Opinberun Starwalker á Sónar Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. janúar 2014 12:30 Hljómsveitin Starwalker kemur fram í fyrsta sinn opinberlega á Sónar Reykjavík. mynd/Jeaneen Lund „Við höfum aldrei spilað opinberlega enda höfum við bara gefið út eitt lag eins og er,“ segir Barði Jóhannsson sem skipar hljómsveitina Starwalker ásamt JD Dunckel úr hljómsveitinni Air. Barði er líklega best þekktur sem forsprakki hljómsveitarinnar Bang Gang en hann og Dunckel hófu sitt samstarf á síðasta ári. Á sviðinu með þeim félögum verða þau Sarah Jones, en hún trommar meðal annars með hljómsveitinni Hot Chip, Ása Dýradóttir, bassaleikari úr Mammút og Bjarni Þór Jensson, gítarleikari úr hljómsveitinni Cliff Clavin. Fyrstu afurðir Starwalker voru í rólegri kantinum en Barði segir sveitina hafa fundið sinn tón. „Við erum að finna okkar „sound“ og það mætti segja að tónlistin okkar sé svona tjillað diskó,“ segir Barði. Sveitin gefur út nýtt smáskífulag sitt á næstunni en það fer í útvarpsspilun í næstu viku. „Við ætlum að gefa út EP-plötu þann 17. mars næstkomandi, úti um allan heim. Við erum að verða búnir að semja efni í heila plötu en ég geri ráð fyrir að við spilum megnið af þeim lögum á Sónar,“ útskýrir Barði. Hann segir jafnframt að hann hlakki til að spila á Sónar Reykjvík. „Þetta er voða spennandi, ég veit að hátíðin heppnaðist vel í fyrra.“ Sónar Reykjavík fer fram dagana þrettánda til fimmtánda febrúar næstkomandi. Sónar Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við höfum aldrei spilað opinberlega enda höfum við bara gefið út eitt lag eins og er,“ segir Barði Jóhannsson sem skipar hljómsveitina Starwalker ásamt JD Dunckel úr hljómsveitinni Air. Barði er líklega best þekktur sem forsprakki hljómsveitarinnar Bang Gang en hann og Dunckel hófu sitt samstarf á síðasta ári. Á sviðinu með þeim félögum verða þau Sarah Jones, en hún trommar meðal annars með hljómsveitinni Hot Chip, Ása Dýradóttir, bassaleikari úr Mammút og Bjarni Þór Jensson, gítarleikari úr hljómsveitinni Cliff Clavin. Fyrstu afurðir Starwalker voru í rólegri kantinum en Barði segir sveitina hafa fundið sinn tón. „Við erum að finna okkar „sound“ og það mætti segja að tónlistin okkar sé svona tjillað diskó,“ segir Barði. Sveitin gefur út nýtt smáskífulag sitt á næstunni en það fer í útvarpsspilun í næstu viku. „Við ætlum að gefa út EP-plötu þann 17. mars næstkomandi, úti um allan heim. Við erum að verða búnir að semja efni í heila plötu en ég geri ráð fyrir að við spilum megnið af þeim lögum á Sónar,“ útskýrir Barði. Hann segir jafnframt að hann hlakki til að spila á Sónar Reykjvík. „Þetta er voða spennandi, ég veit að hátíðin heppnaðist vel í fyrra.“ Sónar Reykjavík fer fram dagana þrettánda til fimmtánda febrúar næstkomandi.
Sónar Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira