmtilegt,“ segir Bubbi en hann hefur alloft komið fram í Kaupmannahöfn. Hugmyndin á bak við hátíðina er að skapa nægtahorn góðrar tónlistar frá Færeyjum og öðrum löndum í Norður-Atlantshafi og krydda hana með forvitnilegum mat og annarri norrænni menningu. Frumkvæðið að hátíðinni áttu þeir Steintór Rasmussen og Hans Petur í Brekkunum. Hans Petur er saxófónleikari og veitir Færeyjahúsinu í Kaupmannahöfn forstöðu en Steintór er stofnandi Sumarhátíðarinnar í Klakksvík. Friggjarhátíðin gæti varla verið meira miðsvæðis því hún fer fram í hjarta Kaupmannahafnar, nánar tiltekið í Kongens Have.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira