Sigur Rós með stjörnunum úr Game of Thrones Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2014 11:00 Sigur Rósar-menn voru smart meðal stjarnanna í New York. Vísir/Getty Jónsi Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar, mættu á frumsýningu fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Game of Thrones í Lincoln Center í New York á þriðjudag. Eftir frumsýninguna röbbuðu þeir við George R.R. Martin, höfund bókanna sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á. Birtu þeir mynd af sér með rithöfundinum á Facebook-síðu sinni og virtist fara vel á með fjórmenningunum. Sigur Rósar-menn voru í góðum félagsskap á rauða dreglinum á frumsýningunni en allar helstu stjörnur þáttanna létu sjá sig í sínu fínasta pússi, þar á meðal Peter Dinklage, Lena Headey, Emilia Clarke og Sophie Turner. Jónsi, Georg og Orri ferðuðust til Króatíu á síðasta ári til að leika í seríunni og samkvæmt Entertainment Weekly leika þeir tónlistarmenn. Höfundar þáttanna, David Benioff og Dan Weiss, réðu þremenningana því að þeir eru miklir aðdáendur sveitarinnar og hlustuðu á tónlist hennar þegar þeir tóku upp fyrri seríur á Íslandi. Óljóst er hvort tónlist Sigur Rósar heyrist í nýju þáttunum.Jónsi, Georg og Orri hittu George R.R. Martin eftir frumsýningu seríunnar.Tökulið Game of Thrones hefur þrisvar komið hingað til lands og myndaði atriði í fjórðu seríu síðastliðið sumar. Tökur fóru meðal annars fram í Þjórsárdal, á Hengilssvæðinu og Stekkjargjá á Þingvöllum. Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson fer einnig með hlutverk í seríunni en hann sást ekki á frumsýningunni í New York í vikunni. Stutt er síðan Sigur Rós fékk gestahlutverk í Simpsons-þættinum The Saga of Carl sem vakti mikla athygli. Mikil tenging hefur verið á milli Game of Thrones og þekktra tónlistarmanna. Sveitirnar The National og The Hold Steady hafa báðar átt lög í þáttunum og sömdu lög sérstaklega fyrir þá sem voru innblásin af skrifum George R.R. Martin. Þá léku Coldplay-trommarinn Will Champion og Gray Lightbody úr Snow Patrol aukahlutverk í þriðju seríu. Post by Sigur Rós. Game of Thrones Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones Fjórða serían er frumsýnd 6. apríl. 20. janúar 2014 13:30 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00 Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Jónsi Birgisson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar, mættu á frumsýningu fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Game of Thrones í Lincoln Center í New York á þriðjudag. Eftir frumsýninguna röbbuðu þeir við George R.R. Martin, höfund bókanna sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á. Birtu þeir mynd af sér með rithöfundinum á Facebook-síðu sinni og virtist fara vel á með fjórmenningunum. Sigur Rósar-menn voru í góðum félagsskap á rauða dreglinum á frumsýningunni en allar helstu stjörnur þáttanna létu sjá sig í sínu fínasta pússi, þar á meðal Peter Dinklage, Lena Headey, Emilia Clarke og Sophie Turner. Jónsi, Georg og Orri ferðuðust til Króatíu á síðasta ári til að leika í seríunni og samkvæmt Entertainment Weekly leika þeir tónlistarmenn. Höfundar þáttanna, David Benioff og Dan Weiss, réðu þremenningana því að þeir eru miklir aðdáendur sveitarinnar og hlustuðu á tónlist hennar þegar þeir tóku upp fyrri seríur á Íslandi. Óljóst er hvort tónlist Sigur Rósar heyrist í nýju þáttunum.Jónsi, Georg og Orri hittu George R.R. Martin eftir frumsýningu seríunnar.Tökulið Game of Thrones hefur þrisvar komið hingað til lands og myndaði atriði í fjórðu seríu síðastliðið sumar. Tökur fóru meðal annars fram í Þjórsárdal, á Hengilssvæðinu og Stekkjargjá á Þingvöllum. Kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson fer einnig með hlutverk í seríunni en hann sást ekki á frumsýningunni í New York í vikunni. Stutt er síðan Sigur Rós fékk gestahlutverk í Simpsons-þættinum The Saga of Carl sem vakti mikla athygli. Mikil tenging hefur verið á milli Game of Thrones og þekktra tónlistarmanna. Sveitirnar The National og The Hold Steady hafa báðar átt lög í þáttunum og sömdu lög sérstaklega fyrir þá sem voru innblásin af skrifum George R.R. Martin. Þá léku Coldplay-trommarinn Will Champion og Gray Lightbody úr Snow Patrol aukahlutverk í þriðju seríu. Post by Sigur Rós.
Game of Thrones Tengdar fréttir Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones Fjórða serían er frumsýnd 6. apríl. 20. janúar 2014 13:30 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00 Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08
Lokastikla fyrir Game of Thrones Serían verður frumsýnd eftir tæplega tvær vikur. 19. mars 2014 17:00
Leyndarmál afhjúpuð í nýrri stiklu Styttist óðfluga í fjórðu seríu af Game of Thrones. 10. mars 2014 23:00